Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 79
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
585
Ónæmisaðgerðir fullorðinna sem mælt er með á íslandi
Ónæmisaðgerðir Hve oft Hverjir
Inflúensa Árlega Allir eldri en 60 ára. Einnig öll börn og fullorðnir, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
Lifrarbólga A Allir þeir, sem hyggja á ferðalög til landa, þar sem sjúkdómurinn er landlægur. Samkynhneigðir karlar. Fíkniefnaneytendur.
Lifrarbólga B Á 5-10 ára fresti Heilbrigðisstarfsfólk, sem vinnur með blóð og blóðhluta, fólk í blóðskilun, fólk er þarf mjög tíðar blóðgjafir, samkynhneigðir karlar, sprautufíklar og fólk í sambýli með sjúklingum með lifrarbólgu B.
Mislingar Allir, sem ekki hafa verið bólusettir (reglulegar almennar bólusetningar hófust 1976) og allir, sem ekki hafa með vissu fengið mislinga.
Mænusótt Á 10 ára fresti Allir. Sérstaklega er æskilegt að huga að bólusetningu fyrir utanlandsferðir.
Pneumókokkasýkingar (lungnabólgubakteríur) Á 10 ára fresti (á 5 ára fresti hjá fólki með ónæmisbælandi sjúkdóma) Allir eldri en 60 ára. Einnig fólk á öllum aldri, sem er án milta vegna sjúkdóms eða slyss, og allir þeir sem þjást af langvinnum lungna-, hjarta-, nýrna- og lifrarbólgusjúkdómum, sykursýki, áfengissýki, illkynja og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum (þ.m.t. HIV sýkingu).
Stífkrampi og barnavciki (dT) Á 10 ára fresti Allir. Sérstaklega ber að huga að bólusetningu ef óhreinindi komast í sár eða ef ætlunin er að ferðast til þróunarlanda eða til svæða þar sem barnaveiki er landlæg.
Gert í samráði viö Farsóttanefnd ríkisins.
Landkeknir