Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 30
166 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 vörum, sem ágerist og breiðist út f tungu og kinnar. Ógleði getur fylgt. Eitranir af völdum 0,3-0,8 mg eru almennt hættulitlar og líða hjá á tveimur til fjórum klukkustundum (7). Við neyslu 1-2 mg af akonitíni verða eitur- hrif magnaðri og fram koma tilfinningaglöp (paraesthesiae) með dofa í útlimum og bol og jafnvel brunatilfinningu í andliti, munni, koki og fingrum (23,24). Þessu getur fylgt mikil kuldatilfinning, kaldur sviti, ógleði og upp- köst, kyngingarerfiðleikar, kviðverkir, niður- gangur og mikill þorsti. Þá getur fylgt höfuð- verkur og þreyta en jafnframt eirðarleysi og ótti, skert sjón og heyrn, öndunarerfiðleikar og jafnvel köfnunartilfinning. Einkenni koma fram 20-60 mínútum eftir neyslu og ná há- marki eftir tvær til fjórar klukkustundir (7). Skammtar af þessari stærð leiða sjaldan til dauða því venjulega koma ekki fram veruleg áhrif á hjarta- og æðakerfi. Einkenni líða yfir- leitt hjá á sex til átta klukkustundum, en þó eru dæmi um að hjartveikt fólk hafi látist eftir 1-2 mg skammta af akonitíni. Þeir sem lifa af akonitíneitrun eru yfirleitt búnir að ná sér dag- inn eftir og bíða ekki varanlegt heilsutjón af eitruninni (24). Stærri skammtar valda svipuðum en öflugri eiturhrifum. Skyntruflun og brunatilfinning geta breiðst út um allan líkamann og viðkom- andi getur átt erfitt með hreyfingar, jafnvel lamast. Krampar geta fylgt. Mestu skipta þó aukin áhrif á öndun, hjarta og blóðrás. Öndun- arerfiðleikar aukast. Eiturhrif á hjarta (23,25) lýsa sér helst sem lækkaður blóðþrýstingur, gáttasleglarof (atrioventricular block), auka- slög slegla (ventricular ectopics) og viðvarandi sleglahraðsláttur (ventricular tachyarrhythmi- as). Algengasta dánarorsök er hjarta- eða önd- unarstopp. Yfirleitt helst full meðvitund með- an á eitruninni stendur. Almennt er banvænn skammtur akonitíns í mönnum talinn liggja á bilinu 2-6 mg, þótt ekki sé hann þekktur með vissu (6,14). Þetta akoni- tínmagn er talið samsvara um einni teskeið af malaðri rót. Dæmi eru um dauðsföll eftir 1 mg neyslu, en einnig er þekkt að fólk hafi komist lífs af eftir 10 mg neyslu án meðhöndlunar (6,24,26). Eitrunartilfelli Akonitíneitranir hafa orðið af ýmsum ástæðum. Á fyrri hluta þessarar aldar er þekkt tilfelli um eitrun vegna þess að rætur bláhjálms voru tíndar í misgripum fyrir piparrót, Amora- cia lapathifolia (27), og annað tilfelli varð vegna mistaka í apóteki (28). í seinna tilfellinu var sjúklingi ætlað að taka verkjalyf með 0,1 mg af akonítíni en vegna mistaka innihélt skammturinn 10 mg. Þá hefur verið greint frá alvarlegri eitrun sem tveir læknanemar í Bret- landi urðu fyrir vegna neyslu 5-10 mg af hreinu akonítíni (24). Þeir lifðu báðir af og er frásögn þeirra ein besta lýsing á alvarlegri akonitíneitr- un sem fórnarlömb hafa sjálf getað gefið. Árið 1991 var greint frá dauðsfalli 20 mánaða barns í Þýskalandi sem lést úr akonitíneitrun eftir að hafa leikið sér að bláhjálmi (ofanjarð- arhlutum) í garði afa síns og ömmu (29). Þá hefur nýlega verið skráð tilfelli þar sem bæði akonitín og stryknín voru notuð til sjálfsmorðs- tilraunar (30). Flest skráð eitrunartilfelli af völdum akonitíns síðari ár hafa þó átt sér stað vegna neyslu náttúrumeðala, oft innfluttra frá Kína, sem innihalda jurtir af Aconitum ættkvísl (23,25,31-34). Þess má geta að flest alvarleg eitrunartilfelli sem verða í Hong Kong af völd- um kínverskra jurtalyfja verða vegna neyslu jurta af Aconitum ættkvísl (35). Meðferð akonitíneitrunar Móteitur gegn akonitíneitrun er ekki þekkt og stuðningsmeðferð þar af leiðandi mikilvæg. En þar sem eitranir af þessum toga eru ekki algengar, er klínísk reynsla takmörkuð. Til að draga úr frásogi akonitíns hefur yfir- leitt verið mælt með gjöf uppsölulyfsins ip- ecacuanha eða magaskolun og gjöf lyfjakola (23). Meðferð akonitíneitrunar hefur að öðru leyti verið háð einkennum hverju sinni. Erfið- ast hefur reynst að ráða við eituráhrif í hjarta. Kjörlyf við hjartsláttaróreglu vegna akonitín- eitrunar er ekki þekkt. Rafvending (cardio- version) og lídókaín hafa verið notuð við með- höndlun hjartsláttaróreglu, en hafa ekki alltaf dugað. Nýlega hefur verið mælt með lyfjum eins og amíódarón og flekaíníð (25,33). Þá hafa prókaínamíð og mexiletín verið notuð i einstaka tilfellum (25). Mesta hætta á hjart- sláttaróreglu í sleglum (ventricular arrhythmi- as) er talin vera fyrstu 24 klukkustundir eftir eitrun og því nauðsynlegt að fylgjast með blóð- þrýstingi og viðhafa hjartavöktun (cardiac monitoring) þann tíma að minnsta kosti (32). Af 17 sjúklingum sem meðhöndlaðir voru á árunum 1989-1991 í kjölfar akonitíneitrunar af Tai og samstarfsmönnum (25), þurftu 11 að fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.