Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 63

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 571 dreifð þreifieymsli auk skiftideyfu til staðar. Blóð- rannsóknir voru eðlilegar nema lifrarhvatar sem voru vægt hækkaðir. Yfirlitsmynd af kviðarholi sýndi vökvasöfnun sem reyndist ljósgulleitur vökvi við kviðarholsástungu (transudat). Á tölvusneið- mynd reyndist portæð (v.poriae) óeðlilega víð með hröðu hvirfilstraumsflæði samkvæmt ómskoðun. Æðamyndataka af slagæðum til maga sýndi A-V fistil milli a. og v.gastricasin. með flæði yfiríportæð. Milta og lifur reyndust ekki stækkuð og ekki sáust merki um æðahnúta við vélindaspeglun. Hnýtt var fyrir fistilinn í opinni aðgerð og tæmdir út 6 1 af kviðarhoisvökva. Einnig var tekið lifrarsýni sem ekki sýndi merki um skorpulifur. Þrýstingur í portæð mældist 41 mm H:0 áður en fistlinum var lokað en 14 mm H,0 eftir lokun. Útfall hjarta hélst óbreytt fyrir og eftir lokun. Tæpu hálfu ári frá aðgerð lætur sjúklingur vel af sér og nýleg ómskoðun sýndi engin merki um opna A-V fistulu. A-V portæðarfistlar eru mjög sjaldgæfir. Þeir sjást oftast eftir áverka eða rof á slagæðagúlum en geta verið meðfæddir eða án þekktra orsaka. Áður hefur verið lýst 17 tilfellum af A-V portæðarfistlum eftir magaaðgerðir. Sjúklingarnir greinast oftast í kjölfar hækkaðs þrýstings í portakerfi (æðahnútar í vélinda, ascites) og vegna kviðverkja eða niðurgangs. Hægt er að loka fistlunum með opinni aðgerð eins og gert var í þessu tilfelli en stundum kemur til greina að loka þeim með svokallaðri emboliseringu. 47. Blöðrubriskirtilæxli — Tvö sjúkratilfelli og yfirlit Steinar Guðmundsson, Bjarni A. Agnarsson, Jónas Magnússon Handlækningadeild Landspítala, Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, læknadeild Háskóla Islands Á handlækningadeild Landspítalans greindust tvö tilfelli blöðrubriskirtilæxla með stuttu millibili. Ákveðið var að kynna þau og yfirlit um þennan sjúkdóm. Tilfelli 1: Fjörutíu og eins árs gömul kona leitaði til læknis vegna almennra einkenna og verkja undir hægri rifjaboga. Ómskoðun og TS-mynd sýndu vel afmarkaða fjölblöðrótta fyrirferð sem virtist útgeng- in frá brisi. Við innlögn voru einkennin óbreytt en við þreifingu fundust eymsli og fyrirferð undir vinstri rifjaboga. Konan hafði sögu um brjóstsviða og hafði verið greind með magabólgur. Að öðru leyti var heilsufarssaga hennar ómarkverð. Endurtekin óm- skoðun og TS-mynd sýndu ekki merki um meinvörp. Gerð var distal pancreatectomia og miltistaka. Vefjarannsókn gaf niðurstöðuna multi- eða microcy- stískt cystadenoma. Tilfelli 2: Fimmtíu og átta ára gömul kona var innlögð vegna gauklabólgu. TS-mynd sýndi stóra blöðrulaga fyrirferð í brisi á mótum bols og skotts. Konan hafði þá lést um 12 kg á sex mánuðum. Hafði auk almennra einkenna haft kviðverki og hægða- tregðu um alllangt skeið. Við skoðun var hún mjög grannholda og voru þreifieymsli í efri vinstri fjórð- ungi kviðar. Konan hafði neikvæða heilsufarssögu fyrir utan tíðar þvagfærasýkingar og hysterectomíu nokkrum árum áður. Við ómskoðun af kviðarholi sást í brisskottinu blöðrótt fyrirferð sem var ómrík og innihélt margar minni blöðrur. Gerð var distal pancreatectomia og miltistaka. Vefjarannsókn gaf niðurstöðuna cystadenoma mucinosum. Yflrlit: Blöðrubriskirtilæxlum (cystadenoma pancreatis) er skipt í stórblöðru og smáblöðru kirti- læxli. Stórblöðru æxlin einkennast af stórum blöðr- um með slímmyndandi frumum. Þessi æxli verða iðulega illkynja og eru góðkynja mynd blöðrukirtil- krabbameins í brisi. Smáblöðru kirtilæxlið inniheld- ur litlar blöðrur, klæddar þekjufrumum með lítið eða ekkert slím. Það er fullkomlega góðkynja. Blöðr- uæxli eru um 10-15% blöðru fyrirferða í brisi. Kvið- verkir og megrun eru iðulega fyrstu einkennin og má oft þreifa fyrirferð í kviði. Ómskoðun og TS-myndir eru kjörrannsóknir en einnig óm- eða TS-stýrð ást- unga. Oft verður greining þó ekki fengin fyrr en í aðgerð. Alltaf ætti að líta á stórblöðruæxlin sem illkynja og er aðgerð kjörmeðferð. Stórblöðrubris- kirtilæxli og blöðrubriskirtilkrabbamein er oft hægt að fjarlægja þrátt fyrir seina greiningu og hafa ágætar horfur. 48. Endaþarmsaðgerðir utan spítala 1989-1994 Tómas Jónsson Læknahúsið, Síðumúla 29, Reykjavík Þar til fyrir fáum árum voru flestar aðgerðir á endaþarmi gerðar innan veggja spítala. Með bættri tækni og undirbúningi og með því að velja sjúklinga vel hefur reynst unnt að framkvæma flestar tegundir endaþarmsaðgerða án innlagnar á sjúkrahús. Síðast- liðin þrjú og hálft ár hafa slíkar aðgerðir verið gerðar í Læknahúsinu af höfundi og sjúklingar farið heim að aðgerð lokinni. Á þessum tíma voru framkvæmdar 406 aðgerðir á 275 sjúklingum, 154 körlum og 121 konu, meðalaldur45 ár. Skurðaðgerðirvegnagyllin- æðar voru 165, vegna sprungu við endaþarm ein- göngu 26, vegna endaþarmssigs fimm, vegna sýking- argangs (fistula in ano) 15 og 195 aðgerðir voru teygj- umeðferð vegna gyllinæðar. Fylgikvillar voru fáir og í öllum nema fimm tilfellum hægt að leysa án inn- lagnar á spítala. Voru þessi fimm tilvik vegna verkja en engan þurfti að leggja inn vegna blæðinga eða vandræða með þvaglát. Eftir hinar eiginlegu skurð- aðgerðir, það er ekki teygjumeðferð, eru flestir sjúklingar vinnufærir eftir 10 til 14 daga. Ég tel því að með þessari aðferð séu innlagnir á spítala óþarfar í langflestum tilfellum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.