Læknablaðið - 15.02.1997, Síða 38
110
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
lega framkvæmd rannsóknarinnar og fylgi-
kvilla.
Inngangur
Skeifugarnartota (papilla Vateri) var fyrst
þrædd árið 1968 og sprautað röntgenskugga-
efni upp í gallkerfi og brisgang (1). Rannsókn
með holsjárröntgenmyndun af gallvegum og
brisgangi (endoscopic retrograde cholangio-
pancreatography, ERCP) bætti miklu við fyrri
aðferðir til greiningar á sjúkdómum í þessum
líffærum, sérstaklega þó brisæxli. Notagildi
rannsóknarinnar jókst til muna þegar farið var
að framkvæma aðgerðir samhliða henni. Arið
1973 var fyrsti holsjárskurður á hringvöðva
(papillotomia) framkvæmdur (2) og gert
mögulegt að fjarlægja steina úr gallkerfi (3). I
rúman áratug hefur einnig verið hægt að setja
rör í gegnum þrengsli, svo sem óskurðtæk æxli,
til að auðvelda gallflæði. Árið 1978 var fyrsta
rannsóknin með holsjárröntgenmyndun af
gallvegum og brisgangi gerð á Landspítalanum
og hefur allar götur síðan verið mikilvægur
þáttur við greiningu og meðferð sjúklinga með
sjúkdóma í gallkerfi og brisi. Fyrsti holsjár-
skurður á hringvöðva var gerður á Landspítal-
anurn 1981.
Tilgangur þessarar athugunar var að kanna
umfang rannsókna með holsjárröntgenmynd-
un af gallvegum og brisgangi á Landspítalan-
um, sérstaklega ábendingar, framkvæmd, nið-
urstöður og tíðni aukakvilla.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var afturskyggn og náði yfir 10
ára tímabil, 1983-1992. Alls voru framkvæmd-
ar 644 rannsóknir á 477 sjúklingum, 281 konu
(59%) og 196 körlum (41%). Flestar voru rann-
sóknirnar árið 1990 eða 90 (mynd 1). Meðalald-
ur sjúklinga við fyrstu rannsókn var 60,9 ár, sá
yngsti sjö ára og sá elsti 94 ára. Sjúkraskrár 347
sjúklinga voru skoðaðar, 23 fundust ekki eða
voru óaðgengilegar (27 rannsóknir) og 107
sjúklingar fóru í rannsókn án innlagnar. Að
lokum var farið yfir skrifleg rannsóknarsvör
meltingarsérfræðinga. Skráðar voru upplýsing-
ar um ábendingar fyrir rannsókn, gang rann-
sóknar, það er hvort þræðing á hringvöðva
tókst og hvort það gangakerfi sem sóst var eftir
sást. Þá voru skráðar niðurstöður úr gallvegum
annars vegar og brisi hins vegar og einnig hvort
eitthvað var óeðlilegt við gallgangsmunnann
og nágrenni hans. Loks voru aðgerðir skráðar
og ábendingar fyrir þeim. Að endingu voru
skráðir fylgikvillar ef einhverjir voru. Bris-
bólga var skilgreind sem kviðverkir innan 24
stunda eftir rannsókn ásamt hækkun á amýlasa
í sermi. Hún var flokkuð sem væg (skemur en
48 stundir), meðal (tveir til sjö sólarhringar) og
svæsin (lengur en sjö dagar og krafðist skurð-
aðgerðar eða gjörgæslu). Gallvegasýking var
fylgikvilli ef klínískur grunur var um slíkt og
blæðing ef fall á blóðrauða eftir aðgerð var það
mikið að það krefðist blóðgjafar.
Ekki voru gefin sýklalyf nema sérstakt tilefni
væri til.
Við tölfræðiútreikninga var notað kí-
kvaðratspróf og 5% munur talinn marktækur.
Niðurstöður
Af þeim 477 sjúklingum er fóru í rannsókn-
ina á þessu 10 ára tímabili, var hún gerð í
greiningarskyni hjá 464,13 höfðu þekkta sjúk-
dómsgreiningu fyrir. Grunur um stein í
gallpípu var algengasta ábendingin eða hjá 273
sjúklingum (58,8%) (tafla I) og hafði gallblaðr-
an verið tekin hjá 27,8% þeirra. Ef teknar eru
saman allar rannsóknir og aðgerðir voru gall-
steinar ábendingin í 360 rannsóknum (55,9%).
Rannsóknin var endurtekin hjá 106 sjúklingum
(22,2%) bæði til greiningar ef sú fyrsta mis-
tókst og eins til að kanna árangur aðgerðar eða
endurtaka hana. Þræðing á hringvöðva í
skeifugarnartotu tókst í 602 rannsóknum eða í
93,5% tilrauna. Skeifugarnartotan fannst ekki
í sjö skoðunum, var þar af falin inni í skeifu-
garnarpoka hjá fimm sjúklingum. Rannsóknin
tókst fullkomlega í 82% tilfella, það er ganga-
kerfi sem sóst var eftir sást. Poki við skeifu-
garnartotu (juxtapapillary diverticulum)
Fig. 1. Number of ERCP procedures at Landspítalinn, the
National University Hospital in Iceland, for the period 1983-
1992.