Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 189 Staða yfirlæknis Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við sjúkrahúsið, um er að ræða 75% stöðu. Æskileg sérgrein er almennar skurðlækningar. Hér er um að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og er vinnuaðstaða og tækjakostur á stofnuninni mjög góður. Á sjúkrahúsinu eru 76 rúm sem skiptast í 16 rúm á sjúkradeild, fjögur rúm á fæðingardeild og 56 rúm á hjúkrunardeildum. Þar fyrir utan er 10 rúma þjónustudeild rekin í tengslum við sjúkrahúsið. Stofnunin hefur á að skipa góðu og samstilltu starfsfólki sem leggur metnað sinn í að gera gott sjúkrahús betra, en á sjúkrahúsinu er rekin öflug og stöðugt vaxandi starfsemi. Heilsugæslustöð er rekin í starfstengslum við sjúkrahúsið en alls starfa sex læknar við stofnanirnar. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir framtakssama og metnaðarfulla einstaklinga. Stöðunni fylgir embættisbústaður. Hvernig væri að takast á við ný og spennandi verkefni og um leið kynnast Skagafirði og Skagfirðingum af eigin raun? Umsóknarfrestur um stöðuna er til 15. mars næstkomandi en staðan veitist eftir nánara samkomulagi. Umsóknir skulu sendast Birgi Gunnarssyni framkvæmdastjóra sjúkra- hússins. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 455 4000. f Skagafirði búa um það bil 5.000 manns þar af búa 2.800 á Sauðárkróki. Sauðárkrókur hefur verið í stöðugum vexti undanfarin ár og byggir á öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi og fjölbreytni í þjónustu við íbúa héraðsins. fþrótta- og félagslíf er hér í miklum blóma. f héraðinu eru tveir framhaldsskólar, á Sauðárkróki er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra með tæplega 500 nemendur og á Hólum í Hjaltadal er rckinn bændaskóli. Sauðárkrókur liggur vel við samgöngum og eru þær góðar bæði í lofti og á landi. Skagafjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð og má segja að þar séu merkir staðir og atburðir úr íslandssögunni við hvert fótmál. Heilsugæslustöðin á Sauðárkróki Læknir óskast til afleysinga við Heilsugæslustöð og Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki í sex til sjö mánuði eða samkvæmt samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Einnig óskast læknir til sumarafleysinga á Heilsugæslustöðina á Sauðárkróki (50% staða á sjúkrahúsinu fylgir). Mjög góð starfsaðstaða. Upplýsingar veitir Örn Ragnarsson yfirlæknir í síma 455 4000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.