Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 155 Fig. 2B. Case2. EEG isnormalassoon as thesymptoms have spontaneously disappeared. var þá eðilegt (mynd 2B). Einkenni og heilarit eru dæmigerð fyrir absence status epilepticus. Sjúklingur 3: Þrjátíu og sex ára gömul kona með langvarandi sögu um geðræn flog. Sú greining var staðfest með heilasíritarannsókn, en við rannsóknina kom einnig fram önnur gerð kasta. Þau eru talsvert frábrugðið geð- rænu flogunum og einkennast af fölva í andliti, skertri meðvitund og mjög áberandi einkenni eru stöðugt tif á augnlokum. Sjúklingur situr hreyfingarlaus og getur ekki talað. Sjúklingur getur fylgt einföldum fyrirmælum en gerir það hægt og seint, til dæmis getur konan staðið upp og lyft höndum þegar hún er beðin. Heilarit sýnir stanslausa flogavirkni (epileptiform activity) yfir höfði beggja vegna, mest áberandi yfir vinstra gagnauga- (temporal-) svæði. Flogavirknin hættir tímabundið eftir að sjúk- lingi er gefið díazepam 10 mg í endaþarm. Kastið stóð alls í um 30 mínútur og þegar það var um garð gengið var sjúklingur mjög þreytt- ur og tók nokkra daga að jafna sig að fullu. Sjúkdómseinkenni og heilarit er dæmigert fyrir complex partial (eða temporal lobe) status epi- lepticus. Eftir að staðfest var að um tvenns konar köst væri að ræða var ljóst að flogafársköstin voru tiltölulega fátíð og komu fyrst og fremst ef sjúklingur gleymdi að taka flogalyfin. Umræða Skert meðvitund af óþekktri orsök er al- gengt og mikilvægt sjúkdómseinkenni. Orsakir eru margvíslegar og nauðsynlegt er að útiloka sýkingar í miðtaugakerfi, heilablæðingar, eitr- anir og fleira þar sem sérstök meðferð getur bjargað lífi sjúklingsins. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að flog standa nær alltaf stutt eða fáeinar sekúndur upp í tvær til þrjár mínút- ur og hjálpar þetta við að greina flog frá öðrum sjúkdómsfyrirbærum, til dæmis geðrænum flogum (psychogenic seizures). Langvarandi meðvitundarleysi getur komið fram eftir stór flog og sértstaklega eftir flogafár (convulsive status epilepticus). Flogafár án krampa er langvarandi flog sem stendur oft í 30 mínútur og megineinkenni er skert meðvitund þótt stundum sjáist einnig breyting á hegðun (hlátur, grátur), málstol eða tif á augnlokum. Algengt er að flogafár án krampa sé í upphafi ranglega greint sem eitr- un, geðræn einkenni eða jafnvel slag (vegna málstolsins) (3,5) og sérstaklega er hætta á rangri greiningu þegar sjúklingur hefur ekki fyrri sögu um flogaveiki. Heilarit er lykillinn að greiningu flogafárs án krampa því það sýnir stanslausa flogavirkni (epileptiform activity) meðan á einkennum stendur. Mikilvægt er að greina flogafár án krampa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.