Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Síða 49

Læknablaðið - 15.02.1997, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 121 Æðaskurðlækningafélag íslands ekki lengur í félaginu og vitnaði þar í lög um stéttarfélög. Ég ákvað því enn um sinn að vera í félaginu, sem ég uni mér svo illa í. Ég tel hins vegar að heimilis- læknar eigi að taka höndum saman og fá lögum landsins breytt, þannig að við getum myndað okkar eigin stéttarfé- lag. Við fáum þar með árgjöld- in, sem verða okkur að litlu gagni í LÍ, enda þau notuð þar til hagsmunagæslu fyrir sér- greinalækna og um leið til að vega að réttindum heimilis- lækna. Ég skal þó viðurkenna að ég hef hingað til borið þá veiku von í brjósti að allir læknar geti verið sáttir í einu stéttarfélagi. Til þess að svo verði þarf að koma til mikil breyting á afstöðu þeirra sem eru í meirihluta inn- an LÍ. Veit ég reyndar eftir sam- töl mín við nokkra góða kollega meðal sérgreinalækna að þeir vilja sjá breytingu og hafa lýst yfir vanþóknun sinni á harðlínu- stefnu formanns LI og meiri- hluta stjórnar félagsins gagnvart heimilislæknum. Það erreyndar svo að lítilsvirðing og undirok- un gengur ekki endalaust því um síðir er vönduðu og siðuðu fólki svo misboðið að slíkt er ekki látið viðgangast. Ég vona því sannarlega að innan tíðar sjáum við heimilislæknar hugar- farsbreytingu hjá forystu lækna- samtakanna í þessu tilliti. Að öðrum kosti er það óhjákvæmi- legt að læknasamtökin klofni. 5.janúar 1997 Gunnar Helgi Guðmundsson, heimilislæknir Heilsugæslustöðinni í Fossvogi Hinn 3. desember síðastlið- inn var haldinn stofnfundur Æðaskurðlækningafélags Is- lands (The Icelandic Society for Vascular Surgery). Æðaskurð- lækningafélag Islands er sjálf- stæður félagsskapur lækna um æðaskurðlækningar. Félagið er opið öllum læknum sem áhuga hafa á framgangi og markmið- um félagsins. Markmið félagsins er að stuðla að framgangi æðaskurð- lækninga á Islandi. Stuðla að rannsóknum, fræðslu og gæða- mati á sviði æðaskurðlækninga og tengdra greina. Sinna sam- starfi og ráðgjöf við fyrirtæki, stofnanir og heilbrigðisyfirvöld sem áhuga hafa á æðaskurð- lækningum eða tengdum svið- um læknisfræðinnar. Stuðla að samstarfi innlendra og erlendra einstaklinga, stofnana og fé- lagasamtaka á þessu sviði og Sendið til Haraldar Haukssonar styðja námskeiðahald, útgáfu fræðslu-, kynningar- og frétta- efnis um æðasjúkdóma, nýjung- ar og tækni á sviði æðaskurð- lækninga eða tengdra greina. Framhaldsaðalfundur verður vorið 1997 og var nýkjörinni stjóm falið að vinna að endan- legri mótun félagsins og stofn- skrá og aðild að The Scand- inavian Association for Vascul- ar Surgery. Stjórn félagsins skipa: Dr. Stefán E. Matthíasson for- maður, skurðlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, dr. Halldór Jóhannsson gjaldkeri, handlækningadeild Landspítal- ans og Haraldur Hauksson rit- ari, handlækningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri Allir sem vilja verða stofnfé- lagar vinsamlegast fyllið í seðil- inn og sendið með bréfsíma áleiðis. Stofnfélagi í Æðaskurðlækningafélagi íslands ritara Æðaskurðlækningafélags íslands handlækningadeild FSA 600 Akureyri Bréfsími 462 4621 Óska eftir að vera stofnfélagi í Æðaskurðlækningafélagi íslands Nafn Staða Sérgrein Póstfang Staður Póstnúmer Sími Bréfsími Netfang Endurbirt frá síðasta blaði vegna misritunar á nafni félagsins.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.