Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1997, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.02.1997, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 101 6. a) Ert þú sammála þeirri fullyrðingu að rétt sé að leyfa ákvörðunarhæfum, ólæknandi, deyjandi sjúklingi að hafna lífslengjandi með- ferð ef hann æskir þess (sammála/ósammála)? b) Myndir þú virða slíkar óskir (já/nei)? 7. a) Telur þú undir einhverjum kringumstæð- um réttlætanlegt að deyða ákvörðunarhæfan, ólæknandi sjúkling ef hann æskir þess (já/nei)? b) Myndir þú undir einhverjum kringum- stæðum deyða slíkan sjúkling ef hann æskti þess (já/nei)? 8. Telur þú þig eiga auðvelt með að ræða við sjúklinga eða aðstandendur um takmörkun á meðferð við lífslok (mjög auðvelt-frekar auð- velt-erfitt-mjög erfitt)? 9. Læknar svari: a) Hefur þú sem læknir samráð við hjúkrun- arfræðinga við ákvörðun um takmörkun meðferðar við lífslok (alltaf-oft-sjaldan- aldrei)? b) Hefur þú sem læknir samráð við sjúkling og/eða aðstandendur við ákvörðun um takmörkun meðferðar við lífslok (alltaf- oft-sjaldan-aldrei)? 10. Hjúkrunarfræðingar svari: Finnst þér sem hjúkrunarfræðingi læknar hafa samráð við hjúkrunarfræðinga við ákvörðun um takmörkun meðferðar við lífslok (alltaf-oft-sjaldan-aldrei) ? 11. Á kostnaður að ráða einhverju um það hvort meðferð er veitt við lok lífs eða ekki (já/nei)? Sjúkrasögur 1. Sigurður er 55 ára, giftur og á tvö uppkom- in börn. Hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Reynt var að nema æxlið brott en það hafði náð að dreifa sér með meinvörp- um og er nú ólæknandi. Undanfarið hefur heilsu Sigurðar hrakað hratt. Hann er nú rúm- fastur á spítala og er ákaflega þjáður þrátt fyrir ítrekaðar meðferðarbreytingar. Lífsvilji Sig- urðar er ljós og í samtali við lækni óskaði hann eftir að endurlífgun yrði beitt ef hann færi í hjarta- eða öndunarstopp. Hvað leggur þú til að verði gert? a) Veitt full meðferð og endurlífgun reynd ef hann fer í hjarta- eða öndunarstopp b) Veitt full meðferð en ekki reynd endur- lífgun ef hann fer í hjarta- eða öndunar- stopp c) Veit líknandi meðferð d) Sýklalyf takmörkuð ef hann fengi sýk- ingu 2. Jóhanna er 76 ára gömul kona með langt genginn hjartasjúkdóm. Hún hefur nú verið rúmliggjandi í tvo mánuði vegna hjartabilunar og brjóstverkja í hvíld. Hún er á fullri lyfja- meðferð. Hún hefur ítrekað lýst því yfir bæði við ættingja og heilbrigðisstarfsfólk að hún sé þreytt á að vera upp á aðra komin og vilji deyja. Hún hefur oft óskað eftir því að starfs- fólk deildarinnar stytti henni aldur. Að mati geðlæknis er hún ekki þunglynd. Hvað leggur þú til að verði gert? a) Haldið áfram fullri meðferð og reynd endurlífgun ef hún fer í hjartastopp b) Haldið áfram fullri meðferð en ekki reynd endurlífgun ef hún fer í hjartastopp c) Veitt líknandi meðferð d) Gefinn einn mjög stór skammtur af mor- fíni 3. Magnús er 74 ára gamall. Hann hefur verið heilabilaður í þrjú ár. Hann er órólegur og hreyfifærni hans er skert. Hann stjórnar ekki þvaglátum og þarf aðstoð við að matast. Magn- ús á fjölskyldu sem lætur sér annt um hann og heimsækir hann daglega. Magnús greinist nú með lungnabólgu. Hvað leggur þú til að verði gert? a) Magnúsi verði gefin sýklalyf án samráðs við fjölskyldu hans b) Veitt líknandi meðferð án samráðs við fjölskyldu hans c) Leitað upplýsinga hjá fjölskyldunni um fyrri óskir Magnúsar. Hafi hann lýst yfir vilja sínum varðandi meðferð við lífslok ætti að virða þann vilja hver sem hann væri d) Leitað eftir vilja fjölskyldu Magnúsar og ákvörðun hennar virt skilyrðislaust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.