Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 149 svefnlyf frá læknum og flestir fengu lyf fyrst hjá lækni. Fjórðungur þátttakenda byrjaði töku svefnlyfja eftir minna en eins mánaðar svefn- erfiðleika. Algengt var að reyna húsráð við kvíða og svefnleysi. Sektarkennd vegna lyfja var sjaldgæf og meirihluti þátttakenda höfðu reynt að hætta við lyfin. Flestir voru vel upp- lýstir um meðalsvefnþörf. Alyktun: Niðurstöður okkar benda til þess að fræðsla til sjúklinga á svæðinu um svefn- vandamál, ábyrgð á eigin heilsu svo og hættu á ávana við langvarandi notkun róandi lyfja og svefnlyfja hafi í meginatriðum komist til skila. Líklegt er að hægt sé að auka hlutfall þeira sem tileinka sér einföld húsráð eða sjálfumönnun til að minnka lyfjanotkun. Inngangur Róandi lyf og svefnlyf eru mikið notuð hér á landi (1). Fyrir rúmum áratug gerðu heilbrigð- isyfirvöld átak í því að minnka notkun róandi lyfja. Rannsóknir síðari ára sýndu síðan að notkun þeirra hefur farið minnkandi, bæði hér- lendis og erlendis (1,2). Enda þótt hin gullna regla sé að taka sem minnst af lyfjum getur verið erfitt að minnka núverandi töku róandi lyfja og svefnlyfja (3) eða að breyta ávísana- venjum lækna (4), enda ekki alltaf ljóst hvort æskilegt sé að breyta því sem fyrir er. Heimilislæknar sinna að mestu sjúklingum sem þarfnast róandi lyfja og svefnlyfja, en nokkur munur er þó á milli þéttbýlis og dreif- býlis (5). Fyrri rannsóknir á þessu sviði hafa einkum beinst að ávísanavenjum lækna og heildarnotkun þessara lyfjaflokka (6) en í mun minna mæli hefur verið fjallað um þekkingu og væntingar sjúklinganna sjálfra (7). Tilgangur rannsóknarinnar sem hér er greint frá var því að afla upplýsinga um þekkingu og viðhorf sjúklinga í dreifbýli til eigin notkunar á róandi lyfjum eða svefnlyfjum svo og vitneskju þeirra um svefn og svefnþörf. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var framkvæmd í Egilsstaða- læknishéraði og nær til áranna 1986-1993, þá voru að meðaltali 3029 íbúar í héraðinu. Ein heilsugæslustöð er í héraðinu samtengd sjúkra- húsinu og starfa þar þrír heimilislæknar sem sinna bæði heilsugæslustöðinni og sjúkrahús- inu. Rannsóknin er hluti stærri rannsóknar um notkun svefnlyfja og róandi lyfja (8). Fenginn var nafnalisti úr tölvuskráðum sjúkraskrám allra þeirra einstaklinga sem voru heimilisfastir í héraðinu 1994 og höfðu fengið svefnlyf (N 05 C) eða róandi lyf (N 05 B) á árunum 1986-1993 (n=577). Úr þessum nafna- lista voru síðan valin tilviljanakennd aldurs- flokkuð(stratified) úrtök, annars vegar fyrir þá sem höfðu fengið róandi lyf (n=117) og hins vegar fyrir þá sem höfðu fengið svefnlyf (n=91). Við val í flokka var eingöngu farið eftir lyfjategund, þó í vissum tilvikum kæmi fram í sjúkraskrá að læknir hefði ávísað róandi lyfjum sem svefnlyfjum. Spurningalistar voru sendir þátttakendum, 22 spurningar um róandi lyf og 24 spurningar um svefnlyf. Spurningar voru þær sömu eða samsvarandi eins og mögu- legt var á spurningalistunum. Við gerð spurn- inga var stuðst við spurningalista úr svipaðri rannsókn í Gavle í Svíþjóð (7) en spurningar þýddar og staðfærðar að íslenskum aðstæðum. Spurningalistar voru auðkenndir með númeri og sjúklingum heitið nafnleynd í meðfylgjandi bréfi. Upplýsingar úr spurningalistum voru ekki bornar saman við upplýsingar í sjúkraskrá viðkomandi. Niðurstöður Alls svöruðu 160 einstaklingar (77%), þar af voru 87 (74%) notendur róandi lyfja og 73 (80%) notendur svefnlyfja. Svörun var það góð að ekki þurfti að senda áminningarbréf eins og ætlað var. Ekki var marktækur munur á samsetningu hópanna. Konur voru í meirihluta þátttakenda og tveir þriðju var giftur eða í sambúð. Helmingur þátttakenda vann utan heimilis að hluta eða fulla vinnu en þriðjungur var með ellilífeyri. Meðalaldur svefnlyfjanot- enda var 60,1 ár, en aðeins lægri eða 55,1 ár hjá notendum róandi lyfja. Þegar könnunin var gerð notuðu 57% svefnlyf en 34% róandi lyf. Róandi Iyf: Þrjátíu af hundraði höfðu notað róandi lyf skemur en eitt ár og 13% lengur en fimm ár. Ellefu af hundraði biðu skemur en einn mánuð áður en notkun róandi lyfja hófst, 35% biðu lengur en eitt ár og jafnmargir gátu ekki munað hve lengi þeir höfðu átt við vanda- mál að stríða áður en lyfjanotkun hófst. Helmingur (53%) aðspurðra notaði lyfin til- fallandi en 25% daglega. Meirihlutinn (61%) tók lyfin eingöngu að kvöldi, 13% tvisvar á dag og 7% tóku lyfin þrisvar á dag. Spurt var um tildrög eða upphaf notkunar. Fáeinir (7%) fengu lyf í fyrsta skipti lánuð hjá vinum eða kunningjum, 87% fengu lyfseðil hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.