Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 49

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 557 gigt hjá 10 sjúklingum, afleiðing brots hjá fjórum, iktsýki hjá einum og endurtekin gerviliðaaðgerð hjá fjórum. Halli á skál var á AP röntgenmyndum að meðaltali 44 (30-60); og skálin var framsnúin (ant- eversion) að meðaltali 4 (20 aftursnúin, 10 fram- snúin). Engir snemmkomnir fylgikvillar voru skráð- ir eftir aðgerð hjá 19 sjúklingum. Einn sjúklingur fékk djúpa sýkingu tveimur mánuðum eftir skálar- aukaaðgerð. Settur var nýr gerviliður hjá honum með góðum árangri. Hjá 10 sjúklingum var árangur skálaraukaaðgerðar góður og varð ekki vart við frekari liðhlaup. Meðaleftirlitstími var 5,4 ár (1-9 ár). Hjá átta sjúklingum brotnuðu skrúfurnar sem festu skálaraukann og sjö þeirra fóru aftur úr liði. Hjá samtals níu héldu liðhlaup áfram eftir skálara- ukaaðgerð. A fjórum þeirra var gerð endurtekin gerviliðaaðgerð með góðum árangri. Nýjan skálara- uka fengu þrír, með góðum árangri hjá tveimur, en einn fór aftur úr liði en hefur haldist í liðnum undan- farin tvö ár. Tveir þeirra sem fóru úr lið eftir skálara- ukaaðgerð hafa ekki farið í frekari aðgerðir vegna lélegs almenns heilsufars. Ályktun: Skálaraukaaðgerð var gerð með góðum árangri hjá helmingi sjúklinga, sem er ófullnægjandi. Endurtekin liðskipti að hluta eða alveg vegna lið- hlaups eftir mjaðmargerviliðaaðgerð er ennþá besta lausnin á þessu vandamáli. 13. Yfirlit yfír gerviliðaaðgerðir á mjöðm á Borgarspítala 1972-1992 Brynjólfur Jónsson, Brynjólfur Mogensen, Ingi- björg Richter*, Yngvi Ólafsson, Pórgunnur Ársæls- dóttir, Þorvaldur Ingvarsson Bæklunarlækninga- og tölvudeild* Borgarspítalans Inngangur: Gerviliðaaðgerðir á mjöðm eða hné eru talin bæta lífsgæði sjúklinga (quality of adjusted life years) einna mest af öllum læknisfræðilegum aðgerðum. Aðgerðirnar eru taldar þjóðfélagslega hagkvæmar. Við kynnum árangur gerviliðaaðgerða á mjöðm á bæklunarlækningadeild Borgarspítalans. Efniviður: Gerð var tölvuleit sjúklinga í gagna- banka bæklunarlækningadeildar Borgarspítalans sem höfðu farið í mjaðmargerviliðaaðgerð. Niðurstöður: Frá árinu 1975 til 1992 voru gerðar 672 gerviliðaaðgerðir. Fyrstu liðskipti voru samtals 577 en endurtekin liðskipti að hluta eða alveg voru alls 95. Af þeim sem fóru í fyrstu liðskipti voru 56,3% konur og 43,7% karlar. Meðalaldur kvenna sem fóru í fyrstu liðskipti var 65,1 ár (23-92) og karla 67,3 ár (15-91). Meðallegutími þeirra sem fóru í fyrstu liðskipti var 13,8 dagar. Af 577 fyrstu liðskipt- um voru 507 gerðar frá árinu 1983. Á tímabilinu hafa endurtekin liðskipti verið samtals 47 (20 karlar, 27 konur), þar af hafa fjórir farið í þriðju liðskiptin. Að auki hefur liðskál verið skipt út 20 sinnum og lær- leggshluta 28 sinnum. Af 577 eigin liðum á Borgar- spítala hefur þurft að endurtaka liðskipti alveg 17 sinnum, eða í 2,9% tilvika, skipta út liðskál 16 sinn- um, eða í 2,8% tilvika, og skipta út lærleggshluta 20 sinnum, eða í 3,4% tilvika. Alls þurfti að endurtaka liðskipti að hluta eða alveg af þeim liðum sem í voru settir á Borgarspítala á tímabilinu í 9,1% tilvika. Almennar aukaverkanir virtust fáar en algengasta staðlæga aukaverkunin var los á gervilið að hluta eða alveg. Ályktun: Gerviliðaaðgerðir á mjöðm á Borgar- spítala virðast hafa gengið ágætlega og árangur svip- aður og annars staðar. Á tímabilinu hefur þurft að endurtaka eigin ísetningar í 9,1% tilvika en algeng- asta staðlæga aukaverkunin var los á gervilið að hluta eða alveg. 14. Kynning á stöðluðum liðspeglunar- aðgerðarlýsingum á hnjám Vigdís Þórisdóttir, Brynjólfur Jónsson, Brynjólfur Mogensen, Ingibjörg Richter*, Stefán Carlsson Bæklunarlækninga- og tölvudeild* Borgarspítalans Inngangur: Örar framfarir í greiningu og meðferð með liðspegli og liðspeglunaráhöldum hafa átt sér stað á síðustu árum. Hérlendis er liðspeglunartækn- inni fyrst og fremst beitt til að greina og lækna áverka og sjúkdóma í hnjáliði. Á Borgarspítala eru gerðar árlega um 350 liðspeglanir á hnjám. Hingað til hefur hver og einn bæklunarlæknir gert hefð- bundna aðgerðarlýsingu. Við kynnum árangur af notkun staðlaðra áverka-, sjúkdóms- og aðgerðar- lýsinga fyrir liðspeglun á hné. Efniviður: Pann 1. janúar 1994 var tekin í notkun tölvuskráning á eyðublaði með nákvæmri áverka-, sjúkdóms- og aðgerðarlýsingu. Gerð var tölvuleit á þeim eyðublöðum sem búið var að tölvufæra. Niðurstöður: Gerðar hafa verið 65 hnéliðspeglan- ir á 63 einstaklingum. Karlar voru 35 en konur 28. Þrjátíu og tvær speglanir voru gerðar hægra megin en 33 vinstra megin. Fyrir aðgerð var grunur um 33 innri liðþófarifur og sex ytri rifur. Tíu voru taldir hafa slitbreytingar og fjórir fremra krossbandsslit. Aðrar greiningar fyrir aðgerð voru sjaldgæfari. Eftir aðgerð reyndust 26 hafa innri liðþófarifur og átta ytri. Átján voru með slitbreytingar, 11 með liðþels- bólgu og fimm fremra krossbandsslit. Aðrir sjúk- dómar eða áverkar komu mun sjaldnar fyrir. Flestar speglanir, eða 35, voru gerðar á 21-40 mínútum, 18 voru gerðar á innan við 20 mínútum, sex á 41-60 mínútum og í sex tilvikum tók aðgerðin meira en 60 mínútur. Níu aðgerðarlýsingar voru skrifaðar til við- bótar við stöðluðu skráninguna. Eftir aðgerð fóru 50 einstaklingar heim samdægurs en 11 heim daginn eftir. Aukaverkanir voru engar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.