Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
153
Flogafár án krampa
Sjaldgæf en mikilvæg orsök langvarandi
skerðingar á meðvitund
Elías Ólafsson”, Torfi Magnússon21
Ólafsson E, Magnússon T
Non-convulsive status epilepticus. A rare but impor-
tant reason for prolonged loss of conciousness
Læknablaðið 1997; 83; 153-6
Non-convulsive status epilepticus is a rare form of
epilepsy. The predominant clinical feature is pro-
longed loss of consciousness without prominent mo-
tor features. The diagnosis is often difficult because
of the non-specific nature of the symptoms and this
diagnostic possibility has to be born in mind when
patients present with unexplained alteration in the
level of consciousness, especially if there is a prior
history of epilepsy.
The electroencephalogram plays a key role in the
diagnosis and intravenous administration of diaze-
pam is a useful diagnostic test, especially in conjunc-
tion with EEG.
We present three patients recently diagnosed in Ice-
land.
Keywords: non-convuisive status epiiepticus, epilepsy,
seizure.
Frá '’taugalækningdeild Landspítalans, 2|tauga- og endur-
hæfingardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi. Fyrir-
spurnir og bréfaskipti: Elias Ólafsson, taugalækningadeild
Landspítalans, 101 Reykjavík.
Ágrip
Flogafár án krampa (non-convulsive status
epilepticus) er sjaldgæft afbrigði flogaveiki.
Megineinkenni er langvarandi skerðing á með-
vitund án þess að sjúklingur stífni upp eða
kippir sjáist í útlimum. Heilarit meðan á ein-
kennum stendur er lykillinn að greiningunni
því það sýnir stanslausa flogavirkni.
Gagnlegt er við greiningu að gefa díazepam í
bláæð. Við það hætta einkenni tímabundið og
flogabreytingar í heilariti minnka eða hverfa.
Inngangur
Flogafár án krampa (non-convulsive status
epilepticus) er sjaldgæft en vel þekkt afbrigði
flogaveiki sem orsakar langvarandi meðvit-
undarskerðingu. Greining er mikilvæg svo
hægt sé að meðhöndla sjúklinginn á réttan
hátt.
Flogaveiki er algengur sjúkdómur og árlegt
nýgengi í nýrri íslenskri rannsókn reyndis 47 á
100.000 íbúa (1) og er það mjög sambærilegt
við rannsóknir í öðrum vestrænum löndum.
Nýgengi flogafárs án krampa í óvöldu þýði er
óþekkt en við rannsókn á upptökusvæði
sjúkrahúss í Svíþjóð (2) reyndist tíðnin vera 1,5
á 100.000 íbúa á ári. Greining er stundum erfið
og líklegt er að sjúkdómsmyndin sé vangreind
(3). Flogafári án krampa er skipt í tvær megin-
tegundir, það er temporal lobe eða complex
partial status epilepticus (ráðvilluflog) (4) ann-
ars vegar og absertce status epilepticus hins veg-
ar.
Lykilorð: flogaveiki, flogafár, fiog.