Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 6
146 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 146-7 Ritstjórnargrein Nýr samningur um líffæraflutninga Líffæraflutningur er nauðsynlegur þáttur í meðferð ýmissa sjúkdóma. Hornhimnu- ígræðslur hefa verið stundaðar hér á landi, en ekki flutningur innri líffæra milli fólks. Til eru íslenskir læknar, meðal annars starfandi hér á landi, sem hafa reynslu af líffæraígræðslum og meðferð í kjölfar aðgerðar (ónæmisbælingu og meðferð höfnunareinkenna), sem geta verið flóknari og erfiðari en ígræðsluaðgerðin. Líf- færaígræðslur eru hins vegar of fáar hérlendis til að læknar geti viðhaldið færni sinni á því sviði. Við verðum því að leita út fyrir land- steinana, til stofnana þar sem þjálfun, þekking og aðstæður eru eins og best verður á kosið. Árið 1991 setti Alþingi tvenn lög sem lögðu grunninn að því að hægt væri að semja við erlenda aðila um líffæraflutninga, lög (nr. 15/ 1991) um ákvörðun dauða og lög (nr. 16/1991) um brottnám líffæra og krufningar. Áður höfðu íslendingar aðeins getað verið þiggjend- ur líffæra (einkum með nýrnaígræðslum í Kaupmannahöfn og hjartaígræðslum í Lond- on). Árið 1992 sömdu Tryggingastofnun ríkisins (TR) og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið við fyrirtækið Gothenburg Health Care AB í Gautaborg um að Sahlgrenska sjúkrahús- ið annaðist líffæraflutninga fyrir íslendinga. Eftir það komu læknar þaðan og tóku hér líf- færi þegar þau féllu til. Sá hluti starfseminnar gekk mjög vel. Hins vegar reyndist kostnaður vegna líffæraígræðslna í Gautaborg og tengdra forrannsókna og eftirlits hærri en ásættanlegt var. Ákveðið var að segja samningnum upp og kanna möguleika á að fá þessa þjónustu annars staðar. Gengið var út frá því að samið yrði við sjúkrahús sem gæti tryggt íslendingum jafnan rétt til líffæra og íbúurn þarlendis og veitt al- hliða þjónustu (ígræðslu á nýrum, hjörtum, lungum og lifrum). Aflað var upplýsinga frá líffæraígræðslustofnunum í nálægum löndum (á Norðurlöndum og í Bretlandi) og frá lækn- urn hérlendis. Góðir möguleikar sýndust á að hægt væri almennt að annast bæði rannsóknir fyrir og eftirlit eftir líffæraígræðslur hér á landi. Af þeim sjúkrahúsum sem leitað var eftir upp- lýsingum frá þóttu að lokum aðeins tvö koma til greina, Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gauta- borg og Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn. Ár- angur meðferðar var jafn góður á þessum sjúkrahúsum, bæði gátu boðið alhliða þjónustu og verð grunnþjónustu var áþekkt. Hins vegar þótti Ríkisspítalinn vænlegri til samvinnu um þannig verklag að takast mætti að draga úr kostnaði vegna líffæraígræðslna. Auk þess eru flugsamgöngur mun greiðari við Kaupmanna- höfn en Gautaborg. Fargjöld og uppihaldskostnaður sjúklinga og aðstandenda hafa verið verulegur hluti af heildarkostnaðinum. Hefur það verið rakið til þess að sænsku læknarnir hafa viljað fá verð- andi líffæraþega fyrirfram út til rannsókna og stundum látið þá bíða langtímum saman í Gautaborg eftir líffæri og að fólk hefur þurft að liggja lengi á spítalanum eftir ígræðsluaðgerð- ina og einnig þurft að koma margsinnis í eftirlit síðar. Á Ríkisspítalanum er hins vegar gengið út frá því að forrannsóknir fari fram á íslandi, þannig að verðandi líffæraþegi þurfi alla jafna ekki að koma til Kaupmannahafnar fyrr en til ígræðsluaðgerðar kemur. Gert er ráð fyrir að líffæraþeginn liggi stutt á spítalanum eftir að- gerð og fái síðan framhaldsmeðferð á sjúkra- húsi á Islandi og að læknar hér á landi séu síðan fullfærir um að annast allt eftirlit. Þetta er sama fyrirkomulag og gildir fyrir Dani sem koma á Ríkisspítalann frá öðrum sjúkrahúsum í Danmörku. Hægt var að semja beint við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn, en um þjónustu á Sahl- grenska sjúkrahúsinu varð ekki komist hjá að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.