Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 48
180 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Um stöðuveitingar lækna Tilefni þcssara skrifa er aug- lýsing sem birtist í 1. tbl. Lækna- blaðsins 1997 og hljóðaði svo: „Staða lœknis við Heilsu- gœslustöðina á Egilsstöðum er laus til umsóknar. Hlutastaða við Sjúkrahúsið á Egilsstöðum fylgir. Staðan er til eins árs eða eftir nánara samkomulagi og helst œtluð lœkni sem hyggur á sérnám í heimilislœkningum. Staðan veitist frá 1. mars nœst- komandi. “ Umsækjendur um þessa stöðu voru þrír, tveir unglæknar og einn sérfræðingur í heimilis- lækningum. Niðurstaða ráðn- ingarmáls þessa varð sú að sér- fræðingurinn var ráðinn í þá stöðu sem var „helst œtluð lœkni sem hyggur á sérnám í heimilis- lœkningum“. Út af fyrir sig hefði þessi ákvörðun ekki komið á óvart nema hvað hún var tekin af mönnum sem hingað til hafa þótt rökvísir og áreiðanlegir. Gefið sig út fyrir gott fordæmi í kennslu læknanema. Byggt upp ímynd sem hugsandi og mót- andi heilsugæsla samanber Eg- ilsstaðakerfið. Auk þess gagn- rýnt aðra fyrir misjöfn vinnu- brögð, samanber grein Stefáns Þórarinssonar í 12. tbl. Lækna- blaðsins 1996 „Innantökur illar hrjá...“ í grein Stefáns segir hann meðal annars í kaflanum „Fleinn í holdi“: „Vegna þess hve stjórnvöld hafa verið stefnu- laus og hvernig læknanámið er uppbyggt hefur tilviljun ráðið mestu um það í hvaða sérnám ungir lœknar fara. “ Hér er Stefán líklega að vísa til þess að stjórnvöld og lækna- deild eigi að beina unglæknum í þá grein, þar sem mest þörf er á læknum og ætti að vera grunnur læknisþjónustu, það er heilsu- gæslu. Það skýtur því skökku við að Egilsstaðamenn skuli hafa unglækna að ginningarfífl- um með því að auglýsa eftir þeim og ráða svo sérfræðing í heimilislækningum í stöðuna sem getur engan veginn uppfyllt eina skilyrði auglýsingarinnar. Ekki eru þessi vinnubrögð lík- leg til að auka nýliðun í heilsu- gæslulækningum. Reykjavík 29. janúar 1997 Með fyllstu virðingu, Helgi Birgisson Sigurður Einarsson Björn Pétur Sigurðsson Áskrifendur erlendis Skuldfærsluheimild Ég undirritaöur/uð heimila hér meö Læknablaðinu aö skuldfæra greiðslukort mitt fyrir áskrift að Læknablaðinu, kr. 6.000 - sex þúsund krónur. Ég æski þess að upphæðin verði skuldfærð á □ Eurocard □ Visa Númer korts:_____________________Gildistími korts:__ Korthafi:------------------------------------------- Staður Dagsetning Undirskrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.