Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1997, Page 28

Læknablaðið - 15.02.1997, Page 28
100 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Viðauki Spurningalistinn Viðhorfskönnun meðal lœkna og hjúkrunarfrœðinga um takmörkun með- ferðar við lífslok: Skilgreiningar Ákvörðunarhœfur sjúklingur: Einstaklingur sem hefur óskerta getu til að taka ákvarðanir og tjá vilja sinn. Full meðferð: Full meðferð er öll meðferð sem unnt er að veita, þar með talin endurlífgun. Full meðferð að endurlífgun: Öll meðferð sem unnt er að veita að endurlífgun frátalinni. Líknandi meðferð: Líknandi meðferð er veitt þegar sýnt þykir að áframhaldandi meðferð læknar sjúkling ekki og lengir ekki virkt líf, heldur framlengir aðeins þjáningar og óhjá- kvæmilega banalegu. Líknandi meðferð er einkennameðferð, sem miðar að því að draga úr einkennum án þess að slæva sjúkling um of, sé þess nokkur kostur. Spurningar 1. Hvaða þættir eiga að ráða þegar tekin er ákvörðun um takmörkun meðferðar við lífs- lok? (Raðið í röð frá 1-11, nr. 1 mikilvægast, nr. 11 léttvægast). Kostnaður við meðferð Aldur sjúklings Eðli sjúkdóms Óskir sjúklings Óskir fjölskyldu sjúklings Lífsgæði sjúklings Þjáningar sjúklings vegna meðferðar Líkamleg færni sjúklings Framlag sjúklings til samfélagsins Líkur á að meðferð gagnist sjúklingi Annað. Hvað? 2. Telur þú æskilegt að innan spítala séu til skráðar leiðbeiningar um takmörkun meðferð- ar við lífslok (já/nei)? 3. Þeir sem völdu já í spurningu nr. 2 svari eftirfarandi: Af hverju telur þú æskilegt að til séu skráðar leiðbeiningar um takmörkun með- ferðar við lífslok? a) Það stuðlar að virðingu fyrir sjálfræði sjúklings b) Það stuðlar að meira samráði milli fag- fólks c) Það stuðlar að samráði við aðstandendur d) Það dregur úr ábyrgð læknis á meðferð- inni e) Annað. Hvað? Þeir sem völdu nei í spurningu nr. 2 svari eftir- farandi: Af hverju telur þú ekki æskilegt að til séu skráðar leiðbeiningar um takmörkun með- ferðar við lífslok? a) Það er aldrei réttlætanlegt að takmarka meðferð og því engin þörf á slíkum leið- beiningum b) Slíkar leiðbeiningar kunna að hvetja um of til þess að takmörkun meðferðar sé beitt c) Læknir einn á að ákveða hvað skal gera hverju sinni d) Siðareglur heilbrigðisstétta nægja e) Annað. Hvað? 4. Hvert á að vísa ágreiningi innan heilbrigðis- stétta um takmörkun á meðferð við lífslok? a) Landlæknisembættisins b) Siðanefnda lækna innan spítalans c) Siðanefnda hjúkrunarfræðinga innan spítalans d) Þverfaglegrar siðanefndar innan spítal- ans e) Dómstóla f) Annað. Hvert? 5. Hvert á að vísa ágreiningi milli heilbrigðis- stétta og skjólstæðinga um takmörkun á með- ferð við lífslok? a) Landlæknisembættisins b) Siðanefnda lækna innan spítalans c) Siðanefnda hjúkrunarfræðinga innan spítalans d) Þverfaglegrar siðanefndar innan spítal- ans e) Dómstóla f) Annað. Hvert?

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.