Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 60
568
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
Tíðni örkviðslits einu ári eftir aðgerð lækkaði úr
18,7% fyrir í 10,9% eftir inngrip (p<0,01). Saum:sár
hlutfall undir 4, aldur yfir 60 ár, og sársýking sýndu
marktæka og sjálfstæða fylgni við örkviðslit. Ályktað
er að saumatækni geti haft veruleg áhrif á tíðni örkv-
iðslits í miðlínuskurðum saumuðum með samfellu-
saumi, og að einfaldar breytingar í tækni geta skilað
árangri í betri gróningu.
37. Enduraðgerðir á
bringubeinslosi og
miðmætissýkingum eftir 1170
aðgerðir á hjarta- og
lungnaskurðdeild
Landspítalans
Kristinn B. Jóhannsson, Hörður Alfreðsson, Þórar-
inn Arnórsson, Bjarni Torfason, Grétar Olafsson,
Jónas Magnússon
Á tímabilinu frá 14. júní 1986 til 15 mars 1994 voru
framkvæmdar 1170 aðgerðir á Landspítalanum þar
sem hjarta- og lungnavél var notuð: 998 kransæðaað-
gerðir, 11 kransæðaaðgerðir og brottnám á gúl á
vinstri slegli, 97 lokuaðgerðir og aðrar aðgerðir 75.
Góður mælikvarði á gæði skurðaðgerða er lág tíðni
enduraðgerða. Tilgangur þessarar rannsóknar var
að athuga tíðni enduraðgerða eftir hjartaaðgerðir
vegna loss eða sýkingar. Enduraðgerðir þurfti að
gera á 29 sjúklingum, meðalaldur 67,7 ár, aldursbil
51-77. Reynt var að kanna áhættuþætti og þurftu 13
sjúklingar með langvinna lungnateppu og lélegt
bringubein í enduraðgerð. Einnig var reynt að kanna
aukakvilla eftir aðgerðir. Fimmtán sjúklingar fengu
hjartaáfall í aðgerð, lungnabólgu eða þurfti í endur-
aðgerð strax á fyrsta sólarhringi vegna blæðinga.
Meðaldvöl á spítala eftir þessar aðgerðir var 27,7
dagar. Þessir sjúklingar voru meðhöndlaðir á venju-
legan hátt, bringubeinið var fest með stálvírum, ker-
ar settir undir bringubein og sjúklingarnir hafðir á
fúkkalyfjum eftir ræktun í mismunandi langan tíma.
Sár allra þessara sjúklinga greru á mismunandi löng-
um tfma. Ekki var þörf á að beita flipaflutningi og
brottnámi á bringubeini. Tíðni slíkra sýkinga í dag er
0,37% upp í 8,4%. Tíðni í okkar hópi er 2,5% sem er
lág.
38. Transsphenoidal aðgerðir
á Borgarspítalanum 1987-
1994
Þórir Ragnarsson*, Ólafur F. Bjarnason**
* Heila- og taugaskurðdeild Borgarspítalans,
**háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans
Frá því fyrsta transsphenoidal aðgerðin var fram-
kvæmd á Borgarspítalanum í september 1987 hafa
höfundar gert alls 26 slíkar aðgerðir á 22 sjúklingum.
Seytján sjúklingar höfðu heiladingulsæxli en fimm
önnur æxli eða mein. Hjá 12 leiddu hormonal ein-
kenni til greiningar, sjö höfðu æxliseinkenni en þrír
bæði hormonal og æxliseinkenni. I erindinu verður
gerð grein fyrir þessum sjúklingum, aðgerðunum,
árangri þeirra og fylgikvillum og reynt að draga
ályktanir af fenginni reynslu.
39. Ómskoðanir við heila- og
mænuaðgerðir — Níu fyrstu
tilfellin á Borgarspítala
Pálmar Hallgrímsson, Ásbjörn Jónsson, Bjarni
Hannesson
Röntgendeild, heila- og taugaskurðdeild Borgar-
spítalans
Sagt er frá árangri af níu fyrstu ómrannsóknum við
heila- og mænuaðgerðir sem gerðar voru á Borgar-
spítala. Ómrannsókn er einföld og fljótleg aðferð við
að staðsetja æxli og ýmsar aðrar sjúklegar breytingar
í heila og mænu á meðan aðgerð stendur og reynist
hjálpleg við sýnistöku. Skemmd á heilavef við leit að
litlum æxlum sem liggja undir yfirborði heilans er
þannig haldið í lágmarki. Ómun getur í sumum til-
fellum staðfest brottnám á sjúklegum breytingum.
Sagt er frá tveim sjúkratilfellum.
40. Duplex-ómskoðanir af
slagæðum á hálsi —
Niðurstöður úr fyrstu 105
rannsóknum með
samanburði við
æðamyndatöku
Pálmar Hallgrímsson, Einfríður Árnadóttir, Jón
Guðmundsson
Röntgendeild Borgarspítalans
Kannaðar voru niðurstöður úr duplex-ómskoðun-
um af slagæðum á hálsi hjá fyrstu 100 sjúklingunum
sem gengust undir þessa rannsókn á röntgendeild
Borgarspítalans. Tilgangur var að skoða niðurstöður
þessara rannsókna og bera þær saman við æða-
myndatökur sem gerðar voru hjá 13 af þessum sjúkl-
ingum. Næmi (sensitivitet) ómskoðunar með tillititil
hemodynamísk significant þrengingar í innri hálss-
lagæð (A.Carotis Interna) er 90%, sértæki (specif-
icitet) er 100%, forspárgildi (predictive value) er
100% og nákvæmni (accuracy) er 96%. Fullkomið
samræmi reyndist einnig milli ómskoðunar og æða-