Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 165 Við suðu akonitíns í vatni rofnar asetýlester tengið í stöðu 14, það er ediksýra klofnar frá kjarnanum og eftir verður efni sem ber heitið benzóýlakonín. Ef benzóýlakonín er soðið í basa eða hitað í vatni við 170°, rofnar benzóýl- ester tengið í stöðu 8 og efnið akonín myndast. Akonitín veldur eiturhrifum í taugum (neurotoxin) og hjarta (cardiotoxin) og er talið meðal öflugustu eiturefna sem finnast í jurta- ríkinu (1). Ekki er vitað með vissu um samband milli efnabyggingar akonitíns og eiturhrifa. Þó er vitað að vatnsrof akonitíns dregur verulega úr eiturhrifum. Þannig eru eiturhrif benzóýl- akoníns mun vægari en eiturhrif akonitíns (1/ 150) og eiturhrif akoníns enn minni (17800). í Austurlöndum eru Aconitum rætur oft með- höndlaðar fyrir notkun með því að sjóða þær í vatni eða basa í þeim tilgangi að draga úr eitur- hrifum. Hins vegar er misjafnt eftir vinnsluað- ferð hversu mikið niðurbrot á akonitíni á sér stað. Allir jurtahlutar innihalda akonitín, en rót- arhnýði innihalda jafnan mest, eða 0,2-3,0%. Algengast er að akonitíninnihald róta sé á bil- inu 0,5-1,5% (15,16). Auk akonitíns finnast í bláhjálmi náskyld efni af flokki díterpen alka- lóíða svo sem mesakonitín, hypakonitín, nap- ellín, og fleiri. Gerð og innbyrðis hlutfall alka- lóíða er misjafnt eftir afbrigðum og jafnvel vaxtarstað. Verkunarháttur akonitíns Eiturhrif akonitíns í mannslíkama stafa einkum af áhrifum þess á spennunæm (voltage- sensitive) natríumgöng í taugum, hjarta og rák- óttum vöðvum meðan á hrifspennu stendur. Akonitín veldur langvarandi afskautun í tauga- og vöðvafrumum með því að bindast aftur- kræft við virkjuð natríumgöng í frumuhimnu (17-20). Þekking á gerð og starfsemi natríum- og annarra jónaganga hefur aukist síðustu ár eftir að tekist hefur að einrækta gen sem stýra myndun þeirra. Natríumgöngum hefur verið skipt í tvennt eftir sameindagerð, annars vegar amiloríðnæm natríumgöng í þekjuvef og hins vegar spennunæm natríumgöng, sem taka þátt í hrifspennumyndun í flestum rafertanlegum frumum. Greinst hafa fimm gerðir viðtaka í spennu- næmum natríumgöngum. Akonitín er talið tengjast viðtaka 2 á prótíninu og koma í veg fyrir að göngin lokist og að fruman geti endur- skautast með eðlilegum hætti. Tengingin er talin gerast með stýrilnæmum (allosteric) hætti. Akonitín virðist tengjast sama viðtaka í natríumgöngum og eftirtalin eiturefni: Batra- chotoxin, stera-alkalóíð samband sem finnst í húð froska af Phyllobates ættkvísl; grayano- toxín-I, díterpen samband sem finnst í lauf- blöðum plantna af lyngætt (Ericaceae), meðal annars innan Rhododendron, Kalmia og Leucothoe ættkvísla; veratridín, stera-alkalóíð samband sem finnst í plöntuættkvíslum innan liljuættar (Liliaceae), þar á meðal Veratrum, Zygadenus og Schoenocaulo (1,20). Auk þess að valda langvarandi örvun natr- íumganga við hvíldarspennu draga þessi efni einnig úr sértækni ganganna og auka gegn- dræpi þeirra gagnvart stærri katjónum (17-20). Verkun akonitíns á natríumgöng leiðir til þess að tauga- og vöðvafrumur verða ýmist óstarfhæfar eða ofvirkar og veldur þetta ein- kennum eins og hjartsláttaróreglu, öndunar- lömun, vöðvalömun, vöðvakrömpum, dofa og öðrum skyntruflunum. Eiturefnið tetródótoxín hamlar sérhæft aukningu á natríumgegndræpi sem verður í frumuhimnum við afskautun og hamlar því verkun akonitíns á natríumgöng (17,20). Tetródótoxín er heteróhringlaga guanidínaf- brigði og finnst í japönskum ígulfiskum (Sphoeroides tegundir). Sýnt hefur verið fram á verkjastillandi verk- un akonitíns í tilraunadýrum (21). Talið er að efnið valdi miðlægri verkjastillingu með því að örva (3-noradrenvirkar taugar í eftirfarandi heilastöðvum: i) nucleus reticularis giganto- cellularis og nucleus reticularis paragigan- tocellularis í lægri hluta heilastofns; ii) peri- aquaductal gray í efri hluta heilastofns og í mænukylfu (22). Vitað er að þessar taugar senda boð niður eftir mænunni sem stöðva sársaukaboð á leið upp í heila. Einkenni akonitíneitrunar Einkenni akonitíneitrunar eru skammtaháð, en alvarlegust eru áhrif á öndun og hjarta- og æðakerfi. Eins og fram hefur komið er styrkur akonitíns mestur í rótarhnýðum og eru eitranir sem verða vegna neyslu þeirra því mun alvar- legri en eitranir sem verða vegna neyslu ofan- jarðarlíffæra (laufblaða, blóma, fræja). Eiturhrif geta komið fram eftir neyslu 0,3- 0,5 mg af akonitíni og lýsa sér jafnan sem hroll- ur vegna lækkaðs líkamshita og vægur dofi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.