Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 173 vandamálum sem upp hafa komið í kennslunni. Álit félags- ins er kynnt í kennslunefnd og deildarráði og hefur þetta stundum skilað árangri. Við viljum geta veitt aðhald en al- mennt tel ég kennsluna góða og kennara hæfa þótt einstaka svartur sauður sé þar innan um. Kennarar eru yfirleitt duglegir og áhugasamir. Pá finnst mér nýútskrifaðir læknar hafa verið mjög duglegir að hjálpa okkur læknanemum á deildum sem þeir vinna á. Ingibjörg segir læknanámið á margan hátt sérstakt: — Fyrstu þrjú árin eru nokkurs konar grunnnám þar sem við lærum líffærafræði, lífeðlisfræði, lyfja- fræði og veirufræði. í>au byggj- ast að mestu á fyrirlestrum og bóklegu námi. Seinni þrjú árin er námið meira verklegt og fær- ist að mestu inn á spítala þar sem við förum á milli deilda. Reynt er að koma því við að við kynnumst sem flestum sviðum læknisfræðinnar. Hluti námsins fer jafnvel fram á heilsugæslu- stöðvum og sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Jafnframt er- um við í fyrirlestrum og tökum próf. Þetta er því mjög lifandi nám og skemmtilegt — ég sé ekki eftir að hafa valið það, seg- ir Ingibjörg. Hún segir að þetta hafi ekki verið gamall æsku- draumur, heldur þróast smám saman þegar hún var langt kom- in í menntaskólanum en hún er úr náttúrufræðibraut M.R. sem sé góður grunnur fyrir námið. — Störf lækna eru fjölbreytt, þau geta legið á sviði vísinda og rannsókna, lækninga og mann- legra samskipta og námið reynir á sama hátt bæði á fræðilega þáttinn og þann mannlega. Mikilvæg rannsóknarvinna Ingibjörg minnist á nýjung sem tekin var upp fyrir fáum ár- um og hún telur mjög til fram- fara: — Það er þriggja mánaða rannsóknarvinnan sem við stundum á fjórða ári og þar hafa læknanemar tækifæri til að velja verkefni sem þeir hafa áhuga á. Forstöðulæknar eða kennarar kynna læknanemum hugmyndir um rannsóknarverkefni sem þeir eiga að vinna undir hand- leiðslu. Þetta hefur verið mikil- vægur liður í að kenna okkur sjálfstæð vinnubrögð við vís- indalegar athuganir. Þarna get- ur verið um að ræða grunnrann- sóknir, faraldsfræðileg verkefni og sumir hafa farið til útlanda í þessu skyni. Sjálf vann ég að verkefni á Rannsóknastofu há- skólans í lyfjafræði sem snerist um boðkerfi æðaþels. Þið óttist ekki atvinnuleysi þegar þið útskrifist? — Nei, í raun ekki til að byrja með, það eru nægar stöð- ur fyrir aðstoðarlækna. Flestir hyggja á framhaldsnám og þar heyrist mér flestir ætla að velja sérgrein eftir áhugasviði en ekki því hvar helst séu atvinnumögu- leikar. Enda er líka nokkuð erf- itt fyrir okkur að sjá það fyrir jafnvel þótt til séu einhverjar upplýsingar um hversu margir læknar séu starfandi eða í námi í hverri sérgrein. Síðari hluti læknanámsins byggist að miklu leyti upp á starfi og námi á hinum ýmsu sviðum í heilbrigðisþjónust- unni, spítaladeildum, rann- sóknarstofum og heilsugæslu- stöðvum og nemar á fimmta ári fá yfirleitt sumarstarf við að leysa af lækna. Ingibjörg er spurð hvort niðurskurður og lokanir hafi komið niður á nám- inu: — Það hefur ekki komið nið- ur á námi okkar því þótt deild- um sé lokað og sparnaður og niðurskurður komi fram hér og þar þá heldur fólk áfram að veikjast og vandamálin hverfa ekki — það verður eftir sem áður að finna á þeim lausn. Aðstaðan verður oft slæm bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.