Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 18
156 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 frá öllu sem valdið getur langvarandi skerðingu á meðvitund, sérstaklega blóðsykursfalli og öðrum heilakvillum sem rekja má til efna- skipta, bráðri sturlun (acute psychosis), geð- rænum flogum og ýmsum öðrum orsökum skertrar meðvitundar. Greining (6,7) byggir á dæmigerðum klínísk- um einkennum. Þau eru fyrst og fremst skert meðvitund þótt margir fái einnig kippi í andlit, einkum flökt á augnlokum eins og lýst er hjá sjúklingi 3. Nauðsynlegt er fyrir áreiðanlega greiningu að sjá dæmigerðar heilaritsbreyting- ar. Flogafár án krampa getur líkst geðrænum flogum eins og fram kemur hjá sjúklingi 3 og þarf þá heilarit eða heilasírita til að greina á milli. í þriðja lagi staðfestir skjótt svar við benzódíazepíngjöf í bláæð enn frekar greining- una. Flogum er almennt skipt í tvær meginteg- undir sem eru annars vegar alflog (primary generalized seizures) og hins vegar staðflog (partial eða focal seizures). Flogafár án krampa getur sést bæði sem staðflog (temporal lobe eða complex partial status epilepticus) og alflog (absence status epilepticus). Meginein- kenni í báðum tilvikum er skert meðvitund og heilarit sker oftast úr hvers eðlis flogin eru, því erfitt er og nánast útilokað að greina sundur absence og complex partial status epilepticus eftir einkennum eingöngu (6). Báðum gerðum er lýst hér að framan og lýsa tvær sjúkrasögurn- ar sjúklingum með complex partial status en ein sjúklingi með absence status epilepticus. Flogafár án krampa er sjaldgæft en sjúk- dómsmyndin er vafalaust vangreind þar sem einkenni villa á sér heimildir. Engar rannsókn- ir hafa birst á nýgengi flogafárs án krampa í óvöldu þýði, en þetta fyrirbrigði var talið sjald- gæft og 1970 höfðu aðeins birst þrjár rannsókn- ir sem lýstu flogafári án krampa. Vaxandi notkun heilasíritunar á síðustu árum hefur aukið verulega fjölda greindra tilfella (8). Orsök er oftast óþekkt en algengt er að sjúklingar hafi fyrri sögu um flogaveiki. Hins vegar er einnig vel þekkt að flogafár án krampa sé fyrsta einkenni flogaveiki, eins og hjá sjúk- lingi 1. Complex partial status epilepticus sést stundum í tengslum við heilaæðasjúkdóma (7) og sjúklingur 1 var með drep í heila þótt ólík- legt sé að það tengist flogunum. Flogafár án krampa er vel þekkt hjá þroska- heftum einstaklingum með flogaveiki (9), en greining getur verið erfiðari, einkum þegar um Lennox-Gastaut heilkenni er að ræða, því þar sést oft stöðug hæg broddbylgjuvirkni (slow spike-wave), án greinilegra tengsla við ein- kenni. Enginn framangreindra sjúklinga var með Lennox-Gastaut heilkenni og enginn var þroskaheftur. Greining er mikilvæg þar sem meðferð er venjulega árangursrík. Flestir telja að benzó- díazepín séu kjörlyf til að stöðva flogafár án krampa. Áhrifin endast þó stutt og er ekki síður um greiningarpróf (diagnostic test) að ræða. Díazepam var notað með góðum árangri hjá tveimur sjúklinganna. Þessi lyf gagnast þó ekki alltaf og síst hjá þorskaheftum (10). Einkenni geta staðið dögum og vikum sam- an. Horfur eru óþekktar en lýst hefur verið endurteknum einkennum sem staðið hafa um árabil (3). Sumir hafa talið að langvarandi flog af þessu tagi geti skaðað heilann (congitive decline) en í nýlegri rannsókn (3) fundust þess ekki merki. Niðurstaðan er sú að flogafár án krampa geti birst sem skert meðvitund eingöngu. Heilarit er lykill að greiningu og mikilvægt er að gera þá rannsókn hjá öllum með skerta meðvitund af óskýrðum orsökum, ekki síst eldra fólki (6). Mikilvægt greiningarpróf er gjöf á litlum skammti af díazepami í bláæð. HEIMILDIR 1. Olafsson E, Hauser WA, Ludvigsson P, Guðmundsson G. Incidence of epilepsy in rural Iceland: a population based study. Epilepsia 1996; 37: 951-5 2. Tomson T, Lindbom U, Nilsson BY. Nonconvulsive status epilepticus in adults; thirty two consecutive pa- tients from a general population. Epilepsia 1992; 33: 829-35. 3. Cockerell OC, Walker MC, Sander JW, Shorvon SD. Complex partial status epilepticus. J Neurol Neurosurg Psychiatr 1994; 57: 835-7. 4. Anderson B, Kenneback G, Persson A, Valdimarsson E. Status epilepticus psychomotorica. Lakartidningen 1981; 78: 2311-2 5. Kaplan PW. Nonconvulsive status epilepticus in the emergency room. Epilepsia 1996; 37: 643-50 6. Non-convulsive status epilepticus (editorial). Lancet 1987; ii: 958-9 7. Dunne JW, Summers QA, Stewart-Wynne EG. Non- convulsive status epilepticus: a prospective study in an adult general hospital. Quart J Med 1987; 62: 117-26. 8. Liiders H, Lesser RP, eds. Epilepsy: electroclinical syn- dromes. Berlin: Springer Verlag, 1987. 9. Brodtkorb E, Sand T, Kristiansen A, Torbergsen T. Non-convulsive status epilpeticus in adult mentally re- tarded. Classification and role of benzodiazepines. Sei- zure 1993; 2: 115-23 10. Livingston JH, Brown JK. Non-convulsive status epilep- ticus resistant to benzodiazepines. Arch Dis Child 1987; 62: 41-4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.