Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 58
566 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 prósent sjúklinga. Vefjaauki fannst hjá 11,6% sjúkl- inga. Enginn sjúklinganna greindist með aden- ocarcinoma. Markmið skurðaðgerðar náðist hjá 97,7% sjúkl- inga. Enduraðgerðar var þörf hjá einum sjúklingi. Tveir sjúklingar fengu varanlega lækkun á sermis- kalki sem krefst lyfjameðferðar, þar af annar eftir enduraðgerð. Sermiskalk lækkaði hjá öllum sjúkl- ingum eftir aðgerð. Tímabilsbundinnar lyfjameðferðar var þörf vegna of lágs sermiskalks hjá 31 sjúklingi. Einn sjúklingur fékk varanlega raddbandalömun. Aðgerðatengdur dauði var enginn. Tveir sjúklinga eru með hækkun á PTH níu árum eftir aðgerð, þar af er annar með varanlega meðferðarkrefjandi lækkun á sermiskalki. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að árangur skurðaðgerða vegna ofstarfsemi í kalkkirtlum á Landakotsspítala á tímabilinu 1973-1994 er sambæri- legur við árangur þann sem næst á sérhæfðum innkir- tlaskurðdeildum erlendis. 33. Dánartíðni við eða eftir skurðaðgerðir á ósæð — 1989-1992 Páll Gíslason Stærri slagæðaaðgerðir eru gerðar á fjórum sjúkra- húsum landsins. Nú er verið að meta árangur að- gerða á ósæðahnútum á aorta abdominalis (AAA) á Norðurlöndum og höfum við safnað þessum upplýs- ingum sambærilegum hér á landi á fjögurra ára tíma- bili 1988 til 1992. Alls voru gerðar hér á landi 68 aðgerðir vegna AAA eða 17 á ári og var skiptingin 41 karl og 27 konur. Skipting á spítala var þannig: Landspítalinn: 25, þar af electivar 20 að- gerðir Borgarspítalinn: 19, þar af electivtarl3 að- gerðir Landakotsspítalinn: 23 electivar aðgerðir FSA: 1 electiv aðgerð. Electivar aðgerðir voru því alls 57 og reyndist 30 daga dánartíðni vera tveir sjúklingar eða 3,5% sem stenst vel á við það sem best gerist erlendis. Bráðar aðgerðir vegna sprungu eða blæðingar á AAA voru gerðar 11 sinnum á Landspítalanum og Borgarspítal- anum eða tæplega þrjár á ári. Af þeim dóu sex sjúkl- ingar eða 54,5%. Þetta er líka svipað og erlendis. Þessar tölur benda ennþá á mikilvægi þess að gera aðgerðir í tíma áður en til sprungu kemur. Þessi dánartíðni er vfðast sú sama og hefur ekki breyst. Fyrir utan þessa háu dánartíðni er vafalítið margir sem deyja áður en til aðgerðar kemur. Á Landspítal- anum dóu þrír sjúklingar stuttu eftir innlögn án að- gerða. Skipulögð leit í áhættuflokki myndi einnig lækka þessa dánartíðni. 34. Myndun staklinga við blóðflæðisskort — Rannsókn byggð á tilraunum á kanínunýrum Guðjón Haraldsson Þvagfæraskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Gauta- borg, þvagfæraskurðdeild Landspítalans Á tveim síðastliðnum áratugum hafa rannsóknir sýnt að myndun staklinga (radicals) er veigamikill þáttur í ýmsum sjúklegum breytingum og listinn yfir þá sjúkdóma þar sem staklingar myndast og haf áhrif er stöðugt að lengjast. Myndun staklinga er einnig vandamál í varðveislu nýrnastarfsemi blæði við stærri nýrnaaðgerðir svo og við nýrnaflutninga. Eldri rannsóknir hafa byggst á óbeinum aðferðum til mats á myndun staklinga og á þeim vefjaskemmdum sem þeir valda. Með tilkomu spunahermu mælinga (ESR) og notkunar spunahremmu (spin trapping) hefur komið fram aðferð sem gerir beinar mælingar mögulegar í starfandi líffærum. Markmið rannsóknarinnar: Að kanna myndun staklinga með spunahermu mælingum í nýrum, sem hafa verið útsett fyrir 60 mínútna skert blóðflæði. Kanna áhrif lyfjagjafar á myndun staklinga. Kanna áhrif staklings hemjandi lyfja á nýrnastarfsemi við 60 mínútna skerðingu blóðflæðis til nýrna. Rannsóknaraðferð: Hvítar kanínur af gerðinni New Zealand voru notaðar sem tilraunadýr. í þeim rannsóknum þar sem myndun staklinga var rannsök- uð var framkvæmd allumfangsmikil aðgerð á til- raunadýrinu og voru bæði aorta og vena cava frílagð- ar frá stað strax ofan við a. renalis og niður að a.a iliaca. Hægra nýra var einnig fjarlægt. Grönn plasts- langa var síðan lögð inn í aorta og endi hennar stað- settur við a. renalis sin. Þessi slanga var notuð til gjafar á spunahremmi þeim (OXANOH), sem not- aður var við mælingarnar. Er OXANOH kemst í tæri við staklinga oxiderast það í stöðugt form OXANO-. Blóðflæði í vinstri nýrnaslagæðinni var mælt með ómflæðismæli. Blóðprufur voru dregnar úr nýrna- bláæð til mælingar á magni OXANO- og voru þær mælingar framkvæmdar með spunahermi mælingu (ESR). Myndun staklinga var mæld bæði fyrir og eftir 60 mínútna blóðflæðisskerðingu til nýrans án nokkurrar meðferðar og einnig eftir formeðferð með oxypurinol, IC-SOD, EC-SOD, heparin, mannitol og desferrioxamine. Áhrif formeðferðar á varð- veislu nýrnastarsemi með framangreindum efnum var einnig könnuð. í þessum tilraunum var fyrst hægra nýra tilraunadýrs fjarlægt og vinstra nýrað síðan útsett fyrir 60 mínútna blóðflæðisskerðingu annaðhvort með eða án lyfjaformeðferðar. Tveim dögum síðar voru mælingar framkvæmdar á starf- semi glomeruli og tubuli nýrans. Niðurstöður: Blóðflæðismælingar sýndu að eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.