Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 42
174 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Yfirleitt hefur verið vandræða- laust fyrir okkur að fá þau nám- skeið sem námið krefst og gerir ráð fyrir. Erum ekki á launum — Stundum finnst okkur bera á þeim misskilningi bæði hjá sjúklingum og öðrum að við séum á launum þegar við erum á sjúkrahúsunum enda leggjum við fram talsverða vinnu og verðum að sinna þar strangri viðveruskyldu og það er vel fylgst með því að við stöndum okkur í stykkinu. En staðreynd- in er sú að læknanemar fá engin laun á námstímanum nema þegar þeir eru sérstaklega ráðn- ir til tímabundinna afleysinga. En umbun okkar felst þá í þægi- legu og umburðarlyndu viðmóti samstarfsmanna og þakklæti sjúklinga og annarra. Ráðningarstjóri Félags læknanema er Jónas Franklín, nemi á fimmta ári, og snúa for- stöðulæknar sér til hans þegar þeir þurfa að leita eftir liðsinni læknastúdenta vegna sumaraf- leysinga. Læknanemar hafa sér- stakt númerakerfi við ráðning- arnar til að tryggja að sem mest jafnræði ríki en oft þykir vinsælt að fá afleysingastöður úti á landi þar sem menn eru jafnvel einir og á miklum vöktum. Er mikil samkeppni milli læknanema? — Pað finnst mér ekki og ég tel að fólk eigi fyrst og fremst að keppast við að temja sér aga og vönduð vinnubrögð. Mér finnst ég fremur verða vör við að menn hjálpist að, leiti ráða hvert hjá öðru og sé bara ánægt með það. Margir þekkjast úr framhaldsskólunum og þannig verður oft til góður og skemmti- legur hópur sem allur stefnir að sama markinu. Þegar lengra líð- ur á námið kynnist fólk betur bekkjarfélögum sínum og þegar á heildina er litið er andinn mjög góður. Sé ekki betri kost Hefur Félag læknanema skoðun á núverandi fyrirkomu- lagi við val á þeim takmarkaða hópi sem kemst í læknanám? — Við teljum fyrirkomulag- ið þolanlegt og ljóst að hér verð- ur að takmarka þann fjölda sem ætlar að stunda nám og þótt þetta sé ekki góður kostur þá sé ég ekki annan betri. Spurning er hvernig á að velja og hér hafa einkunnir verið látnar ráða sem er trúlega réttlátasta kerfið. Er- lendis eru stúdentar sums staðar teknir í viðtöl sem ráða þá einn- ig nokkru um valið en ég efast um að í fámenninu hér myndi það ganga — hérþekkjast menn of vel og það myndi trúlega alltaf hafa áhrif. Mörgum þykir það ákveðið vandamál að það eru tiltölulega fáir sem ná í fyrsta sinn. Ég held að það mætti gera eitthvað til að bæta þeirra hlut. Kenna til dæmis ekki alltaf nákvæmlega sama námsefnið á fyrsta misseri. Flestum þykir námið nógu langt þótt ekki bætist við margar til- raunir á fyrsta ári. Fara stúdentar í læknanám vegna góðra kjara? — Ég get ekki ímyndað mér að neinn geri það. Læknanámið tekur sex ár og síðan tekur við framhaldsnám hjá flestum og skuldir hlaðast því upp. Þeir sem ætla að vera fljótir að kom- ast í góð kjör hljóta því að leggja stund á aðrar greinar. - jt- Jóhann Ágúst Sigurðsson varadeildarforseti læknadeildar: Stórátak læknadeildar við að efla rannsóknir Jóhann Ágúst Sigurðsson er prófessor í heimilislækningum og hefur gegnt því embætti frá árinu 1991. Jafnframt er hann starfandi hcilsugæslulæknir í Hafnarfirði enda gerir prófess- orsstaðan ráð fyrir því að sá sem henni gegnir stundi jafnframt lækningar. Alls starfa 77 fast- ráðnir kennarar í læknadeild, prófessorarnir (alls 23) eru í fullu starfi en dósentar (44) og lektorar (10) eru flestir í hluta- starfi með aðalstarfi sínu í heil- brigðiskerfinu. Jóhann Ágúst, sem einnig er varadeildarforseti læknadeildar, féllst á að ræða við Læknablaðið vítt og breitt um kennsluna í læknadeild. Hann er fyrst beðinn að fara nokkrum almennum orðum um starfið: — Störfum í læknadeild má skipta í fjögur svið, svipað og gert er um alla háskólakennslu, en þau eru kennsla, rannsóknir, stjórnun og fagleg þróun. Kenn- arar í læknadeild verða að fást við alla þessa þætti, þurfa að sýna frumkvæði og hæfni í starfi, fylgjast með og geta haft góða stjórn á hlutunum til þess að brýna læknanema í því að tileinka sér þau vinnubrögð sem námið og læknisstarfið krefst. Menn þurfa því að fylgjast með því sem er að gerast og geta tek- ið upp þær nýjungar bæði í vís- indum og aðferðum sem leiða til framfara. Jóhann Agúst segir að lækna- kennslan hafi að sumu leyti sér- stöðu meðal háskólagreina vegna náinna tengsla við starfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.