Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 24
160 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Umræða Hlutfallsleg samsetning þriggja helstu PCB afleiða í íslenskri móðurmjólk er nokkuð svip- uð því mynstri sem fundist hefur í Tromsp í Noregi (23) en ólík því sem fundist hefur víðast annars staðar, þar sem minni munur er á magni PCB # 138 og PCB # 153 (tafla I). í 22 sýnum af íslenskri móðurmjólk var 2PCB að meðaltali um 20 ng/g mjólkur (hæst um 50 ng/g) og magn 2DDT um helmingi minna (tafla II). Aðrir hafa fundið fylgni milli PCB efna í blóði mæðra og lægri fæðingar- þyngdar nýbura og síðar minni greindarþroska við fjögurra ára aldur (6). Magn PCB efna sem börnin í þeirri rannsókn fengu með móður- mjólk (um 1000 ng/g mjólkur) sýndi hins vegar ekki fylgni við greindarþroska. Það virtist því vera snerting við þessi efni á meðgöngu en ekki eftir fæðingu, sem hafði áhrif á greindar- þroska. Hins vegar er beint samband á milli magns þrásetinna mengunarefna í blóði og móðurmjólk (27,28), svo að líklegt er að magn þessara efna í blóði íslensku mæðranna hafi verið langt undir hugsanlegum hættumörkum. Rannsóknir á magni klórkolefnissambanda í móðurmjólk í öðrum löndum hafa víða leitt í ljós að magnið hefur farið minnkandi síðustu ár (24,29,30). Þannig hefur 2DDT helmingast í móðurmjólk í Svíþjóð frá árunum 1980-1990 (30) og 2PCB minnkað um 15%. Magn beggja þessara efnaflokka minnkaði um 35% í kana- dískri móðurmjólk frá 1986-1992 (24) og í Þýskalandi hefur 2DDT helmingast og 2PCB minnkað um 30% á sama tíma (29). Er þetta rakið til minni notkunar efnanna og betri förg- unaraðferða en fyrr. Magn HCB og DDT efna virðist allt að helmingi minna í móðurmjólk hér en það var í nálægum löndum fyrir nokkrum árum, en ná- lægt því sem þar finnst nú (27,31-33). í Frakk- landi, Þýskalandi og á Ítalíu er magn þessara efna nokkuð hærra en hér (29,34,35). í Bret- landi og Kanada er magn HCB um helmingi lægra en DDT efni svipuð að magni og hér (36,37). Erfiðara er að bera saman magn PCB efna milli rannsóknastofa vegna þess að heildar- magnið er áætlað á mismunandi hátt. Þó virðist magnið vera svipað hér og annars staðar, en hafa verður í huga að magn PCB efna hefur víðast ekki minnkað jafn hratt og magn DDT efna í móðurmjólk. Marktækara er að bera saman magn einstakra afleiða PCB. Þá kemur í ljós að magn PCB afleiðanna er svipað hér og það var í Svíþjóð 1987 (22), en um þriðjungi hærra en í Noregi (23), Bretlandi (21) og Frakklandi (34) á árunum 1990-1993. Einu samanburðargildin sem eru hærri koma frá Þýskalandi 1991 (29) og Inúítum í Kanada, sem skera sig úr með um áttfalt magn annarra sam- landa sinna (37). Hér á landi er PCB mengun hlutfallslega meiri en DDT mengun, þar sem hlutfall EPCB/2DDT í íslenskri móðurmjólk er um það bil 2,5 (tafla II). Þetta hlutfall er svipað því sem fundist hefur í Svíþjóð (22) og Þýskalandi (29), en víðast annars staðar er þetta hlutfall nær einum og jafnvel lægra eins og í Frakklandi (34). Engin marktæk áhrif vegna aldurs eða fyrri barneigna fundust á magn klórkolefnissam- banda í móðurmjólk (tafla III). Aðrar rann- sóknir hafa leitt í ljós að magn efnanna í móð- urmjólk hækkar með aldri og lækkar með brjóstagjöf (22,32,38). Þar sem rannsókn okkar náði einungis til 24 mæðra má ætla að nokkuð skorti á að hún veiti fullnægjandi upplýsingar um magn þrásetinna klórkolefnissambanda í íslenskri móðurmjólk. Nú er hafin nokkuð umfangsmeiri rannsókn sem nær til 40 kvenna. Könnuð verða áhrif búsetu og neyslu sjávarfangs á magn efnanna í blóði. Afar ólíklegt verður þó að teljast að þær aðstæður finnist á Islandi, að magn þessara mengunarefna í móðurmjólk fari yfir hugsan- leg hættumörk fyrir ungbörn. Þakkir Höfundar þakka Atla Dagbjartssyni lækni og ljósmæðrum á fæðingadeild Landspítalans veitta aðstoð við öflun sýna. HEIMILDIR 1. Murphy SD. Toxiceffectsofpesticides. In: KlaasenCD, Amdur MO. Doull J, eds. Casarett and Doull's Toxicol- ogy. The Basic Science of Poisons. 3rd ed. New York: Macmillan Publ Co, 1986: 519-81. 2. Risebrough RW. Rieche P, Herman SG, Peakall DB. Kirven MN. Polychlorinated biphenyls in the global eco- system. Nature 1968; 220: 1098-102. 3. Kimbrough RD. Human health effects of polychlorinat- ed biphenyls (PCBs) and polybrominated biphenyls (PBBs). Ann Rev Pharmacol Toxicol 1987; 27: 87-111. 4. Safe S. Polychlorinated biphenyls (PCBs): mutagenicity and carcinogenicity. Mut Res 1989; 220: 31-47. 5. Sinks T, Steele G, Smith AB. Watkins K, Shultz RA. Mortality of workers exposed to polychlorinated biphe- nyls. Am J Epidemiol 1992; 136: 389-98.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.