Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1997, Side 6

Læknablaðið - 15.02.1997, Side 6
82 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 82-3 Ritstjórnargrein Er nógsamlega ólmast gegn reykingum? Árið 1996 reyktu 30% íslendinga á aldrinum 18-69 ára daglega og bæði kynin jafnt. Eftir hnig reykinga úr 40% 1985 í 29% 1993 varð kyrrstaða og síðan aukning í 30% árið 1996. Þetta er óásættanlegt fyrir alla sem vinna að því að draga úr tóbaksneyslu. Baksvið reykinga er mikið völundarhús. Þar leika lausum hala kraftar sem hvetja og kraftar sem letja. Kraftar sem hvetja til reykinga eru meðal annars verð og framboð. Þessir kraftar eru of sjaldan ræddir á síðum Læknablaðsins en eru þó oft óbeinir sjúkdómsvaldar. Verð ræðst af innkaupsverði, gjöldum ríkisins og smásöluálagningu. Framboð er meðal annars háð möguleikum seljanda til hagnaðar, það er smásöluálagn- ingu, sem nú er 14%. Tóbak er nú selt í smá- sölu á nær 1000 stöðum í landinu. Hagsmuna- samtök seljanda, til dæmis Verslunarráð og tóbaksumboðsmenn, hafa oft óbeint hvatt til aukinnar tóbaksneyslu í umræðu um sölufyrir- komulag Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) því þessir aðilar líta svo á að sama sölufyrirkomulag eigi að gilda um vörur sem valda ávana og fíkn og um rúsínur og vínar- brauð. Heilbrigðisstéttir vita betur. Engin vara er meira ávanamyndandi en sígarettur. Um þriðj- ungur til helmingur þeirra sem reykja sjaldnar en daglega verða síðar daglegir reykingamenn og háðir nikótíni. Þeir sem farnir eru að reykja á annað borð nota oftast efnið uns sjúkdómur eða dauði leysir þá frá því. Þess vegna á enginn að ámálga söluhvetjandi breytingu á þessum vörum og ekki þá heldur nýskipuð stjórn ÁTVR. Ef horfið verður frá einkasölu og til- greindu lágmarksverði fá heildsalar og smásal- ar svigrúm til verðlækkunar í söluhvetjandi skyni, sem þeir hafa ekki nú. Kraftar, sem letja reykingar eru meðal ann- ars þekking neytandans á óhollustu vörunnar og hátt verð. Heilbrigðisstéttir ættu að hafa meiri afskipti af báðum þáttunum. Þeir sem reykja vita að það er óhollt, en vanmeta hve mjög óhollt það er. Af hverjum hundrað ung- lingum sem fara að reykja daglega munu 50 láta lífið fyrir tímann vegna reykingasjúk- dóma. Þessum boðskap þarf að koma betur á framfæri. Sýnt hefur verið að ákveðið ráð frá heimilislækni um reykbindindi er það áhrifa- ríkt að 5% hætta. Slíkt ráð ætti að vera innan þess tíma sem læknirinn hefur til umráða. Þótt talan 5% kunni að virðast lág vegur hún samt þungt þegar hafður er í huga sá fjöldi sem leitar til heimilislækna. Á íslandi er tóbak alltof ódýrt. Það ætti að hækka verðið £ áföngum um 200% til dæmis á tveimur til þremur árum. Afleiðingin yrði að fleiri hættu að reykja en áður og ríkissjóður fengi sem næst óbreyttar tekjur. Alþingið væri búið að samþykkja þetta fyrir löngu ef kraftar sem hvetja til reykinga léku þar ekki lausum hala. Á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hafa síð- ustu 10 ár verið gerðar fjórar rannsóknir á notagildi nikótíns þegar hætt er að reykja. I tvíblindum samanburðarrannsóknum hafa lyfjaformin nikótíntyggigúmmí, nefúði, plástur og munnsogslyf (patróna í penna sem gefur frá sér nikótín) verið skoðuð. Niðurstöður ber í megindráttum að sama brunni. Miðað við 365 reyklausa daga og 10 boðanir þátttakenda á deildina tvöfalda nikótínlyf árangur miðað við viðmiðunarhóp. í viðmiðunarhópum sem fengið hafa pipar er árangur 13-15% en 26- 30% hjá þeim sem veljast í nikótínhóp. Engin önnur hjálp til reykbindindis getur státað af slíkum árangri, þar með talið ofreykingameð- ferð, dáleiðsla og nálarstungur. Lyfin tvöfalda líka árangur af ákveðnu ráði um reykbindindi. Á alþjóðlegum mælikvarða er notkun nikótín- lyfja útbreidd á íslandi. Þau ætti samt að nota enn meira vegna þess að sem valkostur við

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.