Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 66
340
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
íðorðasafn lækna 89
Feedback
Þýðandi hringdi vegna fræði-
orða, sem hann var að fást við í
þýðingu sinni á læknisfræðilegri
greinargerð. Meðal jreirra var
heitið feedback. Iðorðasafn
lækna gefur þýðingarnar 1. aft-
urverkun og 2. endurgjöf án
frekari skýringa.
í flestum lífeðlis- og lífefna-
fræðilegum kerfum líkamans er
gert ráð fyrir að tiltekin starf-
semi hefjist eftir að fyrirmæli
hafa verið send og að henni sé
síðan viðhaldið með stöðugri
sendingu skammvinnra fyrir-
mæla. Nánari stýring, aukning
eða minnkun, byggist hins veg-
ar á upplýsingum um það
hvernig til hafi tekist, eins kon-
ar svari, sem berist þangað sem
upphaflegu fyrirmælin áttu upp-
tök sín. Svar þetta er oft nefnt
feedback á ensku. Enska heitið
hefur vafalítið orðið til við sam-
runa tveggja orða, úr sögninni
to feed, að mata, fóðra, fæða, og
atviksorðinu back, aftur, til
baka. Merkingin er augljós, það
að senda eitthvað sem að gagni
kemur aftur eða til baka.
Hugtakið feedback kemur
fyrir í mörgum fræðigreinum,
meðal annarra líffræði, raf-
eindafræði, sálarfræði, tölvu-
fræði og vélfræði. í almennum
ensk-íslenskum orðabókum má
finna þýðingarnar: afturverkun,
endurgjöf, svörun, viðbrögð.
Heitið virðist annars vegar not-
að um það sem berst, svarið, og
hins vegar um ferilinn allan, það
að gefa svar með upplýsingum
um starfsemi. í læknisfræðinni
er heitið sennilega mest notað
um það sem berst til baka. Und-
irritaður hefur ekki orðið var
við að neitt af þessum íslensku
heitum hafi náð fótfestu í dag-
legum orðaforða lækna. Því er
ekki úr vegi að hugleiða málið.
Endurgjöf, viðgjöf
Tölvuorðasafn Skýrslutækni-
félags íslands gefur þýðinguna
endurgjöf og útskýrir með þess-
um orðum: Það að skila frálagi
afeinu stigi úrvinnslu sem ílagi á
öðru stigi í því skyni að hafa
frekari áhrifá úrvinnslu og leið-
rétta hana. Rétt er að vekja at-
hygli á því að frálag er hér þýð-
ing á enska heitinu output, en
það nefnir íðorðasafn lækna
einungis afköst, og að ílag er
þýðing á heitinu input, sem Ið-
orðasafnið nefnir einungis
ívarp. Meðal hjartalækna hafa
output og input fengið snilldar-
heitin útfall og aðfall til sam-
ræmis við heiti sjávarfalla, en
það er líklega útúrdúr frá meg-
inefninu.
Orðaskrá úr uppeldis- og sál-
arfræði gefur þýðinguna viðgjöf
og útskýrin/e/'/í, sem veitir ein-
staklingi vitneskju um ástand sitt
og áhrif gerða sinna, svo sem
mistök sem leiðrétta þyrfti.
Vafalítið hefur þetta nýyrði,
viðgjöf, orðið til á grundvelli
þeirrar hugsunar að viðbragð
annarra sé sú gjöf sem einstak-
lingur fær til vitneskju um
ástand eða gerðir sínar.
Afturboð, endurboð
A íslensku eru fyrirmæli og
orðsendingar oft nefnd boð, svo
sem í samsetningunum boðorð,
heimboð, skilaboð, tilboð og
þingboð. Nafnorðið boð kemur
einnig fyrir í líf- og læknisfræði-
legum samsetningum, svo sem
boðefni og taugaboð. Undirrit-
uðum kom því í hug að smíða
mætti nýtt samsett heiti sem
nota mætti um boð, sem berast
til baka. Að sinni komu ekki
fram aðrar hugmyndir en aftur-
boð og endurboð. Gaman væri
að heyra tillögur eða aðrar
skoðanir lesenda.
Verki
Magnús Snædal, málfræðing-
ur, ritstjóri Iðorðasafns lækna,
var beðinn um íslenskt heiti á
agonist, efni sem getur tengst
frumuviðtaka og framkallað
dæmigerða svörun. íðorðasafn-
ið birtir þýðinguna gerandefni,
en það þótti nú full stirðlegt.
Erlenda heitið er komið úr
grísku, af nafnorðinu agon, sem
merkir barátta eða samkeppni.
Agonist er því efni sem verkar
eins og annað tiltekið efni, og
keppir þá um leið við það um að
bindast tilteknum frumuviðtök-
um. Agonist er einnig notað um
vöðva sem stuðlar að sömu eða
svipaðri hreyfingu líkamshluta
og einhver annar.
Upphaflegt verkefni Magn-
úsar var reyndar að finna við-
ráðanlegt heiti á íslensku í stað
samsetningarinnar: beta-adren-
oceptor agonist, sem eftir beinni
orðabókarþýðingu yrði beta-
nýrilviðtakagerandefni. Eftir
talsverða umhugsun og tölvu-
boðskipti kom okkur saman um
að kasta fram hugmyndinni
beta-nýrilverki, sem er karl-
kynsnafnorð og má nota um
efni sem verka á beta-viðtaka í
nýrnahettum. Verki er gamalt
heiti á úlfi Óðins og rnerkir hinn
gráðugi.
Jóhann Heiðar Jóhannsson
(netfang: johannhj@rsp.is)
P.S. í síðasta pistli var gert
ráð fyrir áframhaldandi umfjöll-
un um orð tengd flogaveiki. Það
verður að bíða betri tíma.