Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1997, Page 47

Læknablaðið - 15.02.1997, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 119 Almennur fundur í Læknafélagi Reykjavíkur fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:30 í Hlíðasmára 8, Kópavogi Fundarefni: 1. Stjórnun heilbrigðisstofnana. Hlutverk lækna. 2. Kynna þarf framboð sem fram verða lögð á aðalfundi LR í Hlíðasmára 8, Kópavogi 13. mars næstkomandi. Kjósa á sex menn í meðstjórn til tveggja ára og þrjá varamenn. Einnig þarf að kynna framboð að tillögum um fulltrúa LR á aðalfund LÍ1997. Ekki verða aðrir í kjöri á aðalfundi þann 13. mars en tillögur koma fram um á þessum fundi. 3. Önnur mál. Stjórn LR Samningamál Heimilislæknar Þann 17. desember síöastliðinn var skrifað undir breytingar á samningi heimilislækna ut- an heilsugæslustöðva og var launaliði breytt til samræmis við hækkun launa heilsugæslu- lækna, að frádregnu vægi bifreiðastyrks í launatöflu hinna síðarnefndu. Samningurinn er uppsegjanlegur af hálfu hvors aðila með eins mánaðar fyrirvara. Sjúkrahúslæknar Kröfugerð samninganefnda LÍ og LR var kynnt á fjölmennum fundi lækna 27. desem- ber síðastliðinn. Fulltrúar lækna hafa átt tvo fundi með viðsemjendum og má segja að útlit um viðunandi niðurstöðu sé heldur dapur- legt. Sérfræðilæknar á stofum Læknafélag Reykjavíkur hefur sagt upp samningi um sérfræðilæknishjálp frá og með 1. apríl næstkomandi. PÞ

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.