Læknablaðið - 15.02.1997, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
99
vegar verða ættingjar, maki og börn að koma
að þessari ákvörðun ef ákvörðunarhæfni ein-
staklingsins er skert (7,12).
í málum þar sem flestir eru sammála er þó
munur milli þeirra sem ekki fylgja straumnum
eftir því hvort um er að ræða starfsfólk Borgar-
spítala eða Landspítalanum annars vegar eða
lækna og hjúkrunarfræðinga hins vegar. Eins
og fram hefur komið eru flestir því sammála að
æskilegt sé að innan spítala séu til skráðar leið-
beiningar um takmörkun meðferðar við lífs-
lok. Fylgjendur þessarar skoðunar eru þó fleiri
á Borgarspítala en Landspítalanum. Astæða
þess kann að vera sú að slíkar leiðbeiningar eru
til staðar á Borgarspítala. Þær leiðbeiningar
voru samdar af þverfaglegri nefnd eftir miklar
umræður innan spítalans og ekki er ólíklegt að
sú umræða hafi opnað augu margra fyrir því
sem fylgjendur skráðra leiðbeininga telja kosti
þeirra. Þessi umræða hefur reyndar einnig far-
ið fram á Landspítalanum en í minna mæli.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna
hvort og þá hvaða siðfræðilegu þættir hafa
áhrif á ákvörðun um takmörkun meðferðar við
lífslok. Sú almenna ályktun sem hægt er að
draga af niðurstöðunum er, að íslenskir læknar
og hjúkrunarfræðingar komast að svipuðum
siðferðilegum niðurstöðum og starfssystkin
þeirra í Bandaríkjunum. Hafa ber í huga, eins
og þegar hefur komið fram, að 45% þeirra sem
listana fengu svöruðu könnuninni ekki, en ekki
þótti réttlætanlegt að kanna hvers vegna þeir
kusu að svara ekki. Ekki er hægt að fullyrða
með hliðsjón af niðurstöðum könnunarinnar
að sjálfræði sjúklings sé virt í þeim mæli sem
svörin gefa til kynna; til þess þarf aðra könnun
þar sem fylgt yrði eftir sjúkratilfellum og rætt
bæði við lækna, sjúklinga og ættingja. Þessar
niðurstöður eru þó góð vísbending um að sjálf-
ræði sjúklings sé virt.
Þakkir
Höfundar vilja þakka Rúnari Vilhjálmssyni
dósent veitta hjálp við samningu og uppsetn-
ingu spurningalistans svo og við tölfræðilega
úrvinnslu niðurstaðna. Hörður H. Helgason
fær þakkir fyrir hjálp við uppsetningu og tölvu-
vinnslu. Að lokum eru öllum sem þátt tóku í
könnuninni færðar þakkir og sérstaklega þeim
sem skrifuðu upplífgandi og hvetjandi athuga-
semdir með svörunum.
HEIMILDIR
1. The Appelton International Conference. Developing
guidelines for decisions to forgo life-prolonging medical
treatment. J Med Ethics 1992; 18: 4.
2. Emanuel Ezekiel J. A Review of the Ethical and Legal
Aspects of Terminating Medical Care. Am J Med 1988;
84; 291-301.
3. Meisel A. Legal Myths about Terminating Life Support.
Arch Intern Med 1991; 151: 1497-1502.
4. Spike J, Greenlaw J. Case Study: ethics consultation. J
Law Med Ethics 1994; 22: 4: 347-50.
5. Gordon GH, Tolle SW. Discussing Life-Sustaining
Treatment. Arch Intern Med 1991; 151: 567-9.
6. Goetzler R, Moskowitz M. Changes in physicians’ atti-
tudes toward limiting care of critically ill patients. Arch
Intern Med 1991; 151: 1537-40.
7. Ebell MH, Doukas DJ, Smith MA. The Do-Not-Resuci-
tate Order: a Comparison of Physician and Patient Pref-
erences and Decision Making. Am J Med 1991; 91: 255-
60.
8. Bjarnason Ö. Lffsiðfræði og löggjöf. Læknablaðið/
Fréttabréf lækna 1994; 12 (3); 21.
9. Jónsson PV. Að takmarka meðferð við lok lífs. Lækna-
blaðið 1989; 75: 179-81.
10. Ólafsson Ó. Um réttindi sjúklinga- um lífsiðfræði.
Læknablaðið/Fréttabréf lækna 1994; 12 (4): 16.
11. Greinar byggðar á erindum fluttum á ráðstefnu Sið-
fræðiráðs Læknafélags fslands 18. mars 1994:
Sigurjónsdóttir M. Siðferðileg verðmæti og hugleiðingar
um meðferð. Læknablaðið 1995; 81: 44-9.
Stefánsdóttir Á. Siðferðileg vandamál tengd ákvarðana-
töku. Læknablaðið 1995; 81: 50-4.
Guðmundsdóttir Þ. „Hvenær drepur maður mann og
hvenær drepur maður ekki mann?“ Læknablaðið 1995;
81: 55-8.
Jónsson P. Siðfræði á bráðasjúkrahúsi. Læknablaðið
1995 ; 81: 59-61.
Þorleifsson S. Hvenær hættir lífið að vera líf? Lækna-
blaðið 1995; 81; 62-5.
Sigurðardóttir V. Líknarmeðferð - ný og vaxandi sér-
grein innan læknisfræðinnar. Læknablaðið 1995; 81: 66-
71.
12. Læknaráð Borgarspítalans. Greinargerð með leiðbein-
ingum um takmörkun á meðferð. Leiðbeiningar varð-
andi takmörkun á meðferð. Læknablaðið/Fréttabréf
lækna 1992; 10 (4): 14-6.
13. Frampton MW, Mayewski RJ. Physicians’ and Nurses’
attitudes toward Withholding Treatment in a Communi-
ty Hospital. Gen Intern Med 1987; 2: 394-9.
14. de Haas G. Euthanasia and the legal situation in the
Netherlands. Nursing Times 1995; 91: 30-1.
15. Ryan CJ, Kaye M. Euthanasia in Australia - the North-
ern Territory Rights of the Terminally 111 Act. N Engl J
Med 1996; 334: 326-8.
16. Lee MA, Nelson HD, Tilden VP, Ganzini L, Schmidt
TA, Tolle SW. Legalizing Assisted Suicide-Views of
Physicians in Oregon. N Engl J Med 1996; 334: 310-5.
17. Bachman JG, Alcser KH, Doukas DJ. Lichtenstein RL,
Corning AD, Brody H. Attitudes of Michigan Physi-
cians and the Public Toward Legalizing Physician-As-
sisted Suicide and Voluntary Euthanesia. N Engl J Med
1996; 334: 303-9.
18. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða. Rannsóknarstofnun í
siðfræði, 1993: 190-1.
19. Bedell SE, DelbancoTL. Choices about Cardiopulmon-
ary Resuscitation in the Hospital. N Engl J Med 1984;
310: 1089-93.
Sjá viðauka