Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 44
176 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 og hneigðir einstakra sjúkdóma í ákveðnum ættum. En hvernig skilgreinir Jóhann Ágúst tilgang kennslu í rann- sóknum? — Tilgangur rannsókna í læknadeild er sá að kenna læknanemum vísindaleg vinnu- brögð, að þeir temji sér að lesa vísindagreinar og fylgjast með því sem er að gerast í faginu til þess að vera færir um að stunda sjúklinga af þeirri þekkingu og reynslu sem nauðsynleg er. Lækningar byggjast á því að kunna skil á ákveðinni þekk- ingu og staðreyndum og að beita þeirri þekkingu í þágu sjúklinga sinna. Læknanemar þurfa að skilja hvernig ný þekk- ing verður til og hver eru tak- mörk vísindalegrar aðferðar- fræði. Eigi að nást framfarir í því efni verða menn að afla staðreynda um fagleg vinnu- brögð. Þó er vert að hafa í huga að ekki er hægt að rannsaka allt, sem betur fer, liggur mér við að segja. Þá segir Jóhann Ágúst fyrir- hugað að reist verði á vegum læknadeildar í samvinnu við aðrar deildir bygging við Læknagarð, dýrahús, sem geti komið að gagni við rannsóknir og dýratilraunir. Kennsla — Kennslan er í stöðugri framför að ég tel en kannski hægari en gerist víða erlendis um þessar mundir. Ég leyfi mér aftur að tala um byltingar- kenndar framfarir með tölvu- notkun sem þýðir að við getum dregið nokkuð úr fyrirlestra- haldi yfir stórum hópum sem þó verður alltaf að vera fyrir hendi, sérstaklega á fyrstu misserun- um. En nú er í auknum mæli reynt að kenna í smærri hópum og þegar líður á námið er kannski aðallega beitt maður-á- mann aðferðinni. Jóhann nefnir í þessu sam- bandi ákveðna þróun sem á sér stað í læknakennslunni: — Við erum að prófa að breyta kennslutilhögun þannig að í stað þess að kenna í upphafi allt um einstök kerfi líkamans kennum við fremur hvernig skoða má hvert vandamál fyrir sig. Við getum nefnt sem dæmi að í stað þess að læra allt um gerð og starfsemi hjartans, er kynnt fyrir nemunum saga urn mann með brjóstverk. Hvað þýðir það? Hvaða líffæri þarf að athuga, hvað með blóðflæði, hvaða lyf gætu komið til greina og hver eru áhrifin á blóðrásina og ekki síst, hvaða þýðingu hef- ur brjóstverkurinn fyrir andlega og félagslega líðan einstaklings- ins — í mjög samanþjöppuðu máli — þannigerreyntaðskoða hlutina í samhengi og beita þessari aðferðafræði við kennsl- una. Þetta hefur rutt sér nokkuð til rúms til dæmis í Kanada og Noregi og deildin okkar hefur hafið tilraunir á þessu sviði. Ekki verður rætt um lækna- kennslu án þess að spyrja hvað helst þurfi að bæta: — Það er eitt og annað á óskalista. Nemendur geta lært mjög margt með aðstoð tölv- unnar og það eru til námskerfi, rnyndir og upplýsingar á tölvu- diskum þar sem kynnt eru alls konar vandamál og nemendur látnir vinna stig af stigi að lækn- ingu. Það má eiginlega líkja þessu við flughermi — menn kljást við ákveðinn sjúkdóm og reyna hina og þessa meðferð eða lyfjagjöf og ef illa fer deyr sjúklingurinn en ef þeir hafa lært gengur allt vel! Þá geta tölv- urnar komið sér vel við líffæra- fræðinámið, menn skoða mynd- ir á tölvuskjánum, fletta þeim fram og aftur og geta brotið þær niður lið fyrir lið og skoðað líf- færi, hluta þess, æðakerfið og þannig koll af kolli niður í smæstu einingar. Einnig hefur verið rætt á veg- um deildarráðs hvort koma megi upp svonefndri færniþjálf- unarstöð aðstöðu þar sem þjálfa má læknanema í klínískri vinnu, svo sem endurlífgun, gera önd- unarfærapróf, taka sýni til rann- sókna og þar fram eftir götun- um. Með því móti yrði farið kerfisbundið yfir alla helstu þætti klínískrar vinnu sem menn eiga eftir að lenda í og tryggt með hæfnisprófi að þeir kunni til verka. í dag dreifast lækna- nemar út um allar jarðir til að fá þjálfun og þá missum við yfirsýn yfir það hvað þeir hafa í raun- inni lært hver á sínum stað en það er alveg ljóst að enginn læknanemi er svo heppinn að kynnast öllum þessum þáttum á hringferð sinni. Þessari aðstöðu þyrfti að koma upp bæði á sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöð. Læknadeild hefur á síðustu árum tekið virkan þátt í mótun framhalds- og viðhaldsmennt- unar lækna í samvinnu við LI. Vonandi verður hægt að gera því betri skil í Læknablaðinu síðar. Stjórnun — Læknar taka vissan þátt í stjórnun, kannski fyrst og fremst stefnumótun í heilbrigð- ismálum og fræðistörfum eða faglegri stefnumótun en læknar veljast líka til að stjórna ein- stökum deildum. Læknar fá ekki beina eða hagnýta kennslu í stjórnunarfræðum eins og hún er skilgreind hjá fyrirtækja- stjórnendum en í námi sínu og framhaldsnámi vinna þeir eftir ákveðnum aga og temja sér vinnubrögð sem hljóta að koma þeim að gagni þegar þeir takast á hendur mannaforráð og verk- stjórn á spítaladeild. Okkur finnst stundum að mikill tími fari í það í læknadeild að sitja fundi og vera í nefndum en það er þó óhjákvæmilegur hluti af starfinu og menn verða bara að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.