Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 167 háskammtameðferð til að auka samdráttar- kraft hjartavöðvans (high-dose inotropic support), átta sjúklinga þurfti að meðhöndla í öndunarvél og sjö þurftu á endurlífgun að halda. Truflun á vökva- og saltjafnvægi eftir þrálát uppköst þarf að meðhöndla, einkum með tilliti til blóðkalíumlækkunar (hypocalemia). Bláhjálmur á íslandi Bláhjálmur er harðger skrautjurt sem lengi hefur verið ræktuð hér á landi. í grein sem Olafur B. Guðmundsson skrifaði um bláhjálm árið 1967 (36) kemur fram að þetta sé sennilega ein elsta garðjurt á íslandi. Plantan skartar fögrum bláum blómum á hávöxnum stönglum seinni hluta sumars (mynd 2). Laufblöðum blá- hjálms svipar til blaða brennisóleyjar, enda báðar plönturnar af sóleyjarætt. Frumkönnun hefur verið gerð á alkalóíð- innihaldi íslensks bláhjálms, Aconitum napell- us ssp. vulgare Rouy og Foucaud (37). Alkaló- íðgreining var gerð á rótarhnýðum, blöðum, blómum, fræbelgjum og fræjum. Þar sem vitað er að bláhjálmur hefur höfðað til íslenskra barna, sem sogið hafa sætan safa úr hunangs- sporum (nectaries) blómanna, voru mælingar gerðar sérstaklega á þessum líffærum. Niðurstöður sýndu að akonitín er aðal alkalóíðsambandið í plöntunni, aðrir alkalóíð- ar finnast í hverfandi magni. Háþrýstivökva- greining (HPLC) var notuð til að mæla akoni- tínstyrk í ofangreindum plöntulíffærum. Meginniðurstöður voru þær, að akonitín- styrkur í fræjum (0,16%) og fræbelgjum (0,03%) er svipaður og mælst hefur erlendis en akonitíninnihald í rótarhnýðum (0,34%), og þó einkum í blómum (0,02%) og blöðum (0,004%), er lágt miðað við erlend gildi. Þó ber að athuga, að einungis 100 mg rótarhnýða eða 200 mg fræja myndu innihalda 0,3 mg akonitíns, sem eins og áður er sagt geta valdið eiturhrifum. Mælingar sýndu að akonitínstyrkur í hun- angssporum er hverfandi lítill, eða 0,005%. Ekki er vitað hvernig þessu ber saman við er- lend gildi því mælingar á akonitíninnihaldi hunangsspora virðast ekki hafa verið gerðar áður. Ekki er vitað til þess að eitranir hafi orðið hér á landi sem rekja megi til neyslu hunangs- spora eða annarra líffæra bláhjálms. Brýnt er þó að umgangast þessa algengu garðplöntu Fig. 2. Children in Iceland have commonly been known to eat the sweet-tasting nectaries of monkshood (Aconitum napell- us), one ofthe mostpoisonousplants growing in Europe. No cases of toxicity have been reported in this country due to handling/consumption of nectaries or other organs from this plant. sem eiturjurt og að börnum sé kennt að forðast að snerta hana eða neyta einstakra plöntu- hluta. HEIMILDIR 1. Benn MH, Jacyno JM. The toxicology and pharraaco- logy of diterpenoid alkaloids. In: Pelletier SW, ed. Al- kaloids-Chemical and Biological Perspectives. Vol. I. New York: John Wiley & Sons, 1983. 2. Dymock W. Pharmacographia Indica, a history of the principal drugs of vegetable origin met with in British India. Karachi: Institute of Health & Tibbi research, 1972. (Endurprentun frá 1890.) 3. Bisset NG. Arrow poisons in China. Part 1. J Ethno- pharmacol 1979; 1: 325-84. 4. Lewin L. Die Gifte in der Weltgeschichte. Berlin: J Springer Verlag, 1920. 5. Shakespeare W. The complete works of William Shake- speare. London: Spring books: 435. 6. Schelenz H. Geschichte der Pharmazie. Hildesheim: Georg Olms Verlagsbuchhandlung, 1965. 7. Imark T. Aconitum napellus: Blauer Eisenhut. Schweiz Labor Z 1984; 41: 287-8. 8. Schmiedeberg X. Pharmakologie. 8. Ausg. Leipzig: Verlag von FCW Vogel, 1921. 9. Dispensatory of the United States of America. 22nd ed. Philadelphia: JB Lippincott Co., 1940. 10. Martindale, the Extra Pharmacopoeia. 29th ed. Lon- don: Pharmaceutical Press, 1989. 11. Rote Liste 1993; Arzneimittelverzeichnis des BPI. Au- lendorf/Wiirtt. : Editio Cantor, 1993 (05 022). 12. Sato H, Yamada C, Konno C, Ohizumi Y, Endo K, Hikino H. Pharmacological actions of aconitine alka- loids. Tohoku J Exp Med 1979; 128: 175-87. 13. Bisset NG. Arrow poisons in China. Part II. Aconitum - Botany, Chemistry and Pharmacology. J Ethnopharma- col 1981; 4: 247-336.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.