Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 48
180
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Um stöðuveitingar lækna
Tilefni þcssara skrifa er aug-
lýsing sem birtist í 1. tbl. Lækna-
blaðsins 1997 og hljóðaði svo:
„Staða lœknis við Heilsu-
gœslustöðina á Egilsstöðum er
laus til umsóknar. Hlutastaða
við Sjúkrahúsið á Egilsstöðum
fylgir. Staðan er til eins árs eða
eftir nánara samkomulagi og
helst œtluð lœkni sem hyggur á
sérnám í heimilislœkningum.
Staðan veitist frá 1. mars nœst-
komandi. “
Umsækjendur um þessa
stöðu voru þrír, tveir unglæknar
og einn sérfræðingur í heimilis-
lækningum. Niðurstaða ráðn-
ingarmáls þessa varð sú að sér-
fræðingurinn var ráðinn í þá
stöðu sem var „helst œtluð lœkni
sem hyggur á sérnám í heimilis-
lœkningum“.
Út af fyrir sig hefði þessi
ákvörðun ekki komið á óvart
nema hvað hún var tekin af
mönnum sem hingað til hafa
þótt rökvísir og áreiðanlegir.
Gefið sig út fyrir gott fordæmi í
kennslu læknanema. Byggt upp
ímynd sem hugsandi og mót-
andi heilsugæsla samanber Eg-
ilsstaðakerfið. Auk þess gagn-
rýnt aðra fyrir misjöfn vinnu-
brögð, samanber grein Stefáns
Þórarinssonar í 12. tbl. Lækna-
blaðsins 1996 „Innantökur illar
hrjá...“
í grein Stefáns segir hann
meðal annars í kaflanum
„Fleinn í holdi“: „Vegna þess
hve stjórnvöld hafa verið stefnu-
laus og hvernig læknanámið er
uppbyggt hefur tilviljun ráðið
mestu um það í hvaða sérnám
ungir lœknar fara. “
Hér er Stefán líklega að vísa
til þess að stjórnvöld og lækna-
deild eigi að beina unglæknum í
þá grein, þar sem mest þörf er á
læknum og ætti að vera grunnur
læknisþjónustu, það er heilsu-
gæslu. Það skýtur því skökku
við að Egilsstaðamenn skuli
hafa unglækna að ginningarfífl-
um með því að auglýsa eftir
þeim og ráða svo sérfræðing í
heimilislækningum í stöðuna
sem getur engan veginn uppfyllt
eina skilyrði auglýsingarinnar.
Ekki eru þessi vinnubrögð lík-
leg til að auka nýliðun í heilsu-
gæslulækningum.
Reykjavík 29. janúar 1997
Með fyllstu virðingu,
Helgi Birgisson
Sigurður Einarsson
Björn Pétur Sigurðsson
Áskrifendur erlendis
Skuldfærsluheimild
Ég undirritaöur/uð heimila hér meö Læknablaðinu aö skuldfæra greiðslukort
mitt fyrir áskrift að Læknablaðinu, kr. 6.000 - sex þúsund krónur.
Ég æski þess að upphæðin verði skuldfærð á □ Eurocard □ Visa
Númer korts:_____________________Gildistími korts:__
Korthafi:-------------------------------------------
Staður Dagsetning
Undirskrift