Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 92

Læknablaðið - 15.12.1994, Síða 92
596 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Úr fréttatilkynningu Nýjar og breyttar reglur um vinnuvernd vegna EES samningsins Með gildistöku samningsins um Evrópskt efnahagssvæði hefur stjórn Vinnueftirlits ríkis- ins þurft að endurskoða og bæta við fjölmörgum nýjum reglum sem falla undir lög um vinnu- vernd. Eftirfarandi vinnuverndar- reglur hefur stjórn Vinnueftir- litsins samþykkt á grundvelli heimilda í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum og sam- kvæmt samningnum um Evrópskt efnahagssvæði: — Reglur um tiotkun persónu- hlífa, — reglur um öryggi og hollustu þegar byröar eru handleiknar, — reglur um skjávinnu, — reglur um hávaðavarnir á vinnustöðum og eftirlit með heyrn starfsmanna. Þessar reglur hafa birst í Stjórnartíðindum og hafa því þegar öðlast gildi. Reglur um notkun persónu- hlífa: Persónuhlífar eru skil- greindar sem búnaður sem starfsmanni er gert að klæðast eða halda á, sér til verndar gegn hættu sem stefnt getur öryggi hans og heilsu í voða. Eingöngu skulu notaðar persónuhlífar sem uppfylla gildandi reglur um gerð persónuhlífa. I reglunum er ennfremur fjallað um þær skyldur atvinnurekanda að láta persónuhlífar í té og um skyldur starfsmanna til að nota þær. Reglur um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar: Reglurnar gilda um það þegar byrðum er lyft, ýtt, eða þær eru fluttar til með einhverju móti þannig að heilsutjón geti stafað af. Reglurnar kveða skýrt á um að atvinnurekandi skal gera ráðstafanir til að starfsmenn komist hjá því að handleika byrðar þannig að hætta stafi af, annaðhvort með breyttu skipu- lagi eða með notkun hjálpar- tækja. Einnig kveða reglurnar á um upplýsingaskyldu atvinnu- rekanda gagnvart starfsmönn- um. Reglur um skjávinnu: Regl- urnar ná til starfsmanna sem nota tölvu við umtalsverðan hluta vinnu sinnar eða að minnsta kosti tvo tíma á dag. Þar kemur fram að atvinnurek- anda sé skylt að gera úttekt á vinnuaðstöðu og meta hvaða áhrif hún hefur á starfsmenn, einkum er varðar hugsanlega áhættu fyrir sjón og líkamlegt og andlegt álag. Reglurnar kveða einnig á um upplýsingaskyldur atvinnurekanda gagnvart starfs- mönnum. Allir nýir vinnustaðir verða að uppfylla lágmarks- kröfur sem tilgreindar eru í við- auka. Eldri vinnustaðir hafa fjögur ár til að bæta aðbúnað og aðlaga hann að þeim kröfum sem fram koma í reglunum. Reglur um hávaðavarnir á vinnustöðum og eftirlit með heyrn starfsmanna: Reglurnar koma í stað reglna nr. 77/1986. Ekki er um verulegar efnis- breytingar að ræða frá fyrri regl- um. Reglunum er ætlað að koma í veg fyrir heyrnar- skemmdir og skaðleg áhrif af völdum hávaða. í þeim er að finna ákvæði um ráðstafanir á vinnustöðum sem draga úr há- vaða, tryggja að starfsmenn noti heyrnarhlífar þar sem þess er þörf og að haft verði reglulegt eftirlit með heyrn starfsmanna þar sem við á. Hávaði skal vera undir 85 dB (A) jafngildishá- vaða á átta stunda vinnudegi. Auk ofangreindra reglna öðl- uðust 14 reglur um gerð og bún- að tækja gildi síðastliðið haust. Þetta eru: — Reglur um aðgerð við að ákveða hávaða sem berst í lofti við notkun véla utanhúss, — um leyfilegt hljóðaflsstig loftpressa, byggingarkrana, raf- suðuvéla, vélknúinna rafala, handverkfæra fyrir múrbrot og fleygun og garðsláttuvéla, — um takmörkun hávaða frá vökva- og víragröfum. jarðýt- um, hjóla- og beltaskóflum, — um vélar og búnað á bygging- arsvæðum, — um gerð persónuhlífa, — um lyfti- og flutningabúnað, — um vottun og merkingu á stálvírum, krókum og keðjum, — um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur, — um lyftara og dráttartæki. Stjórn Vinnueftirlitsins vinn- ur enn við að endurskoða og bæta við nýjum reglum á grund- velli samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Reglurnar sem munu öðlast gildi á næstu mán- uðum verða meðal annars kynntar í Fréttabréfi um vinnu- vernd sem gefið er út af Vinnu- eftirlitinu. Nánari upplýsingar um reglurnar má fá hjá Vinnu- eftirliti ríkisins í síma 91-672500 rnilli klukkan 8:20 og 16:00.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.