Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 90

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 90
594 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Austfirðingar óska eftir augnlækni Meðfylgjandi samþykkt, sem samþykkt var á fundi oddvita á Héraði og Borgarfirði eystra þann 13. október síðastliðinn, var send héraðslækni Austur- lands. „Oddvitafundw Héraðs og Borgarfjarðar eystri haldinn í Valaskjálf 13.10.1994 fer þess á leit við héraðslcekninn á Austur- landi að hann auglýsi eftir augn- lœkni til búsetu í fjórðungnum. Oddvitafundur beinir því til stjórnar Heilsugœslustöðvarinn- ará Egilsstöðum að hún beiti sér fyrir því eftir mætti að augn- lœknir setjist að á Egilsstöðum. “ í framhaldi af ofangreindri samþykkt birtir embætti hér- aðslæknis Austurlands eftirfar- andi tilkynningu: Tilkynning til augnlækna og Iækna í sérnámi í augn- lækningum Ahugi er fyrir því á Austur- landi að fá augnlækni til þess að setjast þar að. Auk þess að hafa stofu og ef til vill einhverjar að- gerðir þar sem hann væri búsett- ur sæi læknirinn jafnframt um farþjónustu í öðrum byggðar- lögum Austurlands samkvæmt samkomulagi. I dag er Austfirðingum þjón- að með heimsóknum fjögurra augnlækna sem heimsækja hver sitt svæði tvisvar til þrisvar á ári. Þeir vinna þar samtals í fjóra til fimm mánuði auk þess að sjá fólk á stofum sínum á Akureyri og í Reykjavík. íbúar í Austur- landskjördæmi eru 13.000. Þeir sem vildu kynna sér mál- ið geta haft samband við Stefán Þórarinsson héraðslækni í síma 97-11400 og heima 97-11271. Læknar og kynferði — skiptir það máli ? Norræna ráðherranefndin og Jafnréttisráð Danmerkur hafa gefið út skýrslu með heitinu Lœknar og kynferði — skiptir það máli ? Forsaga málsins er sú að árið 1992 samþykkti Norræna ráð- herranefndin rannsóknarverk- efni er tæki til hæfni, frama og stjórnunarhæfileika kvenna. Einkum skyldi athygli beint að stöðu kvenna og áhrifum á vinnumarkaði. Viðfangsefnið var liður í áætlun um samvinnu á sviði jafnréttismála sem ráð- herranefndin hafði samþykkt að viðhafa á árunum 1989-1993. Markmið könnunarinnar var að bera saman starfsframa karla og kvenna í ákveðinni starfs- grein til þess að unnt væri að gera sér grein fyrir hvað veldur því að konur ná ekki leiðandi stöðum í starfsumhverfi sínu og hvenær á starfsferlinum þetta gerist. Læknisstarfið varð fyrir valinu vegna þess að þar eiga miklar breytingar sér stað, auk þess sem konum fer þar mjög fjölgandi. Til rannsóknar var tekinn hópur karla og kvenna í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð sem luku læknisprófi 1982. Því miður varð svarshlut- fall frá íslandi það lágt að ekki reyndist unnt að taka það með. Rannsóknin leiddi í ljós að ýmislegt er ólíkt varðandi starfsframa og starfsumhverfi karl- og kvenlækna, þótt einnig megi finna ýmsa sameiginlega þætti. Rannsóknin gefur enn- fremur ákveðnar vísbendingar um hvernig auka megi jafnrétti innan læknisstarfsins. Skýrslan liggur frammi hjá Læknablaðinu en fæst endur- gjaldslaust hjá Norrænu ráð- herranefndinni og Jafnréttis- ráði Danmerkur. Úr bókinni Læger og kpn — spiller det en rolle? © Nordisk Ministerrád, Kobenhavn 1994.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.