Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 34

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 34
544 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Table I. Sample and no. respondents, 1989 and 1992. Lions Quest material used in schools marked*. School Total no. students No. respond- ents 1989 Reg. in school, spring 1992 No. respond- ents 1992 Capital area school A* 45 43 41 38 Capital area school B* 116 108 104 93 Capital area school C 100 98 93 93 Capital area school D* 42 32 32 32 Rural area school 1* 107 93 92 86 Rural area school 2 68 67 57 51 Rural area school 3 108 95 84 77 Rural area school 4* 40 30 30 30 Total 626 566 533 500 I). í þeim skólum sem tóku þátt í rannsókninni voru alls 626 nemendur samkvæmt bekkjar- skrám haustið 1989 (tafla I). Alls voru 39 nem- endur fjarverandi þegar könnunin fór fram 1989 og 21 neitaði þátttöku eða fyllti mjög óáreiðanlega í spurningalista (töflur I og II). Haustið 1989 svöruðu því alls 566 nemendur og voru þeir markhópurinn vorið 1992. Sam- kvæmt skólagögnum árið 1992 reyndust 33 nemar vera fluttir (tafla II). Alls neituðu sjö þátttöku en 26 voru fjarverandi. Við mat á niðurstöðum var eingöngu stuðst við svör þeirra sem tóku þátt bæði 1989 og 1992. Heild- arþátttaka var því 500/626 eða 80%, en brott- fallið (78%) er aðallega vegna þeirra sem vant- aði í skóla þann dag er könnunin fór fram eða þeir voru fluttir (tafla II). Aðferð: Við gerð spurningalistans var lagður til grundvallar spurningalisti sem Landlæknis- embættið notaði 1984,1986 og 1989 (2-4). Um er að ræða fjölvalsspurningar um viðhorf til vímuefna og notkun þeirra, en einnig var spurt um lífsstíl. Alls voru 45 spurningar á listanum árið 1989 en 1992 var bætt við 14 spurningum um lífsviðhorf. Einnig var þá spurt um ein- kunnir í móðurmáli, dönsku og stærðfræði og meðaleinkunn þessara námsgreina reiknuð. Framkvœmd: Spurningalistar voru fyrst lagðir fyrir nemendur í skólatíma haustið 1989, þegar flestir nemanna voru 12-13 ára og svo að nýju fyrir sömu nemendur í mars 1992 er þeir voru 15—16 ára. Gætt var fyllstu nafnleyndar við könnunina og nafnaskrá eytt, þegar spurn- ingalistar frá 1989 og 1992 höfðu fengið sama númer. Við tölfræðilegan samanburð var beitt kí-kvaðrat prófi, nema við samanburð á meðaleinkunnum og líkamsþyngd, þá var not- að t-próf stúdents. Munur er talinn tölfræði- lega marktækur við p<0,05. Niðurstöður í rannsóknarhópnum voru 266 piltar og 234 stúlkur. Flest (372) voru fædd árið 1976, 125 árið 1977, tvö árið 1975 og einn árið 1978. Rétt rúmur helmingur þeirra hafði fengið einhverja LQ kennslu (tafla I). Félagslegt umhverfi: Tæplega 90% barnanna voru alin upp hjá báðum foreldrum árið 1989 en 1992 hafði þeim fjölgað er aldir voru upp hjá foreldri og stjúpforeldri (tafla III). Tómstund- um með foreldrum (aðrar en horft á sjónvarp) fækkaði verulega milli áranna 1989 og 1992 (tafla III) og hefur til dæmis vikulegum tóm- stundum eða oftar næstum fækkað um helm- ing. Kvöldum heima fækkar einnig verulega. Ofangreindar félagsaðstæður eru mjög svipað- ar hjá piltum og stúlkum. Þátttaka í félögum (íþróttir, skátar) er svipuð 1989 hjá piltum og stúlkum, en er hlutfallslega minni meðal stúlkna árið 1992. Aftur á móti er þátttaka í félagi á síðastliðnum mánuði mun meiri hjá þeim sem á annað borð eru í félagi árið 1992 en 1989. Reykingar foreldra minnka á tímabilinu en aukast hjá systkinum. Erfiðleikar vegna áfengisneyslu virðast vera svipaðir 1989 og 1992 en heima„partíum" þar sem áfengi er leyft hef- ur fjölgað og virðast tæplega 10% allra 15-16 ára unglinga fá að halda „partí" heima þar sem áfengi er leyft. Table II. Reasons for deletions. Research group spring 1989 Target group 1992 Deletions 1992 Not in school Not usable or 39 26 wouldn’t reply Moved 21 33 7 Total 60 33 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.