Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.12.1994, Qupperneq 60
568 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Tíðni örkviðslits einu ári eftir aðgerð lækkaði úr 18,7% fyrir í 10,9% eftir inngrip (p<0,01). Saum:sár hlutfall undir 4, aldur yfir 60 ár, og sársýking sýndu marktæka og sjálfstæða fylgni við örkviðslit. Ályktað er að saumatækni geti haft veruleg áhrif á tíðni örkv- iðslits í miðlínuskurðum saumuðum með samfellu- saumi, og að einfaldar breytingar í tækni geta skilað árangri í betri gróningu. 37. Enduraðgerðir á bringubeinslosi og miðmætissýkingum eftir 1170 aðgerðir á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans Kristinn B. Jóhannsson, Hörður Alfreðsson, Þórar- inn Arnórsson, Bjarni Torfason, Grétar Olafsson, Jónas Magnússon Á tímabilinu frá 14. júní 1986 til 15 mars 1994 voru framkvæmdar 1170 aðgerðir á Landspítalanum þar sem hjarta- og lungnavél var notuð: 998 kransæðaað- gerðir, 11 kransæðaaðgerðir og brottnám á gúl á vinstri slegli, 97 lokuaðgerðir og aðrar aðgerðir 75. Góður mælikvarði á gæði skurðaðgerða er lág tíðni enduraðgerða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga tíðni enduraðgerða eftir hjartaaðgerðir vegna loss eða sýkingar. Enduraðgerðir þurfti að gera á 29 sjúklingum, meðalaldur 67,7 ár, aldursbil 51-77. Reynt var að kanna áhættuþætti og þurftu 13 sjúklingar með langvinna lungnateppu og lélegt bringubein í enduraðgerð. Einnig var reynt að kanna aukakvilla eftir aðgerðir. Fimmtán sjúklingar fengu hjartaáfall í aðgerð, lungnabólgu eða þurfti í endur- aðgerð strax á fyrsta sólarhringi vegna blæðinga. Meðaldvöl á spítala eftir þessar aðgerðir var 27,7 dagar. Þessir sjúklingar voru meðhöndlaðir á venju- legan hátt, bringubeinið var fest með stálvírum, ker- ar settir undir bringubein og sjúklingarnir hafðir á fúkkalyfjum eftir ræktun í mismunandi langan tíma. Sár allra þessara sjúklinga greru á mismunandi löng- um tfma. Ekki var þörf á að beita flipaflutningi og brottnámi á bringubeini. Tíðni slíkra sýkinga í dag er 0,37% upp í 8,4%. Tíðni í okkar hópi er 2,5% sem er lág. 38. Transsphenoidal aðgerðir á Borgarspítalanum 1987- 1994 Þórir Ragnarsson*, Ólafur F. Bjarnason** * Heila- og taugaskurðdeild Borgarspítalans, **háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans Frá því fyrsta transsphenoidal aðgerðin var fram- kvæmd á Borgarspítalanum í september 1987 hafa höfundar gert alls 26 slíkar aðgerðir á 22 sjúklingum. Seytján sjúklingar höfðu heiladingulsæxli en fimm önnur æxli eða mein. Hjá 12 leiddu hormonal ein- kenni til greiningar, sjö höfðu æxliseinkenni en þrír bæði hormonal og æxliseinkenni. I erindinu verður gerð grein fyrir þessum sjúklingum, aðgerðunum, árangri þeirra og fylgikvillum og reynt að draga ályktanir af fenginni reynslu. 39. Ómskoðanir við heila- og mænuaðgerðir — Níu fyrstu tilfellin á Borgarspítala Pálmar Hallgrímsson, Ásbjörn Jónsson, Bjarni Hannesson Röntgendeild, heila- og taugaskurðdeild Borgar- spítalans Sagt er frá árangri af níu fyrstu ómrannsóknum við heila- og mænuaðgerðir sem gerðar voru á Borgar- spítala. Ómrannsókn er einföld og fljótleg aðferð við að staðsetja æxli og ýmsar aðrar sjúklegar breytingar í heila og mænu á meðan aðgerð stendur og reynist hjálpleg við sýnistöku. Skemmd á heilavef við leit að litlum æxlum sem liggja undir yfirborði heilans er þannig haldið í lágmarki. Ómun getur í sumum til- fellum staðfest brottnám á sjúklegum breytingum. Sagt er frá tveim sjúkratilfellum. 40. Duplex-ómskoðanir af slagæðum á hálsi — Niðurstöður úr fyrstu 105 rannsóknum með samanburði við æðamyndatöku Pálmar Hallgrímsson, Einfríður Árnadóttir, Jón Guðmundsson Röntgendeild Borgarspítalans Kannaðar voru niðurstöður úr duplex-ómskoðun- um af slagæðum á hálsi hjá fyrstu 100 sjúklingunum sem gengust undir þessa rannsókn á röntgendeild Borgarspítalans. Tilgangur var að skoða niðurstöður þessara rannsókna og bera þær saman við æða- myndatökur sem gerðar voru hjá 13 af þessum sjúkl- ingum. Næmi (sensitivitet) ómskoðunar með tillititil hemodynamísk significant þrengingar í innri hálss- lagæð (A.Carotis Interna) er 90%, sértæki (specif- icitet) er 100%, forspárgildi (predictive value) er 100% og nákvæmni (accuracy) er 96%. Fullkomið samræmi reyndist einnig milli ómskoðunar og æða-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.