Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 58
186
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Námskeið í ortópedískri medisín að
Reykjalundi dagana 24.-26. apríl
Lendhryggur og mjöðm
Námskeið í ortópedískri medisín verður haldið að Reykjalundi dagana 24.-26. apríl
næstkomandi. Er þetta annað í röð fjögurra slíkra námskeiða, en hið fyrsta var haldið í
september síðastliðnum og var þá fjallað um öxl og brjósthrygg. Námskeiðin eru fyrst og
fremst hugsuð sem framhaldsnámskeið fyrir þá sem lokið hafa grunnnámskeiði í grein-
ingu, en þó er gert ráð fyrir að hægt sé að ná tilætlaðri grunnþekkingu með heimavinnu.
Þá mun og verða rifjuð upp greining á námskeiðunum, en aðaláhersla lögð á meðferð.
Námskeiðin eru ætluð læknum og sjúkraþjálfurum en fjöldi þátttakenda verðurtakmark-
aður og gert ráð fyrir að þeir sem fyrstir sækja gangi fyrir.
Upplýsingar um námskeiðin gefa Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi (s. 566 6200) og
Óskar Reykdalsson, læknir á Heilsugæslustöðinni á Selfossi (s. 482 1300).
Heilsugæslulæknir
Staða heilsugæslulæknis til afleysinga í eitt ár við Heilsugæslustöð Suður-
nesja, Keflavík, er laus til umsóknar og veitist frá 1. júní næstkomandi.
Umsækjendur skulu hafa viðurkenningu sem sérfræðingar í heimilislækning-
um.
Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 10. mars næstkomandi á sérstökum
eyðublöðum, sem látin eru í té á skrifstofu heilsugæslustöðvarinnar, Mánagötu
9, Keflavík og á skrifstofu landlæknis.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 422 0580 og yfirlæknir stöðvar-
innar í síma 422 0500.
Keflavík 11. febrúar 1997
Framkvæmdastjóri