Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 179 Eiga læknar að kjósa landlækni? Sú tillaga kom fram í stjórn Læknafélags íslands að stjórnin skyldi leggja til að læknar kysu landlækni. Pessari hugmynd er komið á framfæri við lækna og vænst umræðu þeirra á meðal um tillöguna og stjórnin biður um ábendingar. Mætti taka til- lögu þessa upp innan svæðafé- laganna eða í hinum stóru sér- greinafélögum lækna. Augljóslega þarf að breyta lögum til þess að þetta fyrir- komulag á vali landlæknis gangi eftir. Nú er staða landlæknis aug- lýst laus til umsóknar og gerðar ákveðnar kröfur til þeirra er geti gegnt þessu embætti og þá meðal annars að þeir skuli vera sérfræðingar í embættislækn- ingum. Þetta ákvæði takmarkar mjög fjölda þeirra lækna sem um embættið geta sótt. Um- sóknir fara fyrir stöðunefnd og síðan kemur til veiting embætt- isins. Að frumkvæði núverandi landlæknis hefur verið stofnuð nefnd er komast skuli að niður- stöðu um það hvort svo þröng skilyrði um sérfræðiþekkingu skuli vera nauðsynleg til þess að geta setið í embætti landlæknis eða hvort rýmka skuli reglur með tilliti til þess að fleiri lækn- ar geti sótt um embættið. Þessi nefnd hefur enn ekki skilað áliti en í henni situr meðal annars fulltrúi Læknafélags íslands. Stjórn Læknafélags íslands telur að þröng ákvæði um sér- fræðiþekkingu eigi ekki við um lækni þann sem situr í embætti landlæknis og segja má að þessi umræða hafi meðal annars leitt til þess að tillagan um að læknar kysu landlækni kom fram í stjórn Læknafélags íslands en flutningsmaður tillögunnar er Sigurbjörn Sveinsson sem sæti á í stjórn Læknafélags íslands. Stjórn Læknafélags íslands er í heild meðmælt tillögunni og þar með þessu fyrirkomulagi á vali landlæknis og mun koma hugmyndinni formlega á fram- færi við rétta aðila enda komi ekki fram gegn henni eindregin og rökstudd andstaða frá lækn- um. Stjórn Læknafélags íslands er þess fullviss að með slíku kosningafyrirkomulagi muni veljast vel hæfur læknir til starfsins framvegis eins og verið hefur hingað til. í>ví er ítrekuð ósk um umræðu meðal lækna um þessa hugmynd eins og nefnt er að framan og stjórn Læknafélags íslands biður um ábendingar. Stjórn LÍ Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur 1997 verður haldinn fimmtudaginn 13. mars næstkomandi kl. 20:30 í Hlíðarsmára 8. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosningar a. Sex menn í meðstjórn til 2ja ára b. Þrír varamenn til eins árs c. Fimmtán fulltrúar á aðalfund LÍ1997 og jafnmargir til vara d. Tveir endurskoðendur og tveir til vara Á félagsfundi 13. febrúar síðastliðinn voru kynnt framboð samkvæmt liðum a-c. 3. Önnur mál Stjórn LR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.