Læknablaðið - 15.02.1997, Side 46
118
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Umræða og fréttír
„Nýjungar“ í sjúkrahúsrekstri
Landlæknir ritar grein í
Læknablaðið í janúar 1997 undir
fyrirsögninni: Hvers vegna er
brugðist seint við nýjungum í
sjúkrahúsrekstri? Hann furðar
sig á því hvers vegna við höfum
ekki tekið upp ýmis rekstrar-
form í þjónustu við sjúklinga
sem eru ódýrari og aðrar þjóðir
hafa í ríkum mæli tekið upp.
Hér er um að ræða sjúkrahótel,
hjúkrunarhótel, aðhlynningar-
stofnanir og dagdeildarstarf-
semi. Greining landlæknis á
ástandinu er hárrétt. Við erum
langt á eftir öðrum þjóðum
hvað þetta varðar og þá einkum
og sér í lagi Bandaríkjamönnum
eins og hann tekur réttilega
fram. En Skandínavar hafa
einnig tekið sig mjög á og stór-
aukið þessa starfsemi á undan-
förnum árum.
Lækningin sem landlæknir
telur að til þurfi, það er að fjölga
fagfólki í stjórnum heilbrigðis-
stofnana, er að mínu mati röng
og sýnir að hann skortir skilning
á grundvallarorsök vandans.
Vandamálið er nefnilega röng
fjármögnun sjúkrastofnana.
Fjármögnun sjúkra-
stofnana
Til þess að ná fram hagræð-
ingu og nýta það fjármagn sem
lagt er til heilbrigðisþjónust-
unnar þannig að sem mest náist
út úr því þarf að breyta núver-
andi hugsunarhætti. Pað er
kominn tími til að við förum að
átta okkur á því að núverandi
fjármögnunarkerfi, það er föst
fjárlög, er löngu gengið sér til
húðar og er beinlínis skaðlegt
fyrir eðlilega þróun þjónustunn-
ar í samræmi við breyttar að-
stæður.
Til þess að hagkvæmni ofan-
greindra breytinga, sem land-
læknir nefnir, komi í ljós þarf að
gera allan kostnað við heil-
brigðisþjónustuna sýnilegan.
Það verður ekki gert með öðru
móti en því að færa kostnaðinn
niður á sjúkling. Þannig verður
mögulegt að tengja kostnaðinn
sjúkdómsgreiningu og aðgerð
og á þann hátt bera saman hag-
kvæmni hinna ýmsu meðferðar-
forma. Hagkvæmni þess að
þjóna sjúklingi á dagdeild á
móti því að leggja hann inn til
sólarhringsdvalar kemur ekki í
ljós nema kostnaðurinn í báðum
tilfellum sé sýnilegur og saman-
burðarhæfur. Það sama gildir
að sjálfsögðu um önnur form
þjónustunnar svo sem sjúk-
lingahótel og fleira.
Gæði í heilbrigðisþjónustu
hafa verið endurskilgreind á
þann hátt að þau merki þjón-
ustu sem er veitt þannig að
sjúklingurinn fái það sem hann
þarfnast með sem minnstum til-
kostnaði. Við þær aðstæður að
fjármagn til heilbrigðisþjónustu
er af skornum skammti, þýðir
sóun einfaldlega að ekki geta
jafnmargir notið þjónustunnar
eins og ef allrar hagkvæmni
hefði verið gætt. Þannig er hægt
að halda því fram að stofnun
sem leggur sjúkling inn til sólar-
hringsdvalar sem hægt væri að
sinna jafnvel á dagdeild fari
ekki vel með það fjármagn sem
henni er ætlað til reksturs og
gæði þjónustunnar verði þar af
leiðandi í lágmarki.
Skilningur fagaðila
Lausnin á vandanum sem
landlæknir minnist á, það er að
fjölga fagaðilum í stjórn sjúkra-
stofnana, gengur ekki vegna
þess að því miður hefur mér
sýnst að skilningur ýmissa fag-
aðila á eðli málsins sé takmark-
aður og því engin trygging fyrir
lausn á þann hátt. Það eina sem
tryggir bestu nýtingu fjármagns
er að venjulegum viðskiptaað-
ferðum í rekstri sjúkrastofnana
sé beitt.
Ólafur Örn Arnarson læknir,
framkvæmdastjóri við
Sjúkrahús Reykjavíkur
Iðgjald
til Lífeyrissjóðs lækna
Eitt stig fyrir árið 1996 er kr. 204.000,- þannig að
lágmarksiðgjald til að viðhalda réttindum, það er 1/3 úr
stigi, er kr. 68.000.-
Þau sem borga iðgjaldið beint til sjóðsins, eru beðin
að inna það af hendi sem fyrst.