Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1997, Síða 56

Læknablaðið - 15.02.1997, Síða 56
126 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Eigindlegar rannsóknaraðferðir í heilbrigðis- og félagsvísindum Miðvikudaginn 12. febrúar -19. mars kl. 16:30-19:00 (6x). Verð kr. 10.500. Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem eru með rannsóknarverkefni í gangi. Kennari Rannveig Traustadóttir, lektor við HÍ. Hvernig á að skrifa grein í vísindatímarit? Krókar og keldur 4. apríl kl. 10:00-17:00. Verð kr. 6.200 Ætlað læknum, hjúkrunarfræðingum og líffræðingum sem starfa að rannsóknum eða hyggjast gera það í framtíðinni. Kennarar Edward Campion aðstoðarritstjóri New England Journai of Medicine, Guðmundur Þorgeirsson yfirlæknir og Magnús Jóhannsson prófessor. Aðferðir í félagsvísindum Gæðamat á meðferðarstarfi og þjónustuúrræðum 9.-11. apríl kl. 09:00-16:00. Verð kr. 14.500 Einkum ætlað félagsráðgjöfum, sálfræðingum, læknum og fleirum. Kennari Per Áke Karlsson dr. í félagsráðgjöf. Heilbrigðislögfræði fyrir stjórnendur heilbrigðisstofnana 26. febrúar kl. 13:00-17:30. Verð kr. 4.500 Ætlað framkvæmdastjórum heilbrigðisstofnana, stjórnarformönnum, yfirlæknum, hjúkr- unarforstjórum og öðrum stjórnendum. Kennari Dögg Pálsdóttir hrl. Upplýsingar og skráning í símum 525 4923 og 525 4924, bréfsíma 525 4080 og tölvupósti endurm@rhi.hi.is Þriðja alþjóðlega NIVA-námskeiðið um áhrif líkamlegs og andlegs vinnuálags á heilsufar, Reykjavík 11.-15. maí Þekking á lífeðlisfræðilegum viðbrögðum við líkamlegu og andlegu vinnuálagi er nauð- synleg forsenda skilnings á vinnutengdri vanheilsu og skipulagi forvarna. Fjallað verður um aðferðir til að meta vinnuálag, lífeðlisfræðilega svörun og tilurð sjúkdóma. Meðal annars: mælingar á líkamlegu og andlegu vinnuálagi, sál-vefræna sjúkdóma eða einkenni, svörun vöðva-, hjarta-, blóðrásar- og ónæmiskerfis, sársauka- skynjun, faraldsfræðilegar rannsóknir á óþægindum frá hreyfi- og stoðkerfi, áhættuþætti vinnutengdra óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi, meinafræðilegar skýringar. Umsóknarfrestur er til 9. mars næstkomandi. Námskeiðið fer fram á ensku, fjöldi þátttakenda takmarkast við 30. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Vinnueftirliti ríkisins, Þórunni Sveinsdóttur sjúkraþjálfara í síma 567 2500, bréfsíma 567 4086

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.