Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 59

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 567 60 mínútna skerðingu blóðflæðis til nýrna náði blóð- flæði mjög fljótt fyrri gildum er klemmu var sleppt af nýrnaslagæð. Um það bil 100% hlutfallsleg aukning varð á myndun staklinga i þeim tilraunadýrahópi sem ekki hlaut neina formeðferð og var þessi aukn- ing sýnileg í að minnsta kosti eina klukkustund eftir að blóðflæði var hleypt á að nýju. f öllum hópum tilraunadýra, nema þeim sem fengu formeðferð með mannitol var hægt að sýna fram á marktæka minnk- un i myndun staklinga borið saman við samanburð- arhóp, sem ekki hafði fengið neina formeðferð. Rannsóknir á nýrnastarsfemi sýndu fram á mark- tæka minnkun á nýrnastarfsemi eftir 60 mínútna skerðingu blóðflæðis. Formeðferð með desferr- ioxamine var virkari en meðferð með mannitoli í varðveislu glomerular starfsemi við blóðflæðisskerð- ingu. Samtíma gjöf mannitol og oxypurinol eða mannitol IC-SOD og catalase var ekki áhrifameiri í varðveislu glomerular starsfsemi en formeðferð með mannitoli einu. Varðandi varðveislu tubular starfseminnar kom í ljós að sameiginleg meðferð með mannitol, EC- SOD og catalase eða mannitol og oxypurinol gaf vissa kosti umfram meðferð með mannitol einungis. Niðurstaða: Mælingaraðferð þeirri sem lýst hefur verið er hægt að beita við mælingar á myndun stakl- inga í nýrum lifandi tilraunadýra. Formeðferð sem beinist gegn myndun staklinga með gjöf á oxypurin- ol, IC-SOD, EC-SOD, heparini eða desferrioxami- ne minnkar marktækt myndun staklinga. Nokkur framangreindra efna sem áhrif hafa á myndun stakl- inga, hafa einnig áhrif á varðveislu nýrnastarfsemi eftir skerðingu og endurkomu blóðflæðis til nýrna. 35. Choledochal cystur Kristján Valdimarsson, Guðmundur Bjarnason, Jónas Magnússon Choledochal cystur eru hvers konar útvíkkanir á extrahepatískum gallgöngum. í þriðjungi tilfella er jafnframt útvíkkun á intrahepatískum gallgöngum. Þetta er mjög sjaldgæft fyrirbæri og er talið að í langflestum tilfellum sé um meðfæddan galla að ræða. Helstu einkenni sem sjúklingar fá eru kvið- verkir, fyrirferð og gula. í um helmingi tilfella grein- ast sjúklingar fyrir 10 ára aldur. í ljós hefur komið á síðustu árum að hætta á krabbameini í exrahepatísk- um gallgöngum er verulega aukin ef choledochal cystur eru ekki fjarlægðar ásamt gallblöðru. Tilgang- ur þessarar kynningar er að gera grein fyrir reynslu okkar af choledochal cystum og endurskoða greinar um þetta efni. Sjúkraskrár á Landspítalanum voru athugaðar frá árinu 1970-93 og greindust þrír einstaklingar, allir kvenkyns, með choledochal cystur. AUir sjúkling- arnir greindust á barnsaldri (tveggja til 10 ára) og voru fæddir árin ’65, ’71, '79. Sjúkdómseinkenni voru svipuð eða: Fyrirferð í kviði, gula, niðurgang- ur, kviðverkir, uppköst og hiti. Sjúklingarnirgreind- ust með ómskoðun eða með intravenous biligrafiu. í öllum tilvikum var upphafsmeðferð að drainera cyst- urnar annað hvort með choledochocysto-duodeno/ jejunostomiu eða cholecysto-jejunostomiu. Sjúk- dómsgangur eftir það var mismunandi. Sjúklingur fæddur ’65 var með viðvarandi kviðverki og rúmlega 20 árum eftir aðgerð fór að bera á ógleði ásamt hitatoppum. Um haustið ’93 var síðan gerð hepatico- jejunostomia og hefur sjúklingur verið einkennalaus síðan. Sjúklingur fæddur 71 hefur haft kviðverki af og til eftir aðgerð og þurfti síðast sjúkrahúslegu vegna þess fyrir um það bil 10 árum. Sjúklingur fædd- ur 79 hefur fengið endurtekin kviðverkjaköst og lagst margoft inn á spítala vegna pancreatitis, chol- angitis og choledocholithiasis. Greinar um choledochal cystur benda til þess að hepatico-jejunostomiu sé sú meðferð sem gefur best- an árangur. Ef cystan ásamt gallblöðru er ekki fjar- lægð má gera ráð fyrir enduraðgerðartíðni í kringum 50% í stað 10%. Tíðni fylgikvilla eykst stórlega sé cystan ekki fjarlægð. Þeir helstu eru cholangitis, pancreatitis, þrengsli í tengingum, steinamyndanir í gallkerfi og stóraukin hætta á krabbameini. Hættan á krabbameini í extrahepatískum gallgöngum eykst með hækkandi aldri og er talað um að það séu allt að 50% líkur á því að sjúklingur fái krabbamein ein- hvern tímann á ævinni ef choledochocystan er ekki fjarlægð. Ef einstaklingur greinist með choledochal cystu virðist besta meðferðin vera sú að gera hepatico- jejunostomiu. Með þeirri aðgerð dregur verulega úr fylgikvillum, reoperationum og hættu á krabbameini í gallkerfi. 36. Saumatækni og örkviðslit — Gamlir hundar geta setið Þorvaldur Jónsson, Leif Israelsson Skurðlækningadeildir Borgarspítalans og Sundsvalls sjukhus, Svíþjóð Gérð var framskyggn rannsókn á gróningu mið- línu magálsskurða sem saumaðir voru með samfellu- saumi. Ahrif saumatækni, mæld sem hlutfallið saum- lengd:sárlengd, voru sérstaklega athuguð. Rann- sóknin stóð í 40 mánuði og var gripið inn í hana eftir 20 mánuði. Niðurstöður voru þá kynntar skurðlækn- um, og þeir hvattir til þess að hafa saurmsár hlutfallið að minnsta kosti 4. Alls voru 865 sjúklingar teknir í rannsóknina, 454 fyrir og 411 eftir inngrip. Sárrof varð hjá fimm sjúklingum (0,6%) og sársýking hjá 9,2%. Þessi tíðni var svipuð fyrir og eftir inngrip. Mengunarstig aðgerðar og fyrri miðlínuaðgerð sýndu marktæka fylgni við sýkingu. Saum:sár hlut- fallið hækkaði úr3,6fyrir í4,9eftir inngrip (p<0,01), enda minnkaði fjarlægð milli sauma úr 1,2 cm í 0,9 cm (p<0,01). Allar aðrar sjúklinga- og aðgerðar- breytur voru sambærilegar fyrir og eftir inngrip.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.