Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1997, Page 24

Læknablaðið - 15.05.1997, Page 24
302 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Leiðrétting á ágripi frá þingi Skurðlæknafélags íslands í síðasta tölublaði Læknablaðsins voru birt ágrip erinda og veggspjalda sem flutt voru á þingi Skurðlæknafélags íslands dagana 11. og 12. apríl að Scandic Hótel Loftleiðunr. Meðal ágripa birtist það sem hér fer á eftir, var það merkt E-7. Því miður urðu alvarleg mistök við birtingu ágripsins þar sem epidural var þýtt sem innanbasts í stað utanbasts. Rétta þýðingu hugtaksins má hins vegar sjá í öðru ágripi sömu höfunda, E-10. Agripið er endur- birt hér, leiðrétt. Mögulegar tilvitnanir skulu vera í leiðrétta útgáfu. Höfundar og lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. E-7. Þriggja lyfja svæðisbundin utanbastsverkjameðferð eftir aðgerðir. Aðferðarfræði og gæðaeftirlit Gísli Vigfússon, Oddur Fjalldal, Þorsteinn .SV. Stefánsson Frá svœfingadeild Landspítalans Inngangur: Mikilvægi bættrar verkjameð- ferðarþjónustu eftir aðgerðir hefur orðið ljós- ari með bættri menntun heilbrigðisstarfsfólks. Aukin þekking á tilurð og eðli verkja kallar á nýjar aðferðir og endurmat gamalla leiða til bættrar verkjameðferðar. Á síðustu árum hef- ur ný aðferð við utanbasts- (epidural) verkja- meðferð rutt sér til rúms. Hún byggir á bættri þekkingu á lyfjafræði verkjalyfja og verkunar- mynstri þeirra í líkamanum. í árslok 1995 var hafinn undirbúningur á svæfingadeild Land- spítalans að því að bæta árangur verkjameð- ferðar eftir aðgerðir með þriggja lyfja svæðis- bundinni (segmental) utanbastsverkjameð- ferð. Meðferð þessi kallaði á fræðslu, sam- vinnu og gæðaeftirlit á deildum. Aðferð: Hjúkrunarstarfsfólki og læknum á handlækningadeildum spítalans var kynnt hin væntanlega verkjameðferð. Kynntar voru regl- ur við meðferð verkja eftir aðgerð með utan- bastssídreypi og parasetamóli og áhætta sam- fara utanbastsverkjameðferð, verkun og auka- verkun lyfjanna. Kennd var greining og með- höndlun aukaverkana utanbastsdeyfinga. Haldið var námskeið í notkun sérstakra verkja- dæla. Haft var samráð við lyfjafræðinga spítal- ans um lyfjaíblöndun og sérfræðinga sýkla- deilda um fyrningartíma lyfjablöndunnar. Lögð var sérstök áhersla á eftirlit og skrán- ingu. Hverjum sjúklingi fylgdi á deild sérstakt eftirlitsblað, þar sem skráð voru á fjögurra klukkustunda fresti lífsmörk sjúklings, fylgi- kvillar, lyfjagjafir, hreyfimat og verkjamat í hvfld og hreyfingu. Hjúkrunarfræðingar fengu kennslu í verkjamati samkvæmt VAS skema. Svæfingalæknir á vakt fylgdi meðferðinni eftir, heimsótti sjúklinga tvisvar á sólarhring og var tengiliður við starfsfólk legudeilda. Ályktanir: Eins árs reynsla af þriggja lyfja utanbastsverkjameðferð og parasetamóls eftir aðgerðir sýnir verulega bættan árangur verkja- meðferðar á deildum svo og bætta andlega og líkamlega líðan sjúklinga. Samvinna svæfinga- deildar og legudeilda hefur aukist og batnað. Góð skráning og eftirlit auðveldar mat á ár- angri og fylgikvillum og um leið reglulegt end- urnrat á meðferðaráætlun til bættrar þjónustu. Svæðisbundin utanbastsverkjameðferð er áhrifarík aðferð til að minnka slæma verki eftir aðgerðir. Aðferð þessi er þó ekki án áhættu, sem getur jafnvel í einstökum tilfellum verið lífshættuleg. Því er stöðug fræðsla heilbrigðis- starfsfólks, gott eftirlit og skráning forsenda góðs árangurs.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.