Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1994, Page 45

Læknablaðið - 15.12.1994, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 553 Ágrip erinda frá Skurðlæknaþingi Skurðlæknafélags íslands 15. og 16. apríl 1994 1. Meðferð á Apert’s syndactyly með silicone „borða44 Guðmundur Már Stefánsson Sjúklingar, sem fæddir eru með Apert's syndrome (acrocraniosyndactyly), hafa venjulega alvarlegt form af syndactyly á höndum, með útbreiddum beinsamvexti aðlægra fingra, auk mjög rýrrar húð- þekju oft á tíðum. Því geta hefðbundnar skurðaðgerðir til að losa samvaxna fingur oft leitt til vandamála í þessum sjúklingahópi þar sem nægilegir staðbundnir mjúk- vefir eru ekki fyrir hendi til þess að þekja ber fingur- bein og liðamót og verður því að treysta á húð- transplantöt, venjulega fullþykktar, til að hylja ber- skjaldaðar æðar, taugar, bein og Iiðamót. Oft er um að ræða að húð-transplantöt „taka“ illa á ber bein og Iiðamót svo að sárgróning getur tekið langan tíma. Lýst er sjúkdómstilfelli af Apert’s syndrome þar sem nýstárlegri skurðaðferð var beitt til aðskilnaðar á alvarlegu formi af syndactyly. Komið var fyrir silicone „borða“ milli aðskildra fingurbeina og liða- móta en einungis takmarkaður aðskilnaður mjúk- parta var framkvæmdur. Silicone „borðinn" orsak- aði myndun bandvefshimnu yfir hinum aðskildu beinum og liðamótum og í annarri aðgerð nokkrum vikum seinna var síðan framkvæmdur fullkominn aðskilnaður fingranna og fullhúðar-transplantat saumað yfir bandvefshimnuna sem huldi sáryfirborð hinna aðlægu aðskildu fingra. Sárgróning var hröð með fullkominni „töku“ á húð-transplantatinu. 2. Syn- og polydactylia — Svæsin fjölskyldusaga Ólafur Einarsson, Knútur Björnsson Lýtalækninga- deild Landspítalans Syn- og polydactyliur eru langalgengustu fæðinga- gallar sem fyrir koma á höndum. Eitt barn af hverj- um 1-3000 fæddum er með samvaxna fingur eða tær. Algengast er að samvöxtur sé milli annars og þriðja fingurs handar, en að öðru Ieyti getur þetta verið með margvíslegum hætti. Kynjahlutfallið er tæplega tvö sveinbörn fyrir hvert meybarn. Tæplega 40% tilvikana eru bilateral og gjarnan þá symmetrisk. Ekki er vitað hvað veldur vanskapnaðinum og en erfðir eru taldar eiga hlut að máli a.m.k. í verulegum hluta tilvikana. Lýst er fjölskyldu, móður með þrjú börn með tveimur óskyldum feðrum. Móðirin er fædd með mikla samvexti og aukafingur á höndum og fótum. Elsta dóttir hennar, sem hún á með fyrri manni sínum, er sömuleiðis fædd með allverulegar synda- ctyliur, bæði á höndum og fótum, og aukafingur en þó ekki í jafn miklu mæli og móðirin. Síðari börnin tvö, sem hún á með seinni manni sínum, drengur og stúlka, fæddust einnig með poly- og syndactyliur, bæði á höndum og fótum. Ekki er vitað um syn- eða polydactyliu í ættum móðurinnar, hvorki í karl- né kvenlegg, né heldur í ættum feðranna tveggja. Til- vikunum er Iýst hverju fyrir sig, meðferð þeirra og árangri. 3. Bruni og brunavaldar á íslandi 1988-92 - Faraldsfræðileg rannsókn Steinar Guðmundsson, Ólafur Einarsson Lýtalækningadeild Landspítalans A síðustu áratugum hefur mikið verið skrifað og rannsakað um meðferð bruna. Andstætt því hefur faraldsfræði bruna ekki verið rannsökuð að sama marki. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða far- aldsfræði bruna á Islandi og að meta mikilvægi þessa vandamáls hér á landi. Alls lögðust 140 sjúklingar inn vegna bruna á tíma- bilinu. Ekki fundust upplýsingar um átta og voru því 132 sjúklingar í rannsókninni. Kynhlutfall var karl- ;kona 3:1. Nýgengi innlagna vegna bruna var 11/ 1000.000/ári. Meðalaldur var 38,8 ár og legudagar 17,7 að meðaltali. Oftast var um slys að ræða en einnig voru fjórir sjálfsáverkar og tveir brunar urðu af annarra völdum. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu urðu 63% bruna, 34% úti á landi eða á hafi (2). Tveir urðu erlendis en um tvo er ekki vitað, 37% urðu á vinnustað, 33% inni á heimilum en 16% af þeim inni á stofnun. I sumarleyfi eða tómstundum urðu 25% og 5% ann- ars staðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.