Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1997, Page 58

Læknablaðið - 15.02.1997, Page 58
128 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Heilsugæslustöðin Raufarhöfn Heilsugæslustöð Norður-Þingeyjarsýslu Staða heilsugæslulæknis með aðsetur á Raufarhöfn er laus til umsóknarfrá 1. apríl næstkomandi, eða síðar eftir samkomulagi. Staðan telst H1 staða, en í gildi er samstarfssamningur við nágrannastaðina Þórshöfn og Kópasker um vinnu- og vaktafyrirkomulag þannig að möguleikar á lengri fríum eru góðir. Þetta er því kjörið starf fyrir lækni sem vill vinna mikið en eiga góð frí á milli. Samkvæmt staðarsamningi á svæðinu er einnig um launaálag og fleiri sérkjör að ræða svo sem bíl til afnota í vitjanir og á vöktum. Nánari upplýsingar veita: Sigurður Halldórsson læknir í síma 465 2109 eða 465 2166 og Birna Björnsdóttir stjórnarformaður í síma 465 1163. Deildarlæknir óskast landspítalinn Fjórir deildarlæknar (reyndir aðstoðarlæknar) óskast á handlækningadeild Landspítalans sem hér segir: 1) frá 1. apríl 1997, 2) frá 1. ágúst 1997, 3) frá 1. september 1997 og 4) frá 1. október 1997. Upplýsingar veitir Ragnhildur Steinbach ásamt deildarlæknum í síma 5601000 (kalltæki). Umsóknir berist til Jónasar Magnússonar prófessors, handlækningadeild Landspítalans fyrir 1. mars næstkomandi. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Um- sóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.