Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1994, Page 46

Læknablaðið - 15.12.1994, Page 46
554 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Brunavaldur var í 30% tilfella heitt vatn en í 28% eldur, 8,3% var vegna gassprengingar, 7,5% brenndust snertibruna, 6,8% urðu fyrir bráðnum málmi. I sex tilvikum varð bruni vegna bráðinnar feiti en átta af völdum annars konar vökva. Fimm urðu af völdum rafmagns, tveir vegna ertandi efna, þrír urðu í bensínsprengingu og ein stúlka brann í sólarlampa. Þar sem vitað var um aðdraganda var eldsvoði (n=21) algengastur. I öðrum tilvikum var um elda- mennsku (n=15) að ræða, að heitum vökva væri hellt (n=13) eða að baðvatn væri of heitt (n=8). Þrettán brunar urðu vegna slysa við hveri og voru 10 af þeim erlendir ferðamenn. Auk þess áttu sígarett- ur (n=7), flugeldar (n=3), geðveiki (n=4) og greindarskerðing (n=2) hlut að máli í nokrum tilfell- um. Þrettán erlendir ferðamenn voru innlagðir. Brenndust 10 á hveravatni eða 25% þeirra sem brenndust á heitu vatni. Þrír þeirra fengu meðferð erlendis og lágu einungis inni í fáeina daga. Stærð brunasvæðisins náði venjulega yfir 5% af líkamsyfirborði (62%). í 19% tilfella var bruninn á milli 5 og 15%, og hjá 18% náði bruninn yfir meira en 15% líkamsyfirborðs. Einungis þrjú tilfelli af 1. stigs bruna voru lögð inn en yfirleitt var um að ræða 2. eða 3. stigs bruna. Tuttugu og sex (19,7%) fóru á gjörgæslu og var meðaldvöl þar sex dagar. Þrír dóu inni á sjúkrahúsi. Hjá 64 (48,5%) sjúklingum þurfti að flytja húð á brunasvæðin og 9% þurftu endurhæfingar við eftir útskrift. Alvarlegir brunaáverkar eru algengir á Islandi. Hlutfall heitavatnsbruna er hærra hér en í nágranna- löndunum. Mögulegt ætti að vera að draga úr tíðni bruna hér á landi með aukinni útbreiðslu heitavatns- lása eða jafnvel lögleiðingu þeirra. Auk þess mætti auka brunavarnir á vinnustöðum og við ferða- mannastaði. 4. Ágrip af sögu lýtalækninga Árni Björnsson í erindinu er reynt að gera grein fyrir sögu lýta- lækninga, aðallega eftir fyrri heimsstyrjöld. Aðal- áhersla er lögð á Norðurlönd og sér í lagi ísland. Sagt er frá því að skurðaðgerðir, sem teljast til lýtaaðgerða, hafa verið gerðar á öllum Norðurlönd- um, þar á meðal íslandi, löngu áður en lýtalækning- ar urðu að sjálfstæðri sérgrein. Sagt er frá nokkrum brautryðjendum, frá stofnun samtaka lýtalækna á Norðurlöndum, „Nordisk Plastikkirurgisk Fören- ing“ og lýtalæknaþingum á íslandi. Loks eru hugleiðingar um stöðu lýtalækninga inn- an læknisfræðinnar nú og þróun í framtíðinni. 5. Sortuæxli í húð á íslandi 1984-1993 — Aftursýn faraldsfræðileg rannsókn Ragnhildur Steinbach, Ólafur Einarsson Tíðni sortuæxla hefur farið vaxandi um allan hinn vestræna heima síðastliðna áratugi. Oft er um ungt fólk að ræða og er þetta það húðæxli sem hefur verstar batahorfur. Mikið hefur verið rætt og skrifað um hvað veldur hinni aukinni tíðni og mjög margt sem bendir til áhrifa sólarljóss. Til er íslensk rann- sókn yfir húðkrabbamein á árabilinu 1955 til 1984 þar sem m.a. tíðni, úbreiðsla og Clark flokkun sortuæxla var rannsökuð og kom þegar fram þar vaxandi tíðni yfir þetta 30 ára tímabil. Tilgangur þessarar rannsóknar er að fara yfir næsta 10 ára tímabil á eftir og farið hefur verið yfir tímabilið 1984 og út árið 1993 og fengnar upplýsingar meðal annars úr Krabbameinsskránni. Tilgangurinn er að kanna tíðnina og hvort hún heldur áfram að vaxa og kynd- reifingu, sem og horfur sjúklinganna. Hafist er handa við að bera saman niðurstöður þessara tveggja rannsókna. Á þessu 10 ára tímabili. það er 1984 til 1993, greinast alls um 144 sjúklingar með sortuæxli í húð. Ef þetta er borið saman við tölurnar úr fyrri rannsókninni voru 181 sjúklingur greindur með sortuæxli í húð á 30 ára tímabili, árin 1975 til 1984 voru 121 sjúklingur greindur með sortu- æxli í húð þannig að tíðnin virðist halda áfram að vaxa. Þessir 144 sjúklingar skiptust þannig að 100 þeirra eru konur og 44 karlar. Ef þetta er borið saman við 10 ára tímabilið á undan hvað varðar kynskiptingu virðast mun fleiri konur greinast með þetta hlutfallslega nú en karlar þar sem kynskipting- in áður var að konur voru rúmlega tvöfalt fleiri en karlar. Elsti sjúklingurinn í þessum hópi er 93 ára, sá yngsti 13 ára og auk þess er einn 17 ára gamall. Nýgengið sveiflast nokkuð milli ára. Árið 1985 greindust ekki nema sjö sjúklingar með sortuæxli í húð en 1990 greindist 21 sjúklingur og sömuleiðis 1993 greindist 21 sjúklingur. Ef þessu 10 ára tímabili er skipt upp í tvö fimm ára tímabil greindust 60 sjúklingar með sortuæxli í húð á árunum 1984 til 1988 en 84 sjúklingar á árunum 1989 til 1993. Hvað varðar meðalaldur, þá er meðalaldur kvennanna 58 ár á árunum 1984 til 1993 en meðalaldur karla var 55 ár á sama tímabili. Er það svipað og á fyrra tímabili. Nýgengi sortuæxlis í húð virðist því áfram fara vax- andi. 6. Skurðsmásjár og smásjáraðgerðir Kristinn R.G. Guðmundsson Heila- og taugaskurðlœkningadeild Borgarspítala Skurðsmásjár hafa verið notaðar hér á landi með glæsilegum árangri til fjölda ára þótt það hafi ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.