Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 463 53,2 ár (staðalfrávik 18,2 ár). Ábending fyrir aðgerð var gallkveisa í 237 tilfellum (67%) en gallblöðrubólga í 116 tilfellum (33%). Grein- ing var langoftast fengin með ómskoðun en all- oft studd gallrásarmyndatöku með holspeglun (ERCP) eða gallrásarskönnun (með ímínó- asetóedikssýru, HIDA-scann). Eitthundrað fimmtíu og fimm (43,9%) gengust undir bráða- aðgerð en 198 (56,1%) undir valaðgerð. Með bráðaaðgerð er átt við aðgerð sem framkvæmd er í framhaldi bráðainnlagnar sjúklings. Hlut- fall bráðaaðgerða jókst mjög er á tímabilið leið, 22% af 100 fyrstu en 60% af 100 síðustu. Að- gerðirnar voru framkvæmdar með svo kallaðri Dundee tækni (7). Myndatökur af gallgöngum voru ekki teknar venjubundið, einungis í örfá- um tilfellum, og verður ekki fjallað um þær hér. Reynt var að finna áhættuþætti fyrir því að breytt var í opna aðgerð. Marktækni miðast við 5% líkindi (p<0,05). Við tölfræðiútreikninga var notað t-próf (t-test) og greining á tölfræði- legri fylgni (logistic regression). Niðurstöður Breytihlutfall (conversion rate): Lokuð að- gerð tókst hjá 290 sjúklingum (82,1%) en hjá 63 sjúklingum var snúið úr kögunaraðgerð yfir í opna aðgerð (17,8%) og gallblaðran fjarlægð á þann hátt. Við valaðgerð var breytihlutfall 13% en 24% ef um bráðaaðgerð var að ræða. Breytihlutfall lækkaði eftir því sem á tímabilið leið, 23% fyrir fyrstu 100 sjúklingana en 13% fyrir síðust 100. Ekki tókst að finna ákveðinn hóp með aukið breytihlutfall en aukin tilhneig- ing fylgdi hækkandi aldri, aukinni þyngd og væri um bráðaaðgerð að ræða (n.s.). Enginn munur var á breytihlutfalli eftir því hvort sjúk- lingurinn hafði áður verið skorinn upp í efri hluta kviðarhols eða ekki. Algengasta ástæða fyrir opnun var samvextir eftir fyrri aðgerðir eða samvextir vegna fyrri gallblöðrubólgu 25 (39,7%), óljós líffæraskipan 17 (27%) og blæð- ing í aðgerð 10 (15,9%) (tafla II). Enduraðgerðar í sömu legu þurfti við í sjö tilfellum. Hjá fjórum sjúklingum vegna blæð- ingar og hjá þremur vegna gallleka. Fjórir sjúk- lingar voru endurskornir í síðari legu. Tveir vegna steina í gallpípu, einn vegna graftarkýlis undir lifur og einn sjúklingur vegna skaða á gallpípu og þurfti hann síðar á aðgerð að halda. Steinar í gallpípu: Ovæntir steinar komu fram í gallpípu eftir útskrift hjá sjö sjúklingum. Hjá tveimur þeirra hafði verið breytt yfir í opna aðgerð, í báðum tilvikum vegna bólgu og ógreinilegrar líffæraskipunar. Annar var greindur með steina í gallgangi við aðgerð og gallpípan hreinsuð eftir mætti. Báðir voru síðan meðhöndlaðir með gallrásarmyndatöku með holsjá (ERC), annar með góðum árangri en ekki tókst að fjarlægja steinana hjá hinum. Hann var síðan meðhöndlaður með Mjölni (ESWL) með góðum árangri. Afdrif þeirra fimm sjúklinga sem ekki voru opnaðir í fyrstu legu voru þau, að tveir gengust undir opna aðgerð tveimur mánuðum síðar, tveir fengu steinana fjarlægða með gallrásar- myndatöku með holsjá og hjá einum komu steinarnir niður af sjálfsdáðum. Fylgikvillar: Alvarlegir fylgikvillar sem kröfðust opinnar aðgerðar komu fyrir í 19 til- fellum. Þar af hjá 10 sjúklingum sem fengu blæðingu í aðgerð og þurfti að opna vegna þess. Fjórir sjúklingar blæddu eftir aðgerð og þurftu enduraðgerðar við. Aðrir höfðu minni- háttar blæðingu í kvið eða stungugöt og þurftu ekki sérstaka meðferð. Gallleki kom fram hjá sjö sjúklingum og þurfti að gera aðgerð á þrem- ur þeirra. Einn sjúklingur fékk sýkingu undir þind og þurfti opna aðgerð þess vegna. Loks varð einn sjúklingur fyrir skaða á gallpípu í að- gerð. Hann gekkst síðar undir aðgerð þar sem garnastúfur var lagður upp í galltréð upp við lifur og náði fullri heilsu á eftir. Eitt dauðsfall varð, en það var 83 ára gamall karl með gall- blöðrubólgu, sem lést vegna blóðtappa í lung- um. Gallkögun hafði verið snúið í opna aðgerð. Að öðru leyti var um almenna fylgikvilla að ræða sem ekki kröfðust aðgerðar (tafla III). Aðgerðartími: Meðalaðgerðartími fyrir allan hópinn sem lokið var með kögun reyndist 94,9 mínútur (bil 30-210 mínútur). Aðgerðartími fyrstu 100 sjúklinganna var 99,3 mínútur (50- 210 mínútur) en aðgerðartími síðustu 100 var 85,5 mínútur að meðaltali (40-170 mínútur). Aðgerðartími valaðgerða á þessu tímabili var Table II. Reasons for conversion to open surgery. (Laparo- scopic cholecystectomy at Landspítalinn, the first 353 cases.) Number of patients (%) Adhesions 25 (39.7) Unclear anatomy 17 (27.0) Bleeding 10 (15.9) Cholecystitis 6 (9.5) Common duct stone 2 (3.2) Other 3 (4.8) Total 63 (100.0)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.