Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.02.1997, Blaðsíða 32
104 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Fig. 1. Coronary angiography showing contrastpassingform the right to the left coronary artery and over to the main pulmonary artery through an anomalous origin of the the left coronary artery. 30% og stór gúll sást á framvegg vinstri slegils. Ekki sáust óeðlileg op milli hólfa hjartans. Op- ið á vinstri kransæð fannst ekki í ósæðarrótinni við þræðinguna. Hægri kransæð var hins vegar óeðlilega víð eða 7-8 mm í stað 3^4 mm. Hægt var að fylgja skuggaefni úr henni í stórar grein- óttar hliðargreinar (collaterals) til vinstri kransæðar og þaðan alla leið út í meginslagæð lungnanna (mynd 1). Samkvæmt þessu var ljóst að vinstri kransæðin átti upptök í megin- lungnaslagæöinni. Ari eftir þræðinguna var sjúklingur kallaður inn til hjartaskurðaðgerðar. Hann var ein- kennalaus þá sem fyrr. Skoðun fyrir aðgerð var eðlileg nema hvað broddsláttur hjartans var aukinn og færður hliðlægt til vinstri. Aðurnefnt hjartaóhljóð var til staðar. Röntgenmynd af hjarta og lungum sýndi stóran hjartaskugga en var eðlileg að öðru leyti, einnig blóðhagur, kreatínín, blásturspróf og blóðgös. Á hjartariti sem tekið var fyrir aðgerð sáust Q-takkar í I og aVL, sem merki um gamalt hjartadep, en auk þess sáust merki um stækkun á vinstri slegli. Við aðgerðina var notuð hjarta-lungnavél og líkamskæling. Hægri kransæð reyndist tæplega 8 mm víð með áberandi hliðargreinum yfir til vinstri kransæðar. Vinstri kransæðin var einnig víð eða 6-7 mm og átti upptök í bakvegg meg- instofns lungnaslagæðarinnar. Einnig kom í ljós við aðgerðina stór þunnveggja gúll á vinstri slegli hjartans. Gert var við hjartað með það í huga að auka starfsgetu þess til frambúðar og minnka líkur á skyndidauða. Kransæðakerfi hjartans var breytt úr einnar æðar kerfi í þriggja æða kransæðakerfi. Upp- tök vinstri kransæðar voru færð úr lungnaslag- æð yfir í ósæðina, þar sem henni er ætlað að eiga upptök. Þetta var gert með því að skapa göng (tunnel plastic) milli ósæðar og opsins á vinstri kransæð í stofni lungnaslagæðarinnar. Flipi úr framvegg lungnaslagæðar var saumað- ur fastur við bakvegg hennar og þannig útbúin göng á milli vinstri kransæðar og ósæðar í gegn- um lungnaslagæðina (mynd 2). Jafnframt var gerð kransæðahjáveita (coronary bypass) þar sem brjóstholsslagæðin innan af bringubeini vinstra megin (art. mammaria int. sin.) var tengd enda í hlið á vinstri framveggsgrein (left anterior descending art., LAD). Vinstri slegill hjartans var lagfærður með því að sníða gúlinn þannig burtu að sem eðlilegast form og stærð fengist á hjartað. Endursköpun á kransæðum og vinstri slegli tók 68 mínútur en þann tíma var klemmt fyrir ósæðina og hjartað látið vera alveg án blóðrásar en kælt niður í 12-14°C. Gangur eftir aðgerðina var ágætur og út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.