Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 475 Mikið dró úr innflutningi á vörum í tollflokk- um þar sem asbest var nefnt eftir að asbestbann var sett, en virðist síðan hafa aukist aftur frá 1990. Alyktanir: Nýgengi illkynja mesóþelíóma virðist hækkandi hér á landi og bendir það ekki til að farið sé að draga úr áhrifum asbestmeng- unar sem áður hefur átt sér stað enda svo stutt síðan notkun asbests minnkaði að þess er vart að vænta. Nýgengið er svipað hér og í Finn- landi, en lægra en fundist hefur í Noregi og Bandaríkjunum. Læknum ber að kynna sér hvort sjúklingar með krabbamein hafa orðið fyrir mengun í vinnu eða annars staðar, sem hugsanlega tengist sjúkdómnum. Inngangur Illkynja mesóþelíóma í fleiðru og lífhimnu og asbestmengun er nátengt og var fyrst lýst af Wagner og samstarfsmönnum 1960 (1). 111- kynja mesóþelíóma er sjaldgæfur sjúkdómur, sem talið er að rekja megi til asbestmengunar í 70-88% tilvika (2^4). Hér á landi var notkun asbests bönnuð 1983 (5,6). Eftir að asbestbann var sett eða dregið stórlega úr notkun asbests, geta menn víða um heim vænst lækkandi ný- gengi mesóþelíóma þegar lengra frá líður. Tím- inn frá því að menn verða fyrst fyrir mengun asbests og þar til sjúkdómur kemur fram er 30-50 ár (7). Skýrir þetta meðal annars, að ný- gengi illkynja mesóþelíóma hefur vaxið á síð- ustu áratugum í iðnvæddum löndum (8-15), sem talið er stafa af fyrri asbestmengun. Vís- bendingar hafa þó komið fram um að þetta vax- andi nýgengi hafi hægt á sér og að nýgengið sé sums staðar að ná hámarki (11,15). Hækkað nýgengi mesóþelíóma hefur einkum verið tengt asbestmengun á vinnustöðum (16), sem áður var í mestu magni við smíði og viðgerðir skipa og í sambandi við nýbyggingar húsa og annarra mannvirkja (16). A seinni árum hefur mengun asbests á vinnustöðum einkum verið hjá þeim, sem vinna við að rífa og fjarlægja asbest úr byggingum og mannvirkjum, sem að hluta til eru úr asbesti. Þannig er mengun nú bundin við viðhald, viðgerðir og húsvörslu þar sem asbest hefur verið notað (17). Þessi viðhalds- og við- gerðarmengun er talin minni að magni en sú sem var við nýsmíði skipa, véla og bygginga áður fyrr (17). Illkynja mesóþelíóma er ekki eingöngu bundið vinnustaðamengun, því stundum hafa starfsmenn sem unnið hafa með asbest borið mengun heim, til dæmis í vinnu- fötum, sem talin hefur verið nægileg til að valda mesóþelíóma (18,19). Samband illkynja mesóþelíóma og asbest- mengunar í vinnu er svo áberandi að í ná- grannalöndunum er þetta krabbamein talið með atvinnusjúkdómum og flokkað sem atvinnu- krabbamein (14,20-23). Þegar litið er á þann fjölda mesóþelíóma sem tilkynntur er til krabbameinsskráa annars vegar og hins vegar þann fjölda sem tilkynntur er sem atvinnusjúk- dómar til tryggingafélaga eða vinnueftirlits kemur fram áberandi vanskráning hjá þeim síð- arnefndu (14,20-24). Þetta hefur vakið spurn- ingu um hvaða gaum læknar gefa hugsanlegum tengslum vinnu og krabbameina (20,22), en það eru læknar sem eiga að tilkynna atvinnu- sjúkdóma á Norðurlöndum (14,15,20,22). Ekk- ert atvinnukrabbamein hefur verið tilkynnt hér á landi (25). Oft hefur verið litið á nýgengi illkynja mesóþelíóma sem vísbendingu um fyrri asbest- mengun í andrúmslofti (11). Áður hefur ný- gengi mesóþelíóma verið athugað hér á landi á tímabilinu 1965-1982 (26) og virtist nýgengið hærra á seinni hluta tímabilsins, en í heild var nýgengið ekki ósvipað því sem þá gerðist í Norður-Ameríku (26). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi illkynja mesóþelíóma á íslandi 1965— 1995. Mesóþelíóma getur tekið langan tíma að myndast þannig að nýgengi gæti enn verið að aukast vegna fyrri mengunar, þó að asbestbann hafi gilt frá 1983. Efniviður og aðferðir Leitað var að tilfellum með vefjagreininguna illkynja mesóþelíóma sem tilkynnt höfðu verið til Krabbameinsskrár frá upphafi til ársloka 1995. Einnig var leitað í tölvuskrá Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði frá 1984 er skráning hófst þar. Fengið var leyfi Tölvu- nefndar fyrir þessari leit. Fengið var leyfi til að nota efnivið Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og Dungalsafns. Farið var yfir vefjasvör og krufningaskýrslur, og öll sýni frá sjúklingum með þessa vefjagreiningu voru endurskoðuð (KRB). Æxlin voru flokkuð á hefðbundinn hátt í fjórar tegundir og stuðst við flokkun AFIP (Armed Forces Institute of Pat- hology) (27). Fyrsti flokkurinn er þekjugerð (epithelial), annar bandvefsgerð (fibroussar- coid), þriðji blönduð gerð (biphasic) og loks illa þroskuð gerð (poorly differentiated). Einn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.