Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 541 vímuefnum. Könnunin náði til 566 nemenda sem voru 12-13 ára árið 1989 og aftur til 500 þeirra þremur árum seinna eða 1992, er þau voru 15-16 ára. Skólarnir voru þannig valdir að könnunin endurspeglaði bæði dreif- og þétt- býli. Rannsóknin leiðir í ljós að vímuefnanotkun í öllum myndum eykst fremur meðal íslenskra ungmenna og færist neðar í aldurshópinn. Meðal 15-16 ára unglinga reyktu 18,6% dag- lega, 44,4% höfðu fundið á sér fjórum sinnum eða oftar og 5% höfðu sögu um endurtekna vímuefnaneyslu (kannabis, sniff og fleira). Veruleg fylgni er milli neyslu hinna ýmsu vímuefna, sem styður þær hugmyndir að lífs- viðhorf og aðstæður sem leiða til neyslu einnar tegundar vímuefnis stuðli að neyslu annarra efna líka. Margt virðist sameiginlegt í lífsvið- horfum og fjöldskyldumynstri þeirra unglinga sem ánetjast vímuefnum. Þeir eru ekki eins tengdir fjölskyldu sinni, eru sjaldnar heima á kvöldin og eiga fá áhugamál sameiginleg með foreldrunt sínum. Foreldrarnir eru oftar frá- skildir, reykingar algengari á heimilum og al- gengara að áfengisneysla hafi valdið vandræð- um á heimilinu. Þessir unglingar eru áhrifa- gjarnari, háðari vinum sínum, hafa minna sjálfstraust og taka síður þátt í félagsstarfi og íþróttum. Námsárangur þeirra er slakari. Ekki kom fram marktækur munur á vímu- efnaneyslu þeirra 280 unglinga sem fengið höfðu LQ námsefnið miðað við samanburðar- hópinn. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að námsefni af þessu tagi hefur reynst vel í for- varnastarfi gegn vímuefnum. Hvers vegna þessi rannsókn leiðir ekki í ljós þennan árangur gæti stafað af því hversu nýtt og framandi þessi tegund af námsefni er fyrir íslenskt skólakerfi. Líka af því að námsefninu hafði ekki verið ætlaður sess meðal lögboðinna kennslugreina á þeim tíma sem könnunin fór fram og einungis notaður hluti af námsefnum. Inngangur Vímuefnanotkun og vandamál henni sam- fara eru jafngömul siðmenningunni. Sú aukna fjölbreytni vímugjafa sem varð á sjötta og sjöunda áratugnum bættist við það vandamál sem fyrir var af völdum áfengis og tóbaks. Fjöldi innlendra kannana sýna að neysla vímu- efna bæði löglegra og ólöglegra hefst oftast fyrir tvítugs aldur og að neyslan færist neðar í aldurshópunum ár frá ári (1-7). Heilsufar flestra aldurshópa hefur farið batnandi í hinum vestræna heimi undanfarna áratugi, ef undan er skilið heilsufar unglinga sem að minnsta kosti erlendis er talið fara hnignandi (8). Aukin vímuefnaneysla er talin ein orsök þessa og tengist oft slysum sem er ein aðaldánarorsök þessa aldurshóps. í raun má segja að stór hluti af starfi lækna felist í vonlít- illi baráttu við afleiðingar þess lífsstíls sem sjúklingarnir hafa tileinkað sér á unglingsárun- um. Margháttuð fræðsla og forvarnastarf hefur verið reynt víða um heim til að stemma stigu við framvindu þessa vanda, en árangur verið misjafn og mat ýmsum vandkvæðum bundið (9-16). Á íslandi hefur forvarnastarf einkennst af áróðri og fræðslu um verkun og áhrif vímu- efna. Þessi fræðsla hefur verið veitt af félaga- samtökum, skólakerfi og heilbrigðiskerfi. Lít- ið hefur farið fyrir athugunum til að meta áhrif forvarnastarfs. Árið 1990 var byrjað að nota námsefnið Að ná tökum á tilverunni, Lions-Quest (LQ) í nokkrum grunnskólum. Menntamálaráðu- neytið og Lionshreyfingin á íslandi unnu að útgáfunni, en frumútgáfan er bandarísk. Námsgagnastofnun gefur efnið út. Námsefnið er ætlað 12-14 ára nemendum og með því er kennd lífsleikni (life skills). í námsefninu er leitast við að hjálpa ungu fólki til þess að þroska með sér sjálfsaga, ábyrgðartilfinningu, góða dómgreind, öðlast aukið sjálfstraust og góða sjálfsmynd og efla tengsl við fjölskyldu, skóla og samfélagið. Með þeim hætti er reynt að hjálpa unglingunum að lifa heilbrigðu lífi án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna (17). Námsefnið hefur verið notað í sjöunda til níunda bekk (12-14 ára) og hafa kennarar sem það kenna þurft að sækja námskeið í notkun þess áður. Mikilvægt er að meta árangur forvarnastarfs og var eftirfarandi rannsókn gerð til að meta hvaða þættir hafa áhrif á vímuefnaneyslu ung- linga og þá sérstaklega hvort viðhorf og neysla unglinga, sem hafa farið í gegnum LQ, séu öðruvísi en þeirra sem ekki hafa fengið þetta fræðsluefni. Rannsóknarhópur: Rannsóknin hófst haust- ið 1989 og var miðað við að athuga sambæri- lega skóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu og í dreifbýli (tafla I). Sumir skólanna höfðu ný- lega hafið kennslu í LQ en aðrir kenndu ekki LQ námsefnið meðan könnunin fór fram (tafla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.