Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 28
164 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Inngangur Plantan Aconitum napellus L. á sér langa sögu sem eitur- og lækningajurt. Jurtin tilheyr- ir sóleyjarætt (Ranunculaceae) og er kölluð bláhjálmur eða venusvagn á íslensku. Plantan gengur undir ýmsum nöfnum á ensku, og má þar nefna aconite, monkshood, friar’s cap, hel- met flower og wolfsbane. Einnig er hún oft kölluð aconitum eftir latneska ættkvíslarheit- inu. í dag er plantan talin ein sú eitraðasta sem vex í Evrópu. Samheitið freyjublóm er notað yfir bláhjálm og aðrar plöntur af Aconitum ættkvísl. Mönnum hefur lengi stafað ógn af freyju- blómum. í grískri goðafræði er þess til dæmis getið að freyjublóm hafi orðið til úr froðunni sem féll úr þremur ginum hundsskrímslisins Kerberusar, sem var varðhundur Heljar. Seyði af freyjublómum hefur verið notað öldum saman sem örvareitur, bæði í hernaði og við veiðar (1-3). Þá hafa freyjublóm á öllum tímurn verið vinsæl til eiturmorða. Eitt meintra fórnarlamba freyjublóma var Kládíus Rómar- keisari, en hann var myrtur árið 54 e. Kr. af fjórðu eiginkonu sinni Agrippínu. Talið er að hún hafi notað freyjublóm til verknaðarins (1,4). Breska leikskáldið Shakespeare þekkti vel til þessara eiturplantna. Sumir telja að bana- mein Hamlets hafi átt að vera akonitum eitrun, þótt ekki hafi það verið nefnt á nafn í leikrit- inu. í seinni hluta leikritsins Hinrik IV. (5) nefnir Shakespeare hins vegar akonitum á nafn þegar hann lætur Hinrik konung segja, er hann brýnir fyrir sonum sínum mikilvægi bræðralags (IV. þáttur, IV. svið); Fig. 1. Chemical structure of the neurotoxin aconitine, a di- terpenoid alkaloid from Aconitum napellus. That the united vessel of their blood, Mingled with venom of suggestion,- As, force perforce, the age will pour it in,- Shall never leak, though it do work as strong As aconitum or rash gunpowder. Elstu rituðu heimildir um notkun freyju- blóma til lækninga eru 2500-3000 ára gamlar frá Indlandi og Kína. Samkvæmt þeim voru rótarhnýðin (tubers) notuð innvortis við verkj- um og sótthita (2,6,7). Evrópubúar hófu að nota freyjublóm sent lyf mun síðar en Asíu- búar. Elstu heimildir eru velskar og þýskar frá 13. öld. Samkvæmt þeim voru jurtirnar ein- göngu notaðar í útvortis lyf (6). Heimildir greina ekki frá innvortis notkun lyfja úr blá- hjálmi í Evrópu fyrr en á seinni hluta 18. aldar (6,8). Aðal ábendingar fyrir notkun voru sótt- hiti og verkir, einkurn taugaverkir (neuralgia) og gigtarverkir (7,9). Lyfin urðu fljótt vinsæl og voru mikið notuð alla 19. öldina og í byrjun 20. aldar. Þessi lyf höfðu þann kost umfram morfín að þeim fylgdi ekki ávanahætta þrátt fyrir öfluga verkjastillandi verkun. Með tilkomu asetýlsalísýlsýru og annarra lyfja úr flokki NSAID, dró verulega úr notkun freyjublóma til lækninga. Enn eru þau þó not- uð í litlum mæli í Evrópu, einkum á smá- skammtaformi (homeopathy) sem blóðþrýst- ingslækkandi, hitalækkandi og verkjastillandi, einkum við taugaverkjum (10,11). í Kína og Japan eru rætur Aconitum tegunda, meðal annars undir heitunum ts’ao wu (cao wu, wu t’ou), fu tzu (ch’uan wu) og bushi notaðar til að fá fram verkjastillandi, bólgueyðandi, „hjarta- styrkjandi" (cardiotonic) og blóðþrýstings- lækkandi verkun (12,13). í Asíu eru extrökt (útdrættir) úr Aconitum rótum stundum blönd- uð extröktum úr öðrum plöntum, til dæmis úr lakkrís eða engifer, og notuð við verkjum (meðal annars við settaugarbólgu (sciatica)), nýrnabólgu og öðrum kvillum (14). Þess má geta að í Asíu eru Aconitum rætur oft með- höndlaðar fyrir notkun til að draga úr eiturhrif- um, en nánar verður sagt frá því í næsta kafla. Eiturefnið akonitín Virkasta eiturefnið í bláhjálmi er akonitín, sem hefur flókna efnabyggingu og telst til dít- erpen alkalóíða (mynd 1). Akonitín sameindin hefur að geyma tvo esterhópa; asetýlhópur tengist hýdroxýlhóp kjarnans í stöðu C-8 og benzóýlhópur við hýdroxýlhóp í stöðu C-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.