Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1997, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.02.1997, Qupperneq 16
90 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 greiningu var beitt en ekki ef notuð var fjöl- þáttargreining. Svipað var upp á teningnum í okkar rannsókn. Einungis 15 af 70 þátttakend- um í Framingham, sem greindust með nýtt hægra greinrof, voru án einkenna eða merkja um hjarta- eða æðasjúkdóm á rannsóknartím- anum og því ályktuðu höfundar að þessi hópur hefði eða myndi fá sjúkdóma í hjarta eða æða- kerfi (15). í Framingham rannsókninni eins og í okkar rannsókn jókst nýgengi greinrofs með auknum aldri (15). Við hjartaþræðingu á fólki með hægra grein- rof og þekktan kransæðasjúkdóm sáust oftast þrengsli í vinstri framveggjarkvísl (11,31). Hjartaómun sem gerð var á 1085 einstaklingum með háþrýsting sýndi að 14 af 37 einstaklingum með hægra greinrof höfðu þykknaðan vinstri slegil (32). Rétt er að minnast þess að hægri grein leiðslukerfisins fær næringu frá æðagreinum sem koma frá framveggjarkvísl og leiðir rafboð frá His knippi um hægri slegil til hjartavöðva- frumnanna (30). Rannsókn Schiebler og félaga frá 1956 er athyglisverð. Þeir telja að súrefnisnotkun leiðslukerfisins sé einungis um fimmtungur af notkun hjartavöðvafrumnanna í kring og því sé það ekki mjög viðkvæmt fyrir súrefnisskorti (33). Aðrir telja skerta starfsemi, til dæmis vegna skertra taugaboða, með eða án meina- fræðilegra skemmda í leiðslukerfinu, geta átt þátt í myndun hægra greinrofs (16). Við krufn- ingu á sjúklingum með hægra greinrof eftir hjartadrep sáust þrengsli í framveggjarkvísl og drep í hægri grein leiðslukerfisins ólíkt því sem sást hjá fólki eftir svipað hjartadrep án grein- rofsins (34,35). Aðrar meinafræðilegar rann- sóknir á fólki sem var með hægra greinrof hafa sýnt bandvefsaukningu, hrörnunarbreytingar og rof á innanslegilshluta hægri greinarinnar (36,37). Kenningar eru uppi um að minnkað blóðflæði um vinstri framveggjarkvísl ásamt lé- legri hjáæðavæðingu geti valdið staðbundinni hrörnun og bandvefsaukningu og þannig trufl- un á rafleiðni um leiðslukerfið (38,39). Fjölmargar greinar fjalla um líkindi þess að súrefnisskortur geti valdið hægra greinrofi. Ein rannsókn sýndi ekki oftar breytingar í vinstri framveggjarkvísl hjá fólki með kransæðasjúk- dóm og hægra greinrof við hjartaþræðingu (31) en önnur að fólk með greinrofið hefur oftar breytingu í fyrstu sleglaskiptagrein framveggj- arkvíslar eftir hjartadrep en samanburðarhóp- ur (40). Einnig hefur fólk með kransæðasjúk- dóm og hægra greinrof stundum skertan sam- drátt á vinstri slegli og lýst hefur verið tilfelli þar sem ST hækkanir og hægra greinrof sem komu fram við áreynslu hurfu við hvfld og töku nítrata (9,40). Rannsókn á fólki eftir hjáveitu- aðgerð sýndi að tími í hjarta- og lungnavél var marktækt lengri hjá fólki sem fékk hægra greinrof eftir aðgerð (41). Við ályktum að nýtilkomið hægra greinrof sé stundum í beinum tengslum við áhættuþætti einkum töku blóðþrýstingslækkandi lyfja og sé þá hluti af þeim breytingum sem geta orðið við hjartasjúkdóm af völdum háþrýstings og hugs- anlega kransæðasjúkdóms. Þakkir Eftirtaldir aðilar og stofnanir fá þakkir fyrir veitta aðstoð við framkvæmd þessarar rann- sóknar og frágang greinarinnar: Elínborg Sveinbjarnardóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson oj> annað starfsfólk Hjartaverndar, Hanna S. Asvaldsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Rannsóknarsjóður Háskóla ís- lands, framkvæmdastjórn Hjartaverndar og Vísindasjóður. HEIMILDIR 1. Ricou F, Nicod P, Gilpin E, Henning H, Ross J Jr. Influence of right bundle branch block on short- and long-term surviva! after inferior wall Q-wave myocardial infarction. Am J Cardiol 1991; 67: 1143-6. 2. Ricou F, Nicod P, Gilpin E, Henning H, Ross J Jr. Influence of right bundle branch block on short- and long-term survival after acute myocardial infarction. J Am Coll Cardiol 1991; 17: 858-63. 3. Dubois C, Piérard LA, Smeets JP, Foidart G, Legrand V, Kulbertus HE. Short- and long-term prognostic im- portance of complete bundle-branch block complicating acute myocardial infarction. Clin Cardiol 1988; 11: 292-6. 4. Sclarovsky S, Sagie A, Strasberg B, Shnapick Y, Recha- via E, Kusnier J, et al. Ischemic blocks during early phase of anterior myocardial infarction: correlation with ST-segment shift. Clin Cardiol 1988; 11: 757-62. 5. Hauer RNW, Lie KI, Liem KL, Durrer D. Long-term prognosis in patients with bundle branch block compli- cating acute anteroseptal infarction. Am J Cardiol 1982; 49: 1581-5. 6. Sprung CL, Elser B, Schein RMH, Marcial EH, Schrag- er BR. Risk of right bundle-branch block and complete heart block during pulmonary artery catheterization. Crit Care Med 1989; 17: 1-3. 7. Patil AR. Risk of right bundle-branch block and com- plete heart block during pulmonary artery catheteriza- tion (letter). Crit Care Med 1990; 18: 122-3. 8. Galford R, Royster RL. Right bundle branch block during insertion of an intravenous guidewire. Anesth Analg 1988; 67: 601. 9. Kanemoto N, Kawai K, Hosokawa J, Tagawa R, Goto Y. Intermittent anterior divisional block and far ad-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.