Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 10
150 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 lækni í fyrsta skipti og 15% fengu róandi lyf fyrst á sjúkrahúsi. Flestir (60%) sögðust fara að fyrirmælum læknis um lyfjanotkun, enginn sagðist taka meira en ráðlagðan skammt. Ann- ar einstaklingur á heimilinu var einnig með róandi lyf í 21% tilvika. Langflestir eða 90% höfðu aðalvitneskju sína um róandi lyf frá læknum, 6% frá fjölmiðl- um en fáir nefndu kunningja, ættingja eða ann- að. Spurt var um vanabindingu, 20% töldu róandi lyf ekki vanabindandi, 18% töldu þau vanabindandi væru lyfin notuð daglega í einn mánuð og 54% væru þau notuð daglega í sex mánuði. Spurt var um húsráð og höfðu 55% reynt önnur ráð en lyf við vandamálum sínum. Mynd 1 sýnir hvaða húsráð eru helst notuð. Mörg önnur ráð voru einnig nefnd svo sem að lesa, stunda jóga, fara til sálfræðings, breyta um fæði, borða, flytja, skipta um vinnu, spila á píanó eða fara í messu. Spurt var um slæma samvisku eða sektar- kennd vegna notkunar róandi lyfja og svöruðu 23% játandi. Sextíu af hundraði hafa reynt að hætta notkun róandi lyfja. Næsta árið gerðu 15% ráð fyrir daglegri notkun róandi lyfja en 38% gerðu ráð fyrir lítilli sem engri notkun. Varðandi aðgengi að lyfjum töldu 8% of auð- velt að fá róandi lyf, 3% töldu það of erfitt, en flestir töldu það hvorki of auðvelt né of erfitt. Svefnlyf: Þriðjungur þátttakenda tók svefn- lyf daglega, 13% nokkrum sinnum í viku, aðrir sjaldnar. Tuttugu og átta af hundraði höfðu tekið svefnlyf í eitt til fimm ár og önnur 33% lengur en fimm ár. Vandamál hafði verið með svefn innan við einn mánuð þegar 24% hófu 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% Take a walk Do physical exercise or training Drink alcohol Talk to friends and relatives Try to work more Try to work less Relax notkun svefnlyfja en lengur en eitt ár hjá 29%. Svefnlyfin voru tekin af 44% þátttakenda áður en eða þegar farið var í háttinn. Aðrir tóku lyfin þegar þeir höfðu legið vakandi um tíma, 15% biðu eina klukkustund og 4% tóku svefn- lyf ef þeir vöknuðu um miðja nótt. Hve langan tíma það tekur þátttakendur að sofna án svefn- lyfja vissu 25% ekki og 21% gátu alls ekki sofnað. í 19% tilvika var einhver annar á heim- ilinu með svefnlyf. Flestir eða 74% fengu svefnlyf fyrst hjá lækni en 20% við dvöl á sjúkrahúsi, fáir eða 6% fengu lyfin lánuð í fyrsta sinn sem þeir notuðu slík lyf. Lyfin voru tekin samkvæmt fyrirmælum lækna eða í minna mæli en fyrir var lagt, enginn gaf upp meiri notkun en þá sem ráðlögð var af lækni. Langflestir eða 94% telja hvorki of auðvelt né of erfitt að fá svefnlyf. Læknar voru helsta uppspretta þekkingar 76% sjúklinga á svefnlyfjum, fáir (7%) nefndu kunningja eða ættingja og (8%) fjölmiðla. Spurt var um hættu á ávanabindingu við notkun svefnlyfja (mynd 2). Almennt var hætta á ávanabindingu talin aukast með lengri notkun. Þrjátíu og níu af hundraði töldu svefn- lyf hafa áhrif daginn eftir en 61% að svo væri ekki. Spurt var um notkun húsráða við svefn- vandamálum og höfðu 55% reynt húsráð (mynd 3). Algengast var að forðast kaffi, te eða kók á kvöldin. Sektarkennd eða slæm samviska vegna notk- unar svefnlyfja var ekki algeng, 19% svöruðu spurningu þar að lútandi játandi. Sextíu og sjö af hundraði höfðu reynt að hætta töku svefn- lyfja og 28% gerðu ráð fyrir daglegri notkun svefnlyfja næstu 12 mánuðina, 17% áætluðu notkun nokkrum sinnum í viku, aðrir sjaldnar. Fig. 1. Household remedies used against anxiety, percentages of “yes” answers. (More than one answer could be chosen.) Fig. 2. Percentages of “yes” answers to the question: “Do you think hypnotics are addictive if they are used?”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.