Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 64

Læknablaðið - 15.12.1994, Side 64
572 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 49. Hrein endurtekin blöðrutæming með þvaglegg Þráinn Rósmundsson, Guðmundur Bjarnason Hrein endurtekin blöðrutæming með þvaglegg er í dag orðin mjög mikilvægur hluti blöðrumeðferðar á flestum börnum með klofinn hrygg (myelomening- ocele). Aðaltilgangur meðferðarinnar er að halda þvagi sem stendur eftir í blöðrunni í lágmarki, halda þvagfærasýkingum niðri og koma í veg fyrir skemmdir á efri hluta þvagfæranna. Fylgst var með 13 börnum með blöðrulömun, sem tæmdu sig sjálf með hreinni endurtekinni blöðru- tæmingu með þvaglegg. Tæplega helmingur barn- anna fengu engar þvagfærasýkingar. Níu sjúklingar (70%) urðu þurr (continent) á meðferð og fjögur (30%) urðu mun þurrari en áður. Þá var einnig reynt að finna út hversu lengi væri hægt að nota sama þvaglegg við tæminguna án þess að auka sýkingarhættuna. Þetta var gert með rækt- unum frá þvagleggsendum. Niðurstöðurnar benda til að hreinlæti sjúklings sé mikilvægt. 50. Eru tengsl milli húðhita og botnlangabólgu? — Spágildi hefðbundinna rannsókna Valgerður Rúnarsdóttir, Tómas Guðbjartsson, Jón- as Magnússon Handlækningadeild Landspítalans, læknadeild Há- skóla íslands Botnlangabólga er algeng en ekki einföld í grein- ingu. Hvorki eru til næmar né sértækar rannsóknir, sem taka fram sögu og skoðun við greiningu sjúk- dómsins. Tilgangur rannsóknarinnar var; í fyrsta lagi að athuga fylgni húðhita yfir botnlangastað við botnlangabólgu, í öðru lagi að athuga næmi og spá- gildi hefðbundinna rannsókna við botnlangabólgu. Framsæ rannsókn var gerð af aðstoðarlæknum handlækningadeildar á Bmt. Mældur var húðhiti yfir McBurney punkti og samsvarandi stað vinstra megin hjá 36 sjúklingum sem voru grunaðir um bráða botnl- angabólgu. Skoðað var hvort &5°C hærri hiti yfir McBurney punkti hefði fylgni við sjúkdóminn í þeirri von að mælingin væri nothæf til greiningar. Alls voru 36 sjúklingar húðhitamældir, 22 þeirra höfðu botnlangabólgu, 14 ekki, en 27 fóru í aðgerð. Sex af 36 sjúklingum (16,7%) reyndust vera 5=5°C heitari yfir McBurney en aðeins tveir þeirra með botnlangabólgu (9%; 2/22). Fjórir sjúklinganná höfðu hitamun án botnlangabólgu (28,6%; 4/14). Þessar niðurstöður sýna að ekkert gagn er af húð- hitamælingum af þessu tagi við greininguna. Tíðni annarra þátta hjá sjúklingunum var einnig skoðuð. Þá bættust við 12 sjúklingar það er alls 48 sjúklingar, 34 með botnlangabólgu og 14 ekki. Með líkamshita ^38°C voru 32,3% (11734) af þeim með botnlangabólgu en 7,1% (1/14) hinna. Hækkun á hvítum blóðkornum höfðu 85,3% (29/34) miðað við 14,3% (2/14) hinna. Vinstri hneigð (>12% stafir) höfðu staðfest 27,8% (5/18) þeirra sem höfðu sjúk- dóminn en enginn hinna (0/11). Hækkað sökk höfðu 24,2% (8/33) en 7,1% (1/14) hinna. Hækkað CRP höfðu 40% beggja hópa (8/20 og 4/10). Eftir skoðun og sögu höfðu 97% (33/34) eymsli í hæ. fossa miðað við 75% (9/12) hinna. Af sjúklingum með botnl- angabólgu höfðu 32,3% (10/31) eymsli rectalt til hæ. en 75% (9/12) hinna. Ógleði eða uppköst höfðu 73,5% (25/34) þeirra með sjúkdóminn en 64,3% (91 14) hinna. Niðurgang höfðu 6,1% (2/33) miðað við 7,1% (1/14) þeirra sem ekki höfðu bólginn botn- langa. Af þessu sést að af ofangreindum breytum sem litið er til þegar meta á líkur á bráðri botnlangabólgu er engin ein nógu næm eða sértæk til að kallast nothæf. Það er því fátt eitt sem hægt er að halla sér að varðandi greiningu og því líklegt að langt og gott „klínískt nef“ sé mikilvægt hér sem endranær. 51. Verkir eftir kviðslitsaðgerðir á börnum Jón Sigurðsson, Leifur Bárðarson Læknahúsið, Reykjavík Efniviður: Rannsóknin náði til 32 barna sem geng- ust undir kviðslitsaðgerðir utan sjúkrahúss. Þau voru á aldrinum eins árs til 12 ára, en þar af voru aðeins fjögur eldri en átta ára, allt drengir. Ekki var notuð lyfjagjöf fyrir svæfingu, en börnin voru svæfð á hefð- bundinn hátt með halótani. Gefnir voru paraseta- mólstílar í byrjun aðgerðar, börn yngri en fjögurra ára fengu 125 mg, börn fjögurra til átta ára 250 mg. Börn eldri en átta ára fengu dolvipar í stað paraseta- móls og voru öll staðdeyfð í lok aðgerðar. Öðrum börnum var skipt í tvo hópa eftir kennitölu, annar hópurinn var staðdeyfður með 4 ml 0,25% búpivaka- ín, en hinn hópurinn ekki. Börn með naflakviðslit voru þó ekki deyfð. Foreldrar voru hjá börnurn sín- um strax að lokinni aðgerð og fóru með þau heim eftir hálfa til eina klukkustund. Næstu þrjá daga gerðu foreldrar verkjamat og skráðu verkjalyfja- notkun. Niðurstöður: Drengir eldri en átta ára höfðu tals- verða verki í einn til tvo sólarhringa eftir aðgerð. Hins vegar höfðu 85% annarra barna óverulega eða enga verki á aðgerðardegi og aðeins 10% fengu meira en einn verkjastíl eftir að heim var komið. Morguninn eftir aðgerð voru 68% þeirra komin á fulla fótaferð og 93% síðdegis þann dag. Þeir sem voru staðdeyfðir í aldurshópnum eins til átta ára
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.