Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 147 semja við millilið. Það fyrirkomulag hefur reynst óheppilegt og dýrt í framkvæmd og þótti ekki ásættanlegt. Það var þannig ljóst að íslendingum byðist góð og fjárhagslega hagkvæm þjónusta á þessu sviði í Kaupmannahöfn og var því gengið til samninga við Ríkisspítalann, sem nú hefur tek- ið að sér að annast bæði líffæratökur og líffæra- ígræðslur fyrir okkur. Ein meginforsenda þess að sú hagræðing sem stefnt er að náist er að það takist að flytja hluta af þessari starfsemi hingað heim, þannig að forrannsóknir og eftirlit verði í höndum fs- lenskra lækna og að líffæraþegar dvelji sfðari hluta legunnar eftir ígræðsluaðgerðir á íslensk- um sjúkrahúsum. Hingað til hafa forrannsókn- ir og eftirlit vegna nýrnaígræðslna farið fram hér á landi og einnig að verulegu leyti vegna hjartaígræðslna í börn. Verið er að vinna að því að útvíkka þessa þjónustu. Jafnframt hefur kostnaðareftirlit verið eflt og mun TR annast það. Igræðslulíffæri hafa einkum boðist þegar einhver deyr í slysi eða vegna heilablóðfalls. Framboð slíkra líffæra er minna en þörfin fyrir ný líffæri. Rannsóknir beinast að því að græða líffæri úr dýrum í fólk, en þar eru bæði tæknileg og siðfræðileg vandamál óleyst. Það hefur í vaxandi mæli verið gripið til þess að flytja líf- færi milli tveggja lifandi manneskja. Sjúklingar hafa fengið nýra frá nákomnum ættingja og hefur jafnvel gengið að nýta nýra frá erfða- fræðilega óskyldum einstaklingi, til dæmis maka. Einnig hefur tekist að flytja hluta lifrar milli fólks. Nýrnaflutningur milli lifandi einstaklinga er ekki bráðaaðgerð, eins og þegar um ígræðslu á líffæri úr látnum einstaklingi er að ræða. Slíkar aðgerðir er því hægt að skipuleggja fyrirfram. Þær ætti að vera hægt að framkvæma hérlend- is, með þátttöku þjálfaðra lækna erlendis frá. Að þessu ber að stefna og er það í athugun. Sú lausn væri ekki aðeins fjárhagslega hagkvæm, heldur einnig lyftistöng fyrir íslenska læknis- fræði. Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir Leiðrétting íslenskar rannsóknir á krabbameinum í brjóstum I janúarhefti Læknablaðsins birtist leiðari eftir undirritaðan um íslenskar rannsóknir á krabbameinum (Læknablaðið 1997; 83: 7). Höfundi urðu á þau mistök að rita „... að hár aldur við upphaf blœðinga væri áhœttuþátt- ur fyrir brjóstakrabbameiní stað „upphaf blæðinga“ átti að standa „við fyrstu fæðingu", sem ég vona að glöggir lesendur hafi tekið eftir. Þetta er enn leiðara þar sem því lægri aldur er við upphaf blæðinga, því meiri eru líkurnar. Virðingarfyllst Hrafn Tulinius
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.