Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1997, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.05.1997, Qupperneq 24
302 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Leiðrétting á ágripi frá þingi Skurðlæknafélags íslands í síðasta tölublaði Læknablaðsins voru birt ágrip erinda og veggspjalda sem flutt voru á þingi Skurðlæknafélags íslands dagana 11. og 12. apríl að Scandic Hótel Loftleiðunr. Meðal ágripa birtist það sem hér fer á eftir, var það merkt E-7. Því miður urðu alvarleg mistök við birtingu ágripsins þar sem epidural var þýtt sem innanbasts í stað utanbasts. Rétta þýðingu hugtaksins má hins vegar sjá í öðru ágripi sömu höfunda, E-10. Agripið er endur- birt hér, leiðrétt. Mögulegar tilvitnanir skulu vera í leiðrétta útgáfu. Höfundar og lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. E-7. Þriggja lyfja svæðisbundin utanbastsverkjameðferð eftir aðgerðir. Aðferðarfræði og gæðaeftirlit Gísli Vigfússon, Oddur Fjalldal, Þorsteinn .SV. Stefánsson Frá svœfingadeild Landspítalans Inngangur: Mikilvægi bættrar verkjameð- ferðarþjónustu eftir aðgerðir hefur orðið ljós- ari með bættri menntun heilbrigðisstarfsfólks. Aukin þekking á tilurð og eðli verkja kallar á nýjar aðferðir og endurmat gamalla leiða til bættrar verkjameðferðar. Á síðustu árum hef- ur ný aðferð við utanbasts- (epidural) verkja- meðferð rutt sér til rúms. Hún byggir á bættri þekkingu á lyfjafræði verkjalyfja og verkunar- mynstri þeirra í líkamanum. í árslok 1995 var hafinn undirbúningur á svæfingadeild Land- spítalans að því að bæta árangur verkjameð- ferðar eftir aðgerðir með þriggja lyfja svæðis- bundinni (segmental) utanbastsverkjameð- ferð. Meðferð þessi kallaði á fræðslu, sam- vinnu og gæðaeftirlit á deildum. Aðferð: Hjúkrunarstarfsfólki og læknum á handlækningadeildum spítalans var kynnt hin væntanlega verkjameðferð. Kynntar voru regl- ur við meðferð verkja eftir aðgerð með utan- bastssídreypi og parasetamóli og áhætta sam- fara utanbastsverkjameðferð, verkun og auka- verkun lyfjanna. Kennd var greining og með- höndlun aukaverkana utanbastsdeyfinga. Haldið var námskeið í notkun sérstakra verkja- dæla. Haft var samráð við lyfjafræðinga spítal- ans um lyfjaíblöndun og sérfræðinga sýkla- deilda um fyrningartíma lyfjablöndunnar. Lögð var sérstök áhersla á eftirlit og skrán- ingu. Hverjum sjúklingi fylgdi á deild sérstakt eftirlitsblað, þar sem skráð voru á fjögurra klukkustunda fresti lífsmörk sjúklings, fylgi- kvillar, lyfjagjafir, hreyfimat og verkjamat í hvfld og hreyfingu. Hjúkrunarfræðingar fengu kennslu í verkjamati samkvæmt VAS skema. Svæfingalæknir á vakt fylgdi meðferðinni eftir, heimsótti sjúklinga tvisvar á sólarhring og var tengiliður við starfsfólk legudeilda. Ályktanir: Eins árs reynsla af þriggja lyfja utanbastsverkjameðferð og parasetamóls eftir aðgerðir sýnir verulega bættan árangur verkja- meðferðar á deildum svo og bætta andlega og líkamlega líðan sjúklinga. Samvinna svæfinga- deildar og legudeilda hefur aukist og batnað. Góð skráning og eftirlit auðveldar mat á ár- angri og fylgikvillum og um leið reglulegt end- urnrat á meðferðaráætlun til bættrar þjónustu. Svæðisbundin utanbastsverkjameðferð er áhrifarík aðferð til að minnka slæma verki eftir aðgerðir. Aðferð þessi er þó ekki án áhættu, sem getur jafnvel í einstökum tilfellum verið lífshættuleg. Því er stöðug fræðsla heilbrigðis- starfsfólks, gott eftirlit og skráning forsenda góðs árangurs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.