Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 537 háþrýstings væri miðað við mörk sem ákvörð- uðust af skaðlegum áhrifum. Pá væri einungis meðhöndlaður sá blóðþrýstingur þar sem lík- legt væri talið að rannsóknir og meðferð gerðu meira gagn en ógagn. í greininni er sérstök athygli vakin á einangruðum slagbilsháþrýst- ingi, en þá er slagbilsþrýstingurinn 160 eða hærri en hlébilsþrýstingurinn lægri en 90 mm kvikasilfurs (4). Þessi tegund háþrýstings er mjög algeng meðal aldraðra. Lífeðlisfræðileg atriði Háþrýstingur aldraðra einkennist einatt af hækkun í slagbili, það er slagbilsháþrýstingi, og er undantekning ef um verulega hækkun er að ræða á blóðþrýstingi í hlébili. Grunur ætti að vakna um greinanlega orsök fyrir háþrýst- ingnum (eins og til dæmis þrengsli í nýrnaslag- æð), þegar um mikla, stöðuga hlébilshækkun er að ræða. Slagbilsháþrýstingur einkennist af minnkuðum eftirgefanleika í slagæðaveggjum eða auknum stífleika slagæðanna. Við aukinn stífleika þarf meiri þrýstingsaukningu fyrir sömu aukningu rúmmáls í æðinni, það er eftir- gefanleikinn (compliance) er lækkaður. Minnkaður eftirgefanleiki í slagæðakerfinu er í raun eðlileg öldrunarbreyting, en háþrýstingur eykur á þessa tilhneigingu og útkoman verður hækkaður púlsþrýstingur. Meðalslagæðaþrýst- ingur (mean arterial pressure) getur verið óbreyttur, en slagbilsþrýstingur hækkar og hlé- bilsþrýstingur lækkar. Það virðist þannig ein- kenna stífnandi slagæðakerfi, að hlébilsþrýst- ingur fer lækkandi og hafa menn raunar fundið samband milli lækkandi hlébilsþrýstings og ýmissa áfalla af völdum hjarta- og æðasjúk- dóma (5,6). Það er þannig hugsanlegt að hið svo kallaða J-ferli (J curve) megi að hluta til rekja til þessa fyrirbæris, það er að lækkandi hlébilsþrýstingur sé í raun afleiðing stífnandi æðakerfis og fylgifiskur æðakölkunar (7,8). Með J-ferli er átt við að hætta á fylgikvillum háþrýstings, sérstaklega kransæðaáföllum, aukist með lækkandi hlébilsþrýstingi, eftir að ákveðnu marki (til dæmis 85 mm kvikasilfurs) er náð. Þessar vangaveltur verða að teljast mikilvægar, þar sem einangraður slagbils- háþrýstingur virðist mjög einkennandi hjá eldra fólki og rannsóknir á meðferð hans á síðari árum hafa vakið mikla athygli eins og fjallað verður um hér á eftir. Talin er ástæða til að minna á fyrirbæri sem kallað hefur verið falskur háþrýstingur (pseu- dohypertension) og kemur stundum fyrir með- al aldraðra með mjög stífar slagæðar í upp- handleggjum. Þá verða blóðþrýstingsmælingar rangar vegna þess að stífleiki eða kölkun í upp- handleggsslagæðinni er svo mikill, að tæplega er hægt að leggja hana saman með þrýsting- num í slíðri blóðþrýstingsmælisins og mælingar verða afskaplega háar, jafnvel 250-300 í slag- bili. Sé um falskan háþrýsting að ræða virðist sjúklingnum líða ágætlega við greiningu en verður hins vegar illt af blóðþrýstingslækkandi meðferð. Þessir einstaklingar eru í raun og veru með eðlilegan blóðþrýsting, ef gerð er bein mæling í slagæð eða mæling gerð á fingri með nýrri gerð blóðþrýstingsmæla (9). Þessi tegund háþrýstings er þó fremur sjaldgæf. Annað afbrigði háþrýstings skal nefnt hér sem er sýnu algengara. Hér er um að ræða svonefndan stofuháþrýsting (white coat hyper- tension) sem virðist vera jafn algengur meðal aldraðra og hinna sem yngri eru (10). Hér er átt við einstaklinga sem rnælast með háan þrýsting hjá lækni eða á lækningastofnun, en hafa eðli- legan blóðþrýsting við flestar aðrar aðstæður. í þessum tilvikum þarf vissulega að vera vel á verði, svo að háþrýstingur sé ekki ofgreindur. Þar sem grunur leikur á, að um stofuháþrýsting sé að ræða skal leggja áherslu á heimamælingar þar sem því verður við komið. Einnig á við í völdum tilfellum að nota sjálfvirka blóðþrýst- ingsmæla til langtímamælinga (ambulatory blood pressure monitoring) (11). Meðferð Eins og sagði í upphafi greinarinnar hafa læknar löngum farið varlega í sakir við með- ferð háþrýstings hjá öldruðum og segja má að afturhaldssemi hafi gætt varðandi meðferð. Á allra síðustu árum hafa rannsóknir hins vegar rennt styrkum stoðum undir gagnsemi með- ferðar hjá öldruðum sjúklingum. Á þetta bæði við venjulegan háþrýsting og einangraðan slag- bilsháþrýsting. Nýlega hefur verið greint frá niðurstöðum nokkurra rannsókna þessa efnis í Læknablaðinu (12). Bandarísk rannsókn, Syst- olic Hypertension in the Elderly Program (SHEP), sýndi fram á 36% minnkun á tíðni heilaáfalla og 26% minnkun á tíðni kransæða- tilfella við meðferð aldraðra einstaklinga með einangraðan slagbilsháþrýsting. Meðferð var einkum fólgin í gjöf hefðbundins þíasíðs lyfs (13). Önnur nýleg rannsókn sem vakið hefur athygli er hin svokallaða STOP Hypertension
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.